Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 36

Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 36
FÓLK| ÁNÆGÐ Erna Hauksdóttir er virkilega sátt við þá ákvörðun sína að hætta sem talsmaður ferða- þjónustunnar og fara í háskólanám. „Maður þarf að finna sér eitt- hvað áhugavert að gera við starfslok,“ segir hún. MYND/ERNIR einnig gott fyrir samtökin að fá nýja ásýnd. Þetta var því hárrétt ákvörðun. Mér þótti engu að síður alltaf gaman í vinnunni. Svo kemur að þeim tíma- punkti að breytinga er þörf. Mig langaði allt í einu að fara að gera eitthvað allt annað.“ LÚXUSVANDAMÁL Erna segist hafa fylgst með umræðunni um ferða- þjónustuna þótt hún hafi sagt skilið við hana. „Stundum hugsa ég bara um það sem ég er að gera þá stundina og nenni þá ekki að lesa blöðin. Það er mikill lúxus fyrir mig að geta sleppt því. Það er sömuleiðis mikill lúxus að þurfa ekki að hafa skoðanir á öllum hlutum. Nú get ég haft þá skoðun sem mér sýnist,“ segir Erna og hlær en óneitanlega fylgdi töluvert fjölmiðlakarp starfi hennar hjá ferða- þjónustunni. „Ég er að langflestu leyti ánægð með þróunina í ferðamálum á Íslandi. Sérstaklega er ég ánægð með það verkefni sem við lögðum mikla áherslu á síð- ustu árin áður en ég hætti. Það var að auka ferða- þjónustuna yfir vetrartímann. Ég er þess vegna voða glöð og stolt þegar ég sé að 31% aukning hafi orðið á komu ferðamanna í nóvember. Áður fyrr fór allur sumarágóðinn í að reyna að halda fyrirtækj- unum opnum yfir veturinn. Þessi mikla aukning á veturna er mikið gleðiefni.“ GJALD INN Í LANDIÐ „Það sem mér finnst ekki hafa gengið nægilega vel er uppbygging helstu ferðamannastaða og verndun þeirra. Við höfum rætt þetta vandamál í mörg ár en voðalega lítið hefur breyst til batnaðar. Það hefði átt að setja þetta mál í einhvern farveg fyrir löngu. Ferðaþjónustan skilar miklu í þjóðarbúið og þessir hlutir eiga að vera í lagi. Við vorum búin að ræða lausnir fram og til baka, þar á meðal náttúrupassa, en engin leið virðist góð. Það vill engin ein atvinnu- grein í ferðaþjónustu taka að sér að innheimta skatt. Hvorki hótel né flugfélög. Það er ósköp eðlilegt að enginn vilji hækka hjá sér verð til að inn- heimta skatt. Ég hef þó alltaf talið bestu lausnina að selja inn í landið. Það virðist vera erfitt að koma því á vegna ESB en við ættum að taka þann slag engu að síður. Einfalt er að framkvæma gjaldtöku á þann hátt og mikilvægt að gjaldið sé lágt. Þetta mál er eitthvert það flóknasta sem við höfum haft á borðinu og engin einföld leið sjáanleg.“ AMMAN OG MATARBOÐIN Erna á sjö barnabörn og hefur mikla ánægju af því að stússast með þeim. „Þau koma mikið hingað til okkar,“ segir Erna en hún er gift Júlíusi Hafstein, sendiherra og fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. „Ég er hefðbundin þegar kemur að jólahaldi. Það hafa verið rjúpur á borðum á að- fangadag frá því ég man eftir mér og svo var einnig núna. Við erum svo heppin að hafa veiðimenn í fjöl- skyldunni. Við breyttum fyrirkomulaginu hjá okkur fyrir þremur árum þegar börnin okkar kusu að vera á sínu heimili á aðfangadag. Við hjónin borðum heima en förum síðan í heimsóknir til barnanna eftir matinn og skiptumst á gjöfum. Tengdafor- eldrar mínir gerðu þetta líka á sínum tíma og mér fannst það alltaf sniðugt. Þá fær maður að upplifa jólin með börnum sínum og barnabörnum. Á jóladagskvöld er ég alltaf með tuttugu manns í mat, fjölskyldu Júlíusar og börnin okkar. Þá býð ég upp á kalkúnabringur. Á gamlárskvöld koma bræður mínir til okkar og við eldum saman. Við erum ekki búin að ákveða hvað verður í matinn núna,“ segir Erna. „Við tökum garðhúsgögnin inn í stofu og þá geta allir setið til borðs. Það er óskap- lega skemmtileg stemning. Í mínum huga snúast jólin um samveru fjölskyldunnar. Ég kem úr stórri fjölskyldu og vil hafa marga í mat,“ segir Erna enn fremur en hún hefur gaman af matseld og er frábær kokkur. „Börnin mín og barnabörn koma oft til okkar í mat.“ GAMAN AÐ FERÐAST Þegar Erna er spurð hvað sé henni minnisstæðast frá árinu sem er að líða, svarar hún: „Ætli það sé ekki þegar sjöunda barnabarnið kom í heiminn. Það eru alltaf mikil gleðitíðindi. Svo er auðvitað æðislegt að vera kominn aftur í háskóla. Það er gaman að sjá allar þessar rafrænu breytingar sem orðið hafa í skólastarfinu. Ég hef líka ferðast mikið á árinu sem hefur í alla staði verið frábært. Okkur finnst gaman að ferðast, sérstaklega til Spánar, Frakklands og Ítalíu. Í haust fórum við í lítið sveitaþorp á Spáni þar sem bróðir minn hélt upp á sextugsafmæli sitt. Það var virkilega ánægjulegt. Ég tel að það sé afar mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni þegar maður hættir að vinna og gera eitt- hvað skemmtilegt,“ segir hún. „Einn af hápunktum ársins var þegar bókin „Það er kominn gestur“ kom út á vegum SAF í nóvember. Þetta er saga ferðaþjónustunnar, mjög flott bók sem ég fékk að fylgja fram að útgáfunni en okkur hefur lengi langað til að leggja í slíkt verk. Á næsta ári vonast ég til þess að við getum haldið verðbólg- unni í skefjum, að það verði þokkalegur vöxtur í þjóðfélaginu og lítið atvinnuleysi. Sjálf hef ég bara væntingar um áframhaldandi skemmtilegt líf á næsta ári með fjölskyldu og vinum.“ ■ elin@365.is FLÓKIN STAÐA „Það er ósköp eðlilegt að eng- inn vilji hækka hjá sér verð til að innheimta skatt. Ég hef þó allt- af talið bestu lausnina að selja inn í landið. Það virðist vera erf- itt að koma því á vegna ESB en við ættum að taka þann slag engu að síður.“ One week flat Minnkar Þembu og losar vind úr meltingunni á viku! Meltingin er nánast fullkomin eftir að ég fór að nota OptiBac Probiotics gerlana og ég get ekki hugsað mér að vera án þeirra Marta Eiríksdóttir jógakennari“ ” @OptiBac www.facebook.com/optibaciceland RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.