Fréttablaðið - 12.12.2014, Síða 47

Fréttablaðið - 12.12.2014, Síða 47
AUGLÝSING: NATHAN & OLSEN KYNNIR Hönnuðurinn Jimmy Choo, sem marg- ir Íslendingar þekkja, er þekktastur fyrir glæsilega skó en einnig hannar hann handtöskur, fylgihluti, sólgleraugu og gleraugu. Árið 2011 var brotið blað í sögu fyrir- tækisins þegar ilmurinn Jimmy Choo var settur á markað. „Ilmurinn var hannaður til að fullkomna línu fylgihluta fyrir þær konur sem hafa gert vörur Jimmy Choo að sínu einkenn- ismerki,“ segir Sesselja Sveinbjörnsdótt- ir, þjálfari fyrir snyrtivörusvið hjá Nathan & Olsen. Ilmurinn kom í tveimur ólíkum en afar glæsilegum útgáfum, EDP og EDT. Tveimur árum síðar leit glamúrilmurinn FLASH svo dagsins ljós. „Þessir þrír eru nú komir í sölu í fyrsta sinn hér á landi sem gerir það að verkum að konur fá loksins tækifæri til að eign- ast smá hluta af hönnun hans.“ Jimmy Choo er fæddur í Penang í Malasíu árið 1948 og hét Jimmy Chow, en hann var óvart skráður í fæðingarvottorðið sem Jimmy Choo. Hann er fæddur inn í skó- gerðarfjölskyldu og lærði skógerð frá ell- efu ára aldri. Árið 1983 útskrifaðist hann úr London School of Fashion og vann hin ýmsu störf eftir það. Hann opnaði skóverslun i gam- alli sjúkrahúsbyggingu kringum 1986 og eignaðist þar góða og trygga viðskipta- vini. Næstu árin byggðist orðspor hans jafnt og þétt upp, hann hannaði skó fyrir Díönu prinsessu árið 1990 og níu árum síðar fyrir núverandi forsetafrú Bandaríkj- anna, Michelle Obama. Hönnuðurinn var svo gerður ódauðlegur í þáttunum frægu „Sex and the City“ þegar sögupersónan Carrie Bradshaw sagði „I lost my Choo“. Árið 1996 leitaði Tamara Mellon, fast- ur viðskiptavinur Jimmys Choo, sem vann þá fyrir tískutímaritið Vouge sem yfirmaður Vouge Accsessories, til hans með viðskiptahugmynd og saman stofn- JIMMY CHOO KOMINN TIL ÍSLANDS Ilmvötnin frá Jimmy Choo eru loksins komin í verslanir hér á landi og var haldið flott teiti í tilefni þess á miðvikudagskvöldið. Það var glatt á hjalla hjá þeim Eygló, Guðrúnu Dögg, Láru og Ragnheiði í partíi sem haldið var til að fagna því að Jimmy Choo-ilmvötnin fást nú hér á landi. Sesselju hjá Nathan og Olsen, Jóhönnu hjá Nude Magazine og Ernu hjá Trendnet líkaði ilmurinn frá Jimmy Choo vel. uðu þau Jimmy Choo Ldt. Haft hefur verið eftir Tamöru Mellon að „það skiptir ekki máli í hverju þú ert, ef þú ert í góðum skóm og með flotta tösku ertu alltaf flott“. Veldi Jimmys Choo óx með árunum, hann bætti við hönnun sína og fyrirtækið hefur hlotið mörg eftirsótt verðlaun. Í dag er Choo orðinn einn helsti hönnuður Hollywood- stjarnanna og hannar hann meðal annars fyrir þá sem eru tilnefndir til Óskarsverð- launanna og stjórnendur þess viðburðar. Ilmvötnin fást í 40 og 60 millilítra umbúð- um og body lotion í 200 millilítra og Jimmy Choo ilminn færð þú í Hagkaupi í Holta- görðum, Smáralind, Kringlunni, Garðabæ og Akureyri, Lyfjum & heilsu í Kringlunni, Snyrtivöruversluninni Glæsibæ og Make Up Gallerýi á Akureyri. Jimmy Choo FLASH: Geislandi blóma- og viðarilmur fyrir nautnaseggi sem þola eftirvæntingu og spennuna sem skapast af þessari einstöku blöndu bleiks pipars, jarðar- berja og púðurkenndra viðartóna. Jimmy Choo Ilmurinn EDP: Ávaxtailmur þar sem ilmurinn af djarfri tígris orkídeu blandast djúpum og kyn- þokkafullum tónum af karamellu og perum og sætum ítölskum appelsínum. Jimmy Choo Ilmurinn EDT: Léttur blóma- og ávaxtailmur með kynþokkafullum tónum orkídeunnar í bland við peru og engifer. Sesselja segir Jimmy Choo ilminn gera það að verkum að íslenskar konur fá loksins tækifæri til að eignast hluta af hönnun hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.