Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 27.12.2014, Qupperneq 34
 | 6 27. desember 2014 | miðvikudagur Viðskiptamaður ársins Einungis einu sinni áður í sögu blaðsins hefur komið fyrir að sami maður væri maður ársins og á bak við bestu viðskiptin, en sú varð raunin 2009 þegar skrán- ing Össurar, þar sem Jón Sigurðsson er forstjóri, í dönsku kauphöll- ina var talin bestu viðskiptin og Jón og Hilmar Veigar Pétursson hjá CCP deildu toppsætinu í valinu á manni ársins. SAGAN ENDURTEKUR SIG „Mér fannst nú frekar merkilegt að niðurstaðan yrði þessi,“ segir Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri upplýsinga- tæknifyrirtækisins Datamark- et, sem dómnefnd Markaðarins valdi viðskiptamann ársins. Þá var salan á Datamarket til Qlik í Bandaríkjunum einnig valin viðskipti ársins (líkt og fjallað er um á síðu 2 í blaðinu). „En það er gaman að því að þessi geiri fái athygli.“ Hjálmar leggur áherslu á að hann hafi verið afar heppinn þegar kom að því að draga með sér fólk að verkefninu. „Bæði fólkið sem ég fékk til að vinna með mér í Datamarket og að við náðum að byggja upp mjög sterkt teymi þótt það hafi verið lítið.“ Starfsmenn segir hann aldrei hafa verið fleiri en fimm- tán talsins og fyrirtækið hafi verið nálægt þeirri stærð í rúmt ár. „En ég leyfi mér að fullyrða að við framleiðum á við þrjátíu manna fyrirtæki bara vegna þess hve við höfum náð saman góðu fólki og góðum takti í það sem við erum að gera.“ Hjálm- ar, sem lagði upp með verk- efnið 2008, segir kjarnahópinn sem kom að Datamarket 2009 og 2010 og hafi verið allan tím- ann, vera fólk af því tagi sem öðrum finnist gaman að vinna með vegna þess að læra megi af því. „Það hefur hjálpað til við að stækka hópinn og fá fleiri sterka og góða einstaklinga að þessu.“ STERKA MÁLSVARA VANTAR Þá segir Hjálmar fjárfestana og stjórnina sem fyrirtækið hafi fengið ekki síður skipta máli. „Ég hef margoft sagt að okkar verðmætasti fjárfestir sé Hilmar Gunnarsson sem var sá sem átti frumkvæðið að fyrstu fjármögnuninni sem við feng- um utan frá og hefur á nokkrum tímapunktum komið mjög sterkt með okkur inn í ferlið, bæði varðandi fyrstu skrefin út fyrir landsteinana og í sölumálum og svo með því að aðstoða okkur og vera okkur innan handar þegar kom að sjálfri sölunni og viðræðunum við Qlik.“ Stjórn fyrirtækisins segir Hjálmar að hafi verið mjög virk og hjálpað hafi til að þar komi að fólk með fjölbreyttan bakgrunn og mikla reynslu. „Allt er þetta fólk sem farið hefur í gegnum að byggja upp og selja fyrirtæki.“ Velgengni, uppbyggingu og sölu Datamarket segir Hjálm- ar því langt í frá að vera eins manns verk. „Hópurinn allur er að baki og forréttindi að fá að vinna bæði með fólkinu sem var með í að byggja upp fyrirtæk- ið innan frá og líka þeim sem komu að því að utan.“ Þótt vissulega séu allir geir- ar að meira eða minna leyti að breytast í þekkingariðnað, þá segir Hjálmar ljóst að við- skiptaumhverfið hér henti geir- unum misjafnlega. „Áherslurn- ar eru ólíkar. Lengi vel var það þannig að sjávarútvegurinn réð það miklu að gengisfelling- ar voru gerðar handvirkt þegar illa gekk og með því var bein- línis verið að lækka laun lands- manna, með því að fella gengið.“ Gjaldeyrishöftin töfðu söluferli Datamarket um fjóra mánuði Qlik, sem nýverið festi kaup á Datamarket, hyggur á umtalsverða fjárfestingu og eflingu starfsemi Datamarket hér á landi. Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket og framkvæmdastjóri, stýrir samþættingu hugbúnaðar fyrirtækjanna sem fyrir dyrum stendur. Á fyrstu vikum nýja ársins verður fleira fólk ráðið til fyrirtækisins. FLÓKNUM SAMNINGUM LOKIÐ Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri og stofnandi Datamarket, segir grunnhugmyndina að baki fyrirtækinu, að setja fram með stöðluðum hætti gögn úr ólíkum áttum, aldrei hafa breyst. Í þrígang hafi hins vegar breyst hverjum ætti að selja afurðina. Fyrst var ætlunin að beina sjónum að smærri notendum, svo markaðs- og rannsóknafyrirtækjum, og síðan fólki innan fyrirtækja sem vinnur með gögn. „Síðan smellur þetta allt með Qlik,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hjálmar Gíslason segir að þótt oft sé talað um Ísland sem heppileg- an tilraunamarkað vegna smæðar landsins þá fylgi því bæði kostir og gallar. „Hér er fljótlegt að koma hlutum í dreifingu, sjá hvernig þeir ganga og þar fram eftir götunum,“ segir hann en bendir um leið á að ókostur sé hversu óvenjulegur íslenski markaðurinn er vegna þess hvað hann er lítill. „Hér eru alltaf einhver tengsl til staðar. Þokkalega tengt fólk getur komist á fund með framkvæmdastjóra hvaða fyrirtækis sem er á Íslandi með tiltölulega stuttum fyrirvara. Þannig virkar þetta ekki annars staðar.“ Hér vanti því ákveðinn skilning á mikilvægi sölumennsku sem atvinnugreinar. „Eftir því sem ég hef meira lært um sölu- og markaðsmál hefur virðing mín aukist fyrir því fólki sem stundar þau störf.“ Aðra hættu við smáan markað segir Hjálmar svo að á honum hætti fólki til að fara út með of breiðar lausnir. „Það eitt að vera hér með tvo kúnna kallar á tiltölu- lega fjölbreytta lausn,“ segir hann. Hér dytti engum í hug að byggja fyrirtæki á því að búa til hugbúnað sem gagnaðist Hörpu einni, enda kaupandinn bara einn. En á þúsund sinnum stærri markaði, eins og í Bandaríkjunum, þar sem þá má gera ráð fyrir þúsund Hörpum, sé það fullkomlega raunhæft. „Þá er maður kominn með hillu sem sennilega er þokkalega stór.“ SÉRSTAÐA ÍSLANDS HJÁLPAR EKKI ALLTAF TILVIÐTAL Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Hjálmar Gíslason FRUMKVÖÐULL í umsögn eins dómnefndarmanns Markaðarins er Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket, sagður „nörd af guðs náð” sem náð hafi að byggja hér upp fyrir- tæki með sérstöðu á alþjóðavettvangi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.