Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2014, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 27.12.2014, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 27. desember 2014 | FRÉTTIR | 13 E N N E M M / S ÍA / N M 6 75 70 OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi Laugardagur 27. desember 11.00 - 18.00 Reykjanesbær og Selfoss 11.00 - 16.00 Sunnudagur 28. desember Lokað Mánudagur 29. desember 11.00 - 18.00 Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00 Þriðjudagur 30. desember 11.00 - 20.00 Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00 Miðvikudagur 31. desember 10.00 - 14.00 Fimmtudagur 1. janúar – nýársdagur Lokað Föstudagur 2. janúar 11.00 - 19.00 Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00 Laugardagur 3. janúar 11.00 - 18.00 Reykjanesbær og Selfoss 11.00 - 16.00 Sunnudagur 4. janúar Lokað Mánudagur 5. janúar Talning Sjá nánar um opnun einstakra búða á vinbudin.is Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is NEW YORK Fjölskylda, vinir og samstarfsfélagar úr lögreglunni í New York komu saman í gær til þess að minnast annars af tveimur lögreglumönnum sem féll fyrir hendi byssumanns í Brooklyn í síðustu viku. Hinn fer- tugi Rafael Ramos var lagður til hinstu hvílu. Hann var kvænt- ur, faðir tveggja drengja. Fjöldi fólks var viðstaddur athöfnina. Ramos og samstarfsmaður hans í lögreglunni voru skotnir til bana. Byssumaðurinn hafði áður hótað því að skjóta lögreglumenn. Bar- ack Obama, forseti Bandaríkj- anna, hefur fordæmt ódæðið. - jhh Var tveggja barna faðir: Lögreglumanni fylgt til grafar HARMI SLEGNIR ÍBÚAR Almenningi í New York er brugðið vegna lögreglu- morðanna. NORDICPHOTOS/AFP ÍRLAND Dómari í yfirrétti í Dublin hefur dæmt að það megi slökkva á öndunarvél sem heldur heiladauðri óléttri átján ára gamalli stúlku á lífi. Fjölskylda konunnar vildi að vélin yrði tekin úr sambandi. Læknar höfðu ekki viljað verða við óskum um að slökkva á vélinni vegna þess að þeir voru óvissir um lagalega stöðu hins ófædda barns. Konan var úrskurðuð heiladauð þann 3. desember síðastliðinn. Það var niðurstaða dómstólsins að litlar líkur væru á því að barnið myndi fæðast á lífi. - jhh Ólétt kona fær að deyja: Slökkt verður á öndunarvél BANDARÍKIN Fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, George Bush eldri, varði jólunum á spítala í Houston í Texas eftir að hann hafði kom- ist í andnauð. Talsmaður Bush segir þó að hann hafi átt „frábær- an dag“ og að hann væri „í góðu stuði“. Á spítalanum fékk Bush heim- sókn frá eiginkonu sinni, Barböru, og fleiri fjölskyldumeðlimum. Jean Becker, sem var herráðs- foringi undir stjórn Bush á sínum tíma, segir að Bush ætti að vera orðinn hraustur eftir nokkra daga. - þij Bush átti erfitt með öndun: Bush eldri á spítala um jólin TRÚMÁL Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að draga verði úr þjónustu kirkjunnar á næsta ári útaf niður- skurði. Margar kirkjur liggi ennfremur undir skemmdum þar sem ekki fæst fjármagn til að standa undir viðhaldi. Sóknargjöld voru skorin niður um 25 prósent á árunum eftir hrun og hefur kirkjan kallað eftir því að þessi niðurskurður verði leiðréttur. Í skýrslu sem sérstakur starfshópur um fjár- mál kirkjunnar skilaði til innanríkisráðherra í ágústmánuði síðastliðnum kemur fram að nauðsynlegt sé að hækka sóknar- gjöld um rúmar 600 milljónir. Í fjárlögum næsta árs er hins vegar gert ráð fyrir að sóknargjöld hækki um 100 milljónir. Í bréfi sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sendi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í lok síðasta mánaðar og fréttastofa RÚV birti á aðfangadag er niðurskurð- urinn sagður vera óréttmætur og fullyrt að sóknir landsins muni ekki geta staðið af sér enn eitt ár niðurskurðar. Biskup segir að nú þegar sé komið að þolmörkum. „Það hefur verið skorið niður til viðhalds í kirkjunum og kirkjurn- ar eru okkar menningarverðmæti og við þurfum að huga að þeim. Eins hefur verið skorið niður í starfinu vegna þess að söfnuðirnir, sóknirnar borga ekki laun prestanna heldur ann- arra starfsmanna. Organistans, æskulýðsfulltrúans, kirkju- varðarins og svo framvegis. Þar hefur verið skorið niður eins og hægt er og nú er komið að þolmörkum. Það er ekki hægt að skera meira niður og hvaða skilaboð erum við að senda út í þjóðfélagið þegar við erum að skera niður barna- og æskulýðsstarf?“ spyr biskup. - hks Sérstakur starfshópur um fjármál kirkjunnar telur að nauðsynlegt sé að hækka sóknargjöld um rúmar 600 milljónir króna: Biskup segir að draga verði úr þjónustu kirkjunnar VILL MEIRI PENING Biskup Íslands segir að kirkjan geti ekki staðið af sér meiri niðurskurð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SLAPPUR George Bush eldri ásamt eig- inkonu sinni, Barböru, árið 2012. MYND/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.