Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 26
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26
FYLGST MEÐ STRÍÐI YFIR LANDAMÆRIN Kúrdar í Tyrklandi hafa horft áhrifalausir upp á vígasveitir
Íslamska ríkisins herja á kúrdabæinn Kobane, rétt handan landamæranna í Sýrlandi. Tyrknesk stjórnvöld
leyfðu á endanum peshmarga-hersveitum kúrda frá Írak að fara yfir landamærin til að berjast gegn víga-
sveitunum.
ÁTÖK Í ÚKRAÍNU Borgarastyrjöldinni í Úkraínu er enn ekki lokið, en ólgan þar í landi hófst síðasta vetur á
Maidantorginu í Kænugarði eftir að Viktor Janúkovitsj, þáverandi forseti, hætti við að staðfesta samstarfs-
samning við Evrópusambandið. Hörð átök geisuðu mánuðum saman á torginu, og þar mátti í ágúst sjá
þennan prest veifa barefli vígalegur á svip.
LEITAÐ AÐ LÍKAMSLEIFUM Í ÚKRAÍNU Björgunarstarfsmenn í Úkraínu leita að líkamsleifum á svæði í austurhluta landsins þar sem malasíska farþegaflugvélin MH17 hrapaði, skammt frá þorpinu Hrabove í
Donetsk-héraði. Vélin var á leiðinni frá Hollandi til Malasíu þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu þann 17. júlí. Um borð voru 298 manns, flestir Hollendingar og Ástralíumenn, og fórust allir. NORDICPHOTOS/AFP
FLÓTTAMANNABÚÐIR Í TYRKLANDI Vígasveitir samtakanna, sem nefna sig Íslamska ríkið, hafa á árinu
herjað grimmt á byggðir kúrda í norðanverðu Sýrlandi og Írak. Meira en 200 þúsund kúrdar hafa flúið
yfir landamærin til Tyrklands, og hafast margir við í þessum flóttamannabúðum í tyrkneska landamæra-
bænum Suruc.
SPRENGJA SPRINGUR Í GASABORG Ísraelar hófu loftárásir á Gasa þann 8. júlí í sumar. Árásirnar stóðu
yfir linnulaust í fimmtíu daga og kostuðu meira en 2000 Palestínumenn lífið. Allt að 70 prósent þeirra
voru almennir borgarar, margir á barnsaldri. Ísraelar misstu 66 hermenn og sex almenna borgara.