Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 48

Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 48
10 • LÍFIÐ 12. DESEMBER 2014 H in unga og hæfileikaríka söngkona Jóhanna Guð- rún Jónsdóttir hefur svo sannarlega stimplað sig inn í hug og hjörtu Ís- lendinga frá því að hún gaf út sína fyrstu plötu aðeins níu ára gömul. Hún er fædd í Sönderborg í Dan- mörku, þann 16. október 1990. For- eldrar hennar voru í námi þar úti en þau fluttu svo í Hafnarfjörð- inn með stuttri viðkomu í Hlíð- unum. Jóhanna segist hafa lært að syngja áður en að hún lærði að tala og að söngurinn hafi allt- af verið hennar helsti tjáningar- máti. „Mamma sagði mér eitt sinn sögu af því þegar ég hef verið um eins árs. Þá vorum við á leiðinni í skírn og hún ákvað að reyna að kenna mér skírnarsönginn. Henni tókst það og síðan þá hef ég allt- STUND SEM MAÐUR UPPLIFIR BARA EINU SINNI Á ÆVINNI JÓHANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR VAR EINUNGIS TÓLF ÁRA GÖMUL ÞEGAR HÚN ÁTTI AÐ BAKI ÞRJÁR METSÖLUPLÖTUR. HÚN RIFJAR UPP UNGLINGSÁRIN, LANGVARANDI VEIKINDI OG EUROVISION. Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins af verið með eins konar límheila þegar kemur að söngtextum. Ég er aftur á móti arfaslök í stærð- fræði,” segir Jóhanna og brosir. Okkar kona var aldrei feimin við að syngja eða koma fram enda var það henni náttúrulegt. „Ég var sí- fellt að koma fram, bæði beðin og óbeðin, í afmælisveislum, jólaboð- um og fleiru. Ég man eftir því að ég reyndi mikið að fá að troða upp á böllum hjá Lionsklúbbnum, en afi minn var í honum. Ég hef líklega verið frekar óþolandi en lét ekk- ert stöðva mig og stóð uppi á stól í tíma og ótíma og söng.“ Fyrsta platan 9 ára Þegar Jóhanna var níu ára tók hún þátt í söngvakeppni á vegum Maríu Bjarkar söngkennara og lenti í sjötta sæti af hundrað börn- um og það var þá sem farsælt sam- starf þeirra Maríu byrjaði. „María hefur greinilega séð eitthvað í mér því að hún vildi að við gerð- um plötu strax. Platan hét Jóhanna Guðrún 9 og söng ég þar íslenskar útgáfur ellefu erlendra laga,“ segir hún. Platan vakti stormandi lukku og seldist í mörg þúsund eintökum og náði platínusölu. Tveimur árum síðar kom út platan Ég sjálf, sem varð ekki síður vinsæl en sú fyrri og ári síðar kom út platan Jól með Jóhönnu. Á þessum tímapunkti var Jóhanna 12 ára gömul með þrjár metsöluplötur að baki og við tóku unglingsárin og frekari þróun á söngstíl og stefnu meðfram skóla- göngu. „Ég fór að vinna með laga- höfundi og pródúsent í New York og úr því samstarfi varð til plat- an Butterflies and Elvis sem var tekin upp í Los Angeles og kom út á Íslandi 2007,“ segir hún og bætir við að á þessu tímabili hafi það verið ómögulegt að stunda hefð- bundna skólagöngu enda hafi hún svo sem alltaf vitað að söngur- inn lægi fyrir henni. „Ég hef allt- af verið ákveðin í því að tónlist- in væri það sem lægi fyrir mér og æfði mig stíft eða í tvo klukkutíma á hverjum degi, þess á milli sinnti ég Glódísi, hundinum mínum, sem var enskur cocker spaniel og mér afar kær. Hún dó fyrir einu og hálfu ári, þá tæplega þrettán ára gömul.“ Það mætti segja að Jó- hanna hafi fórnað unglingsárun- um fyrir tónlistina þó að hún hafi uppskorið erfiðið. „Já, það mætti segja að ég hafi á vissan hátt fórn- að unglingsárunum fyrir tónlist- ina og missti svolítið af skólavin- konunum þó að þær séu góðar vin- konur mínar í dag. Ég hef heldur aldrei drukkið og líður ekkert sér- staklega vel á skemmtistöðum. En þetta er eins og með allt annað, ég fékk í staðinn eitthvað sem kannski ekki allir fá,“ segir hún og bætir við að stundum hafi verið erfitt að vera undir sífelldu álagi og gagnrýni sem ekki sé alltaf hollt fyrir unga einstaklinga. „Ég hugsa samt að ég hafi komið vel út úr þessu öllu saman enda var vel hugsað um mig og ég hvött áfram. Stundum var þó erfitt að taka því þegar eitthvað gekk ekki upp sem ég var búin að gera mér væntingar um en maður lærir af erfiðleikum og mistökum.“ Á sér leynistað Þegar Jóhanna var um átta ára aldurinn kom upp sá grunur að hún gæti verið haldin liðagigt. Hún hafði alltaf verið hraust og sjaldan með flensu eða pestir en samt var hún oft með óútskýrðan sársauka sem ekkert virtist vinna á. „Ég grét mikið sem krakki og virtist ekkert vera hægt að gera fyrir mig. Ég var ekki greind með liðagigt fyrr en um átta ára aldur- inn en það er talið að gigtin hafi fylgt mér mun lengur, vanalega eldist svona af börnum en ekki hjá mér. Í dag er ég blessunarlega á lyfjum við þessu og næ því að halda þessu að mestu niðri,“ segir Jóhanna og bætir við að streita og álag ýfi upp einkennin auk slæms mataræðis. „Ég reyni þó að hreyfa mig sem mest en get ekki lyft þungum lóðum. Röskir göngutúr- ar úti í náttúrunni með hundinn minn gera mest fyrir mig. Ég kem oft við á leynistað sem ég á og þar finn ég mína heilun og safna kröft- um.“ Ásamt því að vera með liða- gigt er hún einnig haldin sjálfsof- næmissjúkdómi sem talinn er vera tilkominn vegna gigtarinnar. Of- næmið kemur fram í lithimnu- bólgu í auga og varð hún þess fyrst vör þegar hún var í söngnámi í Danmörku árið 2008. Um tíma missti hún sjónina vegna bólgu og óvíst þótti á þeim tíma hvort hún kæmi aftur. Bólgan hjaðnaði þó blessunarlega með tímanum og Jó- hanna hélt sjóninni. Hún hefur þó verið viðkvæm síðan þá. Endurkoman í sviðsljósið Það mætti kannski segja að sigur- för Jóhönnu í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva árið 2009 hafi verið hennar endurkoma í sviðsljósið. Hún hafði nýlokið sýn- ingu um Madonnu á Broadway þar sem hún lék poppdrottninguna sjálfa ásamt því að platan hennar Butterflies and Elvis var nýkom- in út. „Ég fékk tölvupóst frá Ósk- ari Páli Sveinssyni, þar sem hann bauð mér að syngja lag eftir sig í undankeppni Söngvakeppni Sjón- varpsins. Mér leist nú svo sem ekkert á blikuna enda fannst mér Eurovision alltaf eitthvað hálf- glatað. Ég hafði þó ekkert betra að gera og ákvað að slá til en einung- is með þeim fyrirvara að ég mætti setja mín áhrif á lagið, slauf- urnar og háu kaflana,“ segir Jó-

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.