Fréttablaðið - 27.12.2014, Síða 40

Fréttablaðið - 27.12.2014, Síða 40
FÓLK| HELGIN Skrautlegir búningar og létt andrúmsloft ein-kenna alltaf Gamlárshlaup ÍR sem haldið verður 39. árið í röð á gamlársdag. Hlaupið er meðal stærstu hlaupaviðburða ársins og fastur liður í keppnishaldi margra hlaupara og hlaupa- hópa auk þess sem það setur skemmtilegan svip á miðborg Reykjavíkur þennan síðasta dag ársins. Stór hluti keppenda klæðist skrautlegum búningum og ólíkt flestum öðrum hlaupum ársins mæta flestir með það markmið í huga að skemmta sér og eiga góðan dag með hlaupafélögum og fjölskyldumeð- limum. Meðal þátttakenda í ár er Halldóra Hálfdánar- dóttir sem hlaupið hefur með skokkhópi Vals síðan árið 2009. Hún tók fyrst þátt árið 2007 en vissi þá ekki af búningahefðinni. „Í fyrsta Gamlárshlaupi mínu eftir að ég byrjaði í skokkhópi Vals var ég ekki í búningi og gekk ekkert sérstaklega vel. Ég sá því strax að það borgaði sig bara að hlaupa í einum slíkum. Það er mikil hefð fyrir því í skokkhópnum mínum að hlaupa í búningi á þessum degi enda höf- um við það mottó að ef maður mætir ekki í búningi, verður maður að ná persónulegu meti. Valsskokk- arar eru því mjög duglegir að mæta skrautlega klæddir enda ekki algengt að ná persónulegu meti á þessum tíma árs. Ég hef endalaust gaman af því að láta eins og vitleysingur og þá er mjög heppilegt að geta klætt sig í búning og látið allt flakka!“ Ekki er laust við að mörg eftirminnileg atvik eigi sér stað þegar skrautlega klæddir hlauparar safn- ast saman með þessum hætti. „Eitt árið fór ég alein í matvörubúð í trúðabúningi. Þar vakti ég eðlilega mikla athygli yngstu kynslóðarinnar sem bjóst eflaust við því að ég myndi taka nokkur trix sem ég er reyndar alveg ófær um! Sama ár hljóp ég með Gísla hlaupavini mínum í Valshópnum klædd trúða- búningi en hann í jólasveinabúningi og gúmmístíg- vélum. Við vöktum mikla athygli og sérstaklega þegar fólk sá fótabúnaðinn hjá Gísla.“ Hún segir nær alla meðlimi skokkhópsins mæta árlega í hlaupið og engar afsakanir séu teknar gild- ar, kannski helst þá að viðkomandi þurfi að mæta í eigin jarðarför. „Við erum alltaf mjög forvitin að sjá búningana hjá hvert öðru og leggjum oftast mikinn metnað í þá. Eftir hlaupið skálum við svo í fjalla- kakói og er það góð stund til að kveðja árið með góðum félögum.“ Gamlárshlaupið verður ræst við Hörpu kl. 12 og lýkur á sama stað. Forskráning í hlaupið fer fram á www.hlaup.is en henni lýkur á miðnætti 30. desember. Auk þess verður hægt að skrá sig í hlaupið á gamlársdag í Hörpu milli kl. 10 og 11.30. Allar nánari upplýsingar má finna á vef ÍR, www. ir.s, undir flipanum Frjálsar og á Facebook undir Gamlárshlaup ÍR. GAMAN AÐ LÁTA EINS OG VITLEYSINGUR SKEMMTILEGT HLAUP Meira fer fyrir skrautlegum búningum og léttri stemn- ingu en harðri keppni í Gamlárshlaupi ÍR sem nú er haldið 39. árið í röð. Margir hlauparar og hlaupahópar leggja mikinn metnað í búningana. BÓFAR Á FERÐ Lukku-Láki reynir að handsama Dalton-bræður. MYND/TORFI LEIFSSON, HLAUP.IS. KÓNGURINN MÆTTUR Sjálfur Elvis Presley hljóp í fyrra í Gamlárshlaupinu. MYND/ÖRVAR RUDOLFSSON ÓLÁTABELGIR Peyjarnir tveir úr Kettinum með höttinn voru kátir. MYND/TORFI LEIFSSON, HLAUP.IS. OFURHETJAN Halldóra í Superman búningi ásamt Hilmari, eiginmanni sínum, og dóttur þeirra, Diljá. MYND/ÚR EINKASAFNI Active Liver í lifrinni og styrkir starfsemi hennar „Finn mikinn mun á mér, eftir að ég byrjaði að nota Active Liver. Hef minni löngun í óhallan mat, Ég hef líka lést og er mjög ánægð með árangurinn“. -Kirsten Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.