Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 23

Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 23
LAUGARDAGUR 27. desember 2014 | HELGIN | 23 FLÓKIN SAM- SKIPTI. Elma Stefanía, Vigdís Hrefna og Atli Rafn sem Ásta Sóllilja, Rósa og Bjartur. Ásta Sóllilja kveikir upp í maskín- unni, Hallbera raular lagstúf fyrir munni sér. Ásta Sóllilja: Ég vakna áður en dagurinn rís yfir blóðið. Það er kalt. Ég bít saman tönnunum. Kveiki upp í maskínunni. Hendur mínar… stúlkuhendur… með grófu bláleitu hörundi. Ég er orðin stór stúlka. Ég kveiki eldinn. Baðstofan fyllist af reyk. Engin leið til baka. Óskastundin. Unaður margfaldaður með flæðandi kvöl. Þúsund marg- faldað með miljón. Eins og ég hafi verið skorin með beittum hníf, sundurslitin og marin. Slátrað. Líkaminn eins og blóð- runnið sundurhlutað kjöt. Aldrei, aldrei. Hversvegna lét ég hann… Hversvegna hallaði ég mér upp að honum þegar hann slökkti ljósið? Bjartur kemur inn. Hlustar á Ástu í þögn. Bræður mínir eru ekki bræður mínir lengur, ég er ekki systir þeirra. Þeir geta ekki skilið það sem kom fyrir mig. Enginn. Ég stend ein utan við allan heim og skyldleika. Þannig mun ég deyja. Pabbi… Hversvegna þurfti endilega að leynast með mér líf undir kviðnum á tíkinni. Hvers- vegna tókstu hana ekki með þér í eftirleitina? Bjartur fer. Ég hélt það væri gleðin sjálf, þegar hann… Ég gleymdi þér pabbi, gleymdi öllu, ég reyndi að komast burt en ég gat það ekki. Komst ekki. Burt. Burt. Maður kemst ekki burt, það er lífið. ➜ Sektarkennd Ástu Sóllilju SEKTARKENND Elma Stefanía í hlutverki Ástu Sóllilju. MYND: EDDI SJÁLFSTÆTT FÓLK EFTIR HALLDÓR LAXNESS ER JÓLASÝNING ÞJÓÐLEIKHÚSSINS 2014

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.