Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 24
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 22 SJÁVARÚTVEGUR Togari HB Granda, Þerney RE, er á stími á heimamið eftir ágæta veiðiferð innan rúss- nesku lögsögunnar í Barentshafi. Þar fengust alls um 655 tonn af fiski upp úr sjó á rúmlega tveimur vikum, eða nærri 50 tonn á sólarhring. Að sögn Sigurgeirs Jóhannssonar, fyrsta stýri- manns, er sex daga sigling á miðin í Barentshafi, á svokallaðan Gæsabanka þar sem aflinn var að mestu tekinn. Sigurgeir segir veðurlag hafa verið skaplegt; mest kaldafýla en þó aldrei neitt sem hamlaði veiðum. Að sögn Sigurgeirs í viðtali við heimasíðu HB Granda var uppistaðan í aflanum góður þorskur af millistærð og þaðan af stærri. Um 30 tonn eru af öðrum tegundum, mest grá- lúðu og nokkur tonn af ýsu. Annars hlýri og skráp- flúra, segir Sigurgeir en að hans sögn var Þerney eina íslenska skipið sem var að veiðum í rússnesku lögsögunni. Á veiðislóðinni voru hins vegar nokkur rússnesk skip, þrír færeyskir togarar og tveir græn- lenskir á leiðinni þegar heim var haldið. - shá Þerney RE fékk 655 tonn af góðfiski á hálfum mánuði í Barentshafi: Einn í þorskmoki við Rússland ÞERNEY Búnir í Barentshafi og klára túrinn á heimamiðum. MYND/HBGRANDI NORÐURÞING Stjórn Framsýnar, stéttarfélags, telur skorta fjár- magn til viðhalds og rekstrar Húsavíkurflugvallar. Í ályktun frá félaginu kemur fram að flug- völlurinn sé mikilvægur öllum þeim sem leið eiga um hann, ekki síst ferðaþjónustunni. Árið 2012 fóru rúm sex þúsund um völlinn og áætlað er að fjöldinn í ár verði um 11 þúsund. Framsýn fagn- ar því að flugvöllurinn sé meira nýttur, það skipti miklu fyrir samfélagið í Þingeyjarsýslum. - sa Húsavíkurflugvöllur nauðsyn: Vantar fjármagn til rekstrarins SJÁVARÚTVEGUR Smábátasjómenn á Flateyri hafa sent Byggðastofn- un bréf þar sem þeir óska eftir samstarfi um úthlutun sérstaks byggðakvóta til vinnslu í byggðar- laginu. Formaður íbúasamtakanna á Flateyri vonast eftir breiðri sam- stöðu um veiðar og vinnslu, Flat- eyri til heilla. Forsaga málsins er að Arctic Oddi hætti bolfiskvinnslu á Flat- eyri. Fyrirtækið var með samn- ing um sértækan byggðakvóta frá Byggðastofnun og hefur hann verið auglýstur samkvæmt lögum. Smábátasjómenn eru hræddir um að sértæki byggðakvótinn gæti sett staðbundna útgerð í ákveðna óvissu. Guðmundur Björgvinsson, for- maður íbúasamtaka Flateyrar, vonar að samvinna aðila á svæð- inu geti styrkt búsetuskilyrði íbúa og tryggt atvinnuöryggi á staðnum. „Markmið Byggðastofn- unar er að tryggja vinnslu á Flat- eyri og efla þannig byggðina. Því skiptir það miklu máli að breið sátt náist meðal allra aðila sem sinna veiðum frá Flateyri að vera ekki útundan,“ segir Guðmundur. Hann telur einnig hættulegt ef eitt fyrirtæki verði of ráðandi í litlu sveitar félagi. „Að mínu mati er þessi sértæki byggðakvóti, sem Byggðastofnun gerir samning um við fyrir tæki, að sanna sig, að hann geti skipt sköpum fyrir smærri byggðalög. Við þurfum bara að tryggja að sú staða komi ekki upp að aðeins eitt fyrirtæki geti staðið í útgerð á svæðinu.“ - sa Formaður íbúasamtaka á Flateyri vonar að allir aðilar útgerðar á Flateyri taki höndum saman: Uggandi yfir atvinnuástandi á Flateyri FRÁ FLATEYRI Byggðastofnun hefur auglýst samstarf um 300 tonna sértæk- an byggðakvóta. HONG KONG, AP Lögreglan í Hong Kong lokaði í gær stærstu búðum mótmælenda í Admiralty-hverf- inu. Lögreglan, vopnuð keðju- sögum, vírklippum og vinnuvél- um, fjarlægði vegartálma og reif niður tjaldbúðir og borða sem mótmælendur höfðu komið upp. Yfir tvö hundruð mótmælendur voru handteknir í aðgerðunum. Fjöldi þekktra einstaklinga var handtekinn í mótmælunum. Þeirra á meðal var fjölmiðla- mógúllinn Jimmy Lai, Martin Lee, stofnandi Lýðræðisflokks- ins sem er í stjórnarandstöðu í Hong Kong, og Nathan Law, leið- togi stúdenta. Mótmælin hófust í lok septem- ber eftir að gefið var út að fram- bjóðendur í kosningum um æðsta embætti Hong Kong árið 2017 þyrftu samþykki stjórnvalda í Kína til að bjóða sig fram. Í upp- hafi mótmælanna komu tugir þús- unda saman á götum Hong Kong til að krefjast frjálsra kosninga og aukins lýðræðis. Talsvert hafði fækkað í hópi mótmælenda á und- anförnum vikum. Að stórum hluta var það vegna þess hve litlum árangri mótmælin höfðu skilað, samkvæmt frétt BBC. Aðgerðir lögreglunnar hófust í gærmorgun þegar mótmælendum var gefinn þrjátíu mínútna frestur til þess að yfirgefa tjaldbúðirnar. Nokkur hundruð manns hlýddu fyrirmælunum en hópur mótmæl- enda sat sem fastast. Í kjölfarið lét lögregla til skarar skríða og dró mótmælendurna í burtu einn af öðrum. Mótmælendur hyggjast ekki láta sitt eftir liggja þrátt fyrir að búið sé að loka búðunum og hétu því að halda áfram borgaralegri óhlýðni eftir öðrum leiðum til að knýja á um lýðræðisumbætur. Alex Chow, einn leiðtogi stúdenta, sem var handtekinn í gær sagði að mótmælendur myndu snúa aftur af meiri krafti en nokkru sinni áður. Aðgerðir lögreglu í gær komu í kjölfar dómsúrskurðar. Rútu- fyrirtæki í borginni fór fram á úrskurðinn vegna þess hve nei- kvæð áhrif búðirnar höfðu á rekstur fyrirtækisins. Lögreglan lokaði öðrum tjald- búðum mótmælenda í verka- mannahverfinu Mong Kok í lok nóvember. Þá urðu hörð átök milli mótmælenda og lögreglu þar sem um 160 manns voru handteknir. Einu búðirnar sem eftir standa eru í Causeway Bay en talið er að um 20 mótmælendur hafist þar við. Löreglan hefur gefið út að búðunum verði lokað bráðlega. ingvar@frettabladid.is Búðum mótmælenda í Hong Kong lokað Lögreglan í Hong Kong lét til skarar skríða gegn mótmælendum í gær og reif niður stærstu tjaldbúðir þeirra og handtók yfir 200 manns. Mótmælendur, sem hefur fækkað verulega á undanförnum vikum, krefjast lýðræðisumbóta. HANDTEKINN Lögreglumenn drógu þingmann- inn og lýðræðis- sinnann Leung Kwok-Hung burt í járnum í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.