Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 12.12.2014, Qupperneq 38
FÓLK| LANGLÍFI „Fyrir utan þann heilsugagnagrunn sem ég hafði þegar safnað skoðaði ég einnig langlífis- rannsóknir sem hafa verið gerð- ar víða í heimi. Þá skoðaði ég líka hverju langlífir ein- staklingar þakka langlífi sitt.“ Allar jólavættir Reykjavíkurborg- ar eru búnar að koma sér vel fyrir inni í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi þar sem þær munu gleðja gesti safnsins í desember. Jólavættirnar má einnig sjá á húsveggjum víðsvegar í miðborg- inni á sama tíma í tengslum við skemmtilegan fjölskylduleik sem er í gangi þessa dagana og ber heitið Leitin að jólavættunum. Leikurinn er bæði einfaldur og skemmtilegur og gengur út á að finna fimm vættir á húsveggjum og skila svarseðli í Upplýsinga- miðstöð ferða- mála í Aðal- stræti 2, eða senda með pósti fyrir 19. desember. Svarseðilinn má nálgast í Hafnarhúsinu, í verslunum í mið- bænum og á vefnum jolaborgin. is. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem sigrar í leikn- um en úrslitin verða kynnt 21. desember. Jólavættirnar eru þrettán talsins og bættust yngstu börn Grýlu, Sighvatur og Surtla, í hópinn nú í desember. Tilvalið er fyrir þá sem ætla að taka þátt í leiknum að byrja ferðina í Hafnarhúsinu þar sem hægt er að skoða allar jólavættirnar áður en lagt er af stað í göngutúr- inn. Jólavættirnar sem Gunnar Karlsson myndlistarmaður hefur teiknað eru byggðar á hugmynd Hafsteins Júlíussonar um að tengja Jólaborgina Reykjavík við íslenska sagna- hefð. Nánari upplýsingar má finna á www.jola- borgin.is. JÓLAVÆTTIR MÆTTAR FJÖLSKYLDULEIKUR Finna þarf fimm jólavættir á húsveggjum. MYND/HÖFUÐBORGARSTOFA Það þarf ekki að vera flókið eða erfitt að hugsa vel um heilsuna. Oft þarf ekki að breyta miklu til að það breyti miklu. Það er mikilvægt að tileinka sér góða siði en það sem maður gerir reglulega skiptir meira máli en það sem maður gerir stöku sinnum,“ segir Jóhanna, sem er þjóðfræðingur að mennt og starfar sem blaðamaður og garðyrkjubóndi. Hún hefur einnig haldið úti heilsublogg- inu vanillaoglavender.is um nokkra hríð. Þar deilir hún uppskriftum að hollum og góðum mat auk fróðleiks um heilsuna sem hún hefur sankað að sér. „Síðastliðið vor hafði útgefandi samband við mig eftir að hafa rekist á bloggið og vildi gefa út bók með heilsuráðum sem þar má finna,“ segir Jóhanna og þannig hófst vinnan við bókina 100 heilsuráð til langlífis sem nú er komin út og er til sölu í öllum betri bókaverslunum. „Í bókinni er að finna hundrað ráð um það hvernig fólk getur bætt og lengt líf sitt,“ lýsir Jóhanna. Heilsuráðin snúa bæði að líkamlegri og andlegri heilsu enda bendir Jóhanna á að þetta tvennt verði að fara saman. „Ráðin eiga það flest öll sameiginlegt að það er bæði auðvelt og skemmtilegt að fara eftir þeim,“ segir Jóhanna glettin, en sem dæmi þá er mælt með því að borða mikið af dökku súkkulaði, vera örlátur og fækka fötum. Jóhanna hefur lengi haft áhuga á heilsu og langlífi og við skrif bókarinnar sankaði hún að sér ýmsum fróðleik. „Fyrir utan þann heilsugagna- grunn sem ég hafði þegar safnað skoðaði ég einnig lang- lífisrannsóknir sem hafa verið gerðar víða í heimi. Þá skoð- aði ég líka hverju langlífir ein- staklingar þakka langlífi sitt.“ 100 heilsuráð til langlífis er gefin út af Óðinsauga, Sólveig Eiríksdóttir, Solla í Gló, skrifar formála bókarinnar en listakonan Ólöf Haraldsdóttir myndskreytir bókina. RÁÐ TIL LANGLÍFIS ÓÐINSAUGA KYNNIR 100 heilsuráð til langlífis er heiti bókar eftir Jóhönnu Sigríði Hannesdóttur, þjóðfræðing og heilsubloggara. ● SÝNING Sirkus Íslands setur upp fágaðan full- orðinskabarett á aðventunni í upphituðu sirkustjaldi í Hljómskálagarðinum. Lista- menn sýna jafnvægislistir, sirkusbrögð, loftfimleika, söng, skemmtileg og skrítin atriði. Gestir sirkussins geta búist við gleði, glensi og jólabjór. Tvær sýningar eru eftir, í kvöld og annað kvöld klukkan 20. Sýningin er bönnuð innan 18 ára, miðaverð er 3.500 krónur en miðasala fer fram í gegnum midasala@sirkusislands.is. SIRKUS FYRIR FULLORÐNA Jólakabarett í Hljómskálagarðinum GEFUR GÓÐ RÁÐ Jóhanna heldur úti heilsublogginu van- illaoglavender.is þar sem hún deilir uppskriftum að hollum og góðum mat auk fróðleiks um heilsuna. MYND/SUNNLENSKA.IS HELGIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.