Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 70

Fréttablaðið - 12.12.2014, Side 70
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 40 „Ég var í rauninni alveg hætt- ur að leika í sýningunni en nú fékk ég tækifæri til að rifja upp kynnin við Stein gamla á nýjan leik,“ segir Felix Bergsson sem á sunnudaginn stígur á svið í verki sínu Ævintýrinu um Augastein í Tjarnarbíói. „Ég er búinn að leika eina sýningu núna á aðventunni og það var bara mjög gaman.“ Ævintýrið um Augastein var upphaflega samið á ensku og frumsýnt í Drill Hall leikhús- inu í London 2002, en ári síðar var verkið frumflutt í íslenskri útgáfu í Tjarnarbíói. Þá kom ævintýrið einnig út á bók, sem notið hefur mikilla vinsælda æ síðan. Fyrir tveimur árum rétti Felix Bergsson keflið til Orra Hugins Ágústssonar, en Felix hafði þá leikið sýninguna fyrir tíu jól. Orri lék 2012 og 2013, en nú er Orri svo upptekinn við að leika í Línu Langsokk í Borgar- leikhúsinu að Felix þarf að hlaupa undir bagga, var hann ekkert far- inn að ryðga í rullunni? „Tja, svo- lítið, en það var fljótt að koma til baka.“ Og þú ert ekkert orð- inn leiður á þessu verki eftir öll þessi ár? „Alls ekki, við höldum áfram mörg ár í viðbót,“ segir Felix. „Ég hitti í flugi um dag- inn flugfreyju sem var að koma á sýninguna með börnin sín ellefta árið í röð og þá þyrmdi yfir mig að við getum aldrei hætt þessu. Það er óskaplega gleðilegt að fólk sé farið að líta á ferð á Ævintýr- ið um Augastein sem ómissandi hluta af jólaundirbúningum.“ Felix stígur á svið í Tjarnar- bíói á sunnudaginn, 13. desember, klukkan 14 og það verður síðasta sýningin fyrri þessi jól. - fsb. Getum ekki hætt með Augastein Felix Bergsson leikur einleik sinn Ævintýrið um Augastein í Tjarnarbíói á sunnudaginn. Það verður síðasta sýning á verkinu vinsæla fyrir þessi jól. ÆVINTÝRIÐ UM AUGASTEIN Felix hefur leikið í sýningunni síðan 2002 með tveggja ára hléi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég hitti í flugi um daginn flugfreyju sem var að koma á sýninguna með börnin sín ellefta árið í röð og þá þyrmdi því yfir mig að við getum aldrei hætt þessu. Þau Hlín Pétursdóttir Behrens sópran, Hólmfríður Jóhannes- dóttir, messósópran og Jón Sig- urðsson píanóleikari flytja sína eftirlætistónlist sem tengist jólum og aðventu í Dómkirkj- unni á sunnudaginn. Á dagskránni eru bæði gamal- kunnug og minna þekkt íslensk jólalög. Meðal þeirra eru söngv- ar eftir Þórunni Guðmundsdótt- ur sem sýnir jafnan tilveruna í nýju ljósi, jafnvel spaugilegu, það á meðal annars við um jóla- undirbúninginn og jólasiðina. Einnig hljómar tónlist eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Jón Hlöðver Ásgeirsson, Ingibjörgu Þorbergs og Gunnar Þórðarson. Af erlendum tónskáldum sem koma við sögu má nefna Benja- min Britten og Max Reger. „Eftirvænting eftir komu jólanna er eitthvað sem fæst okkar vaxa upp úr,“ segir Hlín og heldur áfram á heimspeki- legum nótum. „Þegar tilhlökk- unin nær hámarki birtast okkur ljóslifandi minningar um jóla- anda liðinna tíma sem fylla hug og hjarta. Þetta eigum við ekki síst jólalögunum að þakka sem mynda ramma utan um hefðirn- ar sem tengja okkur um leið við fortíðina.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Aðgangseyrir er kr. 2.000 og 1.500 fyrir öryrkja og eldri borgara. gun@frettabladid.is Jólaandi liðinna tíma Aðventutónleikar verða í Dómkirkjunni á sunnudag. TRÍÓ Hlín, Hólmfríður og Jón hafa unnið saman rúm í þrjú ár og víða komið fram.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.