Fréttablaðið - 12.12.2014, Page 10

Fréttablaðið - 12.12.2014, Page 10
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Mikið af viðkvæmu og illa förnu landi vegna gróðureyðingar og upp- blásturs er nýtt til sauðfjárbeitar. Illa farið svæði sem naut friðunar í áratugi en er aftur nýtt til beitar – þó nóg sé af beitarlandi annars staðar – er tekið sem dæmi um stöðu gam- algróins álitamáls um landnýtingu. Í greinargerð starfshóps umhverfis- ráðherra vegna nýrra laga um land- græðslu segir afdráttarlaust að 40.000 ferkílómetrar lands, eða um 40% af Íslandi, séu svo illa farnir vegna jarðvegseyðingar að það land sé óhæft til beitar eða þoli hana illa. Á móti koma 37% lands sem eru í ásættanlegu eða góðu ástandi þegar litið er til jarðvegsrofs og henta því vel til beitar. Á skýrslunni má skilja að stærsta hagsmunamál með tilliti til landgræðslu og að endurheimta glötuð vistkerfi sé endurskoðun á fyrirkomulagi beitarmála á Íslandi. Beit megináhrifavaldurinn Í greinargerðinni segir að allt frá landnámi hafi búfjárbeit, í samspili við veðurfarssveiflur og tíð eld- gos, verið megináhrifavaldur um ástand vistkerfa hér á landi. Beit- in hafi m.a. haft mikil áhrif á teg- undasamsetningu gróðurs, viðnám gegn áföllum og getu vistkerfa til að endurnýja sig eftir náttúruleg áföll. „Búfjárbeit telst sjálfbær ef hvorki er gengið á gróður né jarðveg, held- ur sé vistkerfið í jafnvægi eða fram- för. Eftir því sem þanþol kerfisins er minna þolir það minna beitar- álag. Stjórn beitar hefur mikil áhrif á landkosti, og sjálfbær búfjárbeit felur m.a. í sér að tekin er ákvörðun um tímasetningu og lengd beitar og fjölda búfjár miðað við ástand lands […] Mikilvægt er að ágangur búfjár hindri ekki eða tefji framför gróður- lenda eða dragi úr möguleikum land- eigenda til landbóta.“ 10 til 20 prósent Ólafur Arnalds, prófessor við Land- búnaðarháskóla Íslands, segir aðspurður að vissulega sé mikið af viðkvæmu landi nýtt sem beitarland. „Það er samt ekki endilega svo stór hluti fjárstofnsins sem nýtir þessi slæmu svæði. Ég myndi áætla að það væru um 10% til 20% sauðfjár sem ganga á svæðum sem þola illa beit.“ Ólafur telur nauðsynlegt að setja strangari lagaramma til að ná sjálf- bærri nýtingu lands. Það hafi hins vegar reynst erfitt vegna þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, og endurspeglist í því að ekki hefur tekist að hnika lagarammanum um landgræðslu í öllum tilraunum til breytinga. Annmarkar Gildandi lög eru frá árinu 1965, en 2002 var lagt fram frumvarp til nýrra laga og önduðu þá margir létt- ar. Staðan er hins vegar óbreytt þar sem lögin náðu ekki fram. Nú hefur umhverfis- og auðlindaráðherra ákveðið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum, enn og aftur. Við gerð frumvarpsins er lögð áhersla á að skýra ákvæði um verndun vist- kerfa og jarðvegs, sjálfbæra nýtingu þeirra, sem og leiðir til landgræðslu með það meginmarkmið að byggja upp og endurheimta gróður- og jarð- vegsauðlindir landsins. Ólafur hefur bent á að mesti ann- marki frumvarpsins frá 2002 sé að ekki var skotið sterkum stoðum undir óhjákvæmilegar breyting- ar á lögum um nýtingu viðkvæmra afréttarsvæða til beitar. „Slíkar breytingar eru langmikilvægasta hagsmunamálið í landgræðslu. Það er tími til kominn að íslenskt þjóð- félag horfist í augu við þennan vanda sem felst í nýtingu þessara svæða – og taki á honum. Án þess verður ný lagasetning fyrir landgræðslu nán- ast markleysa,“ segir Ólafur. Frumkvæði bænda? Ekki þarf lengi að leita fanga til að verða þess áskynja að þau sem starfa að ræktunarmálum, landgræðslu, skógrækt og öðrum landbótum, gagnrýna fyrirkomulag beitarmála á Íslandi hart. Þar er þess óskað að sauðfjárbændur taki sjálfir frum- kvæðið um að hvergi gangi fé á landi sem ekki þolir beit. Spurt er hvort stjórnvöld vilji áfram styðja við sauðfjárræktina ef beitarmál eiga að vera óbreytt með þeirri ofbeit sem sé staðreynd. Reyndar sé endurskoð- un búvörulaga fram undan og vilji stjórnvalda hljóti að koma þar fram. Sauðfé beitt á illa farin landsvæði Þrátt fyrir að allt að 40% lands séu illa farin vegna jarðvegseyðingar eru engar takmarkanir á sauðfjárbeit. Mjög er horft til sjálfbærrar nýtingar við lagasetningu um landgræðslu. Lengi hefur sú viðleitni þó brotnað á ólíku hagsmunamati bænda og annarra hagsmunaaðila. ● Lítill afréttur– Almenningur– norðan við Þórsmörk er aftur og aftur nefndur þegar spurt er um álitamálið sem beit á einstökum land- svæðum er. Deilur um beit á afréttinum eiga sér áratuga langa sögu, en árið 1990 var gerður samningur á milli Landgræðslunnar og Vestur-Eyfellinga um beitarfriðun Almenninga. Friðun og landbætur sem bændur unnu með tilstyrk Landgræðslunnar bættu ástand af- réttarins mikið. ● Árið 2011 mat Landbúnaðarháskóli Íslands beitarþol afréttarins. Fram kom að 91% landsins væri ógróið, og gróna landið að mestu klætt mosa. Jarðvegsrof væri mikið og töluverð aska frá eldgosunum 2010 og 2011. Á slíku landi gæti beit hægt mjög á náttúrulegri gróðurfram- vindu, var mat háskólamanna. ● Bændur í Vestur-Eyjafjallahreppi fluttu fé í Almenninga á ný sumarið 2012. Landgræðslan hefur lagt fram það mat að líklega sé úrskurður Óbyggðanefndar um að ríkið ætti landið, en bændur beitarréttinn, ástæðan. Bændur hafi talið að nytjar tryggðu betur áframhaldandi beitarrétt– eða að eina ástæðan fyrir að friðun svæðisins lauk sé að viðhalda fornum nýtingarrétti bænda. ● Það bendir í sömu átt að nóg er af beitilandi á láglendi Suðurlands þar sem féð gæti bitið án þess að spilla landi, enda aðeins um 150 kindur að ræða eins og mál standa. Þeim má fjölga árið 2016 í 450. Lítill afréttur kristallar flókið álitamál AF FJALLI Gömul álitamál og ólíka hagsmuni um nýtingu lands verður að leysa ef árangur á að nást í að klæða örfoka land að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er tími til kominn að íslenskt þjóðfélag horfist í augu við þennan vanda sem felst í nýtingu þessara svæða – og taki á honum. Án þess verður ný lagasetning fyrir land- græðslu nánast markleysa. Ólafur Arnalds, prófessor Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.