Fréttablaðið - 12.12.2014, Page 58

Fréttablaðið - 12.12.2014, Page 58
Lífi ð StyleScrapbook stylescrapbook.com/ Andy er fædd og uppalin í Mexíkó en flutti tiI Amsterdam fyrir átta árum. Þar hófst ferill hennar í tískubransan- um en hún hefur starfað víða í þeim bransa. Hún byrjaði svo með tísku- bloggið sitt StyleScrapbook fyrir rúmum sjö árum og þá fyrst fór bolt- inn að rúlla. Hún byrjaði upprunalega að blogga vegna þess að hana lang- aði að deila draumum sínum, mark- miðum og sögu með öðrum en grun- aði ekki að það hefði þau áhrif sem það svo hafði á líf hennar og starf. Hún hefur fengið ótal frábær tækifæri í gegnum bloggið sitt og hefur það notið mikilla vinsælda þessi sjö ár. Meðal þeirra starfa sem Andy hefur sinnt eru ritsjórnarstaða hjá hollenska GLAM OUR, stjórnað vinsælum sjón- varpsþætti í Suður-Ameríku, fengið að taka þátt í ýmsum spennandi hönnun- arverkefnum fyrir þekkt tískumerki auk þess að hafa fengið fjölda verðlauna fyrir bloggið frá aðilum eins og ELLE, Polyvore og Bloglovin. BLOGGARINN FÉKK ÖLL SÍN TÆKIFÆRI Í GEGNUM BLOGGIÐ David Frenkel er hugmyndasmið- ur @gkstories á Instagram en hann og kærasta hans halda úti sænska blogginu Green Kitchen Stories. Fallegar myndir af girnilegum og orkuríkum grænmetisréttum, marg- ar uppskriftirnar eru vegan og flest- ar þeirra glúteinfríar. Green Kitchen Stories @gkstories Sabrina Meijer stofnaði heimasíð- una afterDRK í þeim tilgangi að höfða til alls tískuáhugafólks, þá sérstaklega þeirra sem hafa smekk fyrir einfaldleika. Susan Bolten og Nicole Huisman halda úti síðunni með henni og hafa þær allar sitt til málanna að leggja þegar kemur að tísku og stíl. Þær stofnuðu svo Pinterest-síðu í kjölfarið sem er bæði falleg og stílhrein og tilvalin fyrir alla tískuunnendur. afterDRK pinterest.com/afterdrk/ Skemmtileg Twitter-síða sem býður meðal annars upp á daglegar upp- lífgandi tilvitnanir sem minna okkur á að taka lífinu með ró og anda djúpt í dagsins önn. Á síðunni er bókstaflega allt að finna fyrir jóga- áhugafólk. Þar eru ráð, tillögur að góðum bókum, tæki og tól og mik- ill fróðleikur um allt sem viðkem- ur jóga. Daily Cup of Yoga twitter.com/dailycupofyoga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.