Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 43

Fréttablaðið - 27.12.2014, Side 43
Sumarferðir sk ipulegg ja ferðir fyrir fjölskyldur sem vilja gæðaferðir á viðráð- anlegu verði,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, vörumerkj- astjóri Sumarferða. Rík áhersla er lögð á að þarfir fjölskyldufólks hjá Sumarferðum og eru áfangastað- ir Sumar ferða valdir með vilja og þarfir fjölskyldna að leiðarljósi. Af áfangastöðum Sumarferða má nefna Almería, Alicante ,Tenerife, Kanarí og Mallorca. „Við velj- um hótelin einnig af mikilli kost- gæfni. Það þarf að hafa í huga að umhverfið sé fallegt, herbergin rúmgóð og að börnin hafi nóg við að vera í hótelgarðinum, svo eitt- hvað sé nefnt.“ Ferðaskrifstofan býður nú, eftir nokkurra ára hlé, upp á ferðir til Mallorca í sumar. „Við einfald- lega spurðum fólkið okkar hvað það vildi og þetta var niðurstað- an,“ segir Kristbjörg og hefur margt gott að segja um þá sólríku eyju. „Mallorca er einn vinsæl- asti áfangastaður sólarlandafara í Evrópu og ekki að furða því eyjan býður upp á svo margt f leira en hótelgarða. Eyjan sólríka er rómuð fyrir náttúrufegurð, hvort sem fólk er að leita að fallegri fjallasýn eða tærum sjó við afviknar strend- ur. Mallorca státar einnig af fjöl- breyttri menningu, frá róman- tískri spænskri sveitamenningu til heimsborgara legrar borgar- menningar. Þá er gaman að aka um sveitirnar, sjá bændur að störf- um og drekka nýkreistan ávaxta- safa í forsælu á fjallstindi,“ lýsir Kristbjörg. Hótel sem skilja eftir góðar minningar Á Mallorca geta viðskiptavin- ir Sumarferða valið á milli fjölda vandaðra gististaða á þremur svæðum á norðausturhluta eyjar- innar; Alcudia, Playa de Muro og Can Picafort. „Þessi hluti eyjar- innar er algjör náttúruperla enda er svæðið gróið og fallegt. Norð- ur-Mallorca varð líka sérstak- lega fyrir valinu vegna þess hve strendurnar eru hreinar og fal- legar,“ segir Kristbjörg og bendir á að ströndin henti sérlega vel fyrir börn enda sé hún aðgrunn og sjór- inn hlýr. Í miðbæ Alcudia er boðið upp á fjölskylduhótel þar sem stutt er á veitingastaði og verslanir en í Playa de Muro og Can Picafort bjóða hótelin upp á sérhannaða og spennandi hótelgarða og ósvikna náttúruparadís. Allir þurfa eitthvað „Á Mallorca viljum við geta boðið fjölskyldum upp á afslappandi, þægilegar og eftirminnilegar upp- lifanir. Boðið er upp á dagsferðir til nálægra þorpa á borð við Poll enca og heimsóknir til höfuðborgar- innar Palma, sem þykir ein hrein- asta og fallegasta borgin við Mið- jarðarhafið og þar er einnig gott að versla. Þá mæli ég sérstaklega með að aka um eyjuna og kanna fagurt umhverfið,“ segir Kristbjörg. Fjölskyldustefna Sumarferða nær líka til f lugferðarinnar en boðið er upp á mjög barn- vænt, beint flug á góðum tíma, með léttri mál- tíð og af þrey- ingu um borð. „Mall- orca er málið f y r i r Ís lend- inga í sumar. Þar færðu allt í einum pakka, frábært veður, fal- legt og öruggt umhverfi sem og einstaka gestrisni eyjarskeggja,“ segir Kristbjörg og býður öllum að leita nánari upplýsinga á sumar- ferdir.is. FERÐIR LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Mallorca, miklu meira en sólarströnd Mallorca er sannkölluð fjölskylduperla í Miðjarðarhafinu. Sumarferðir bjóða aftur upp á ferðir til Mallorca og verða með vikulegt beint flug í allt sumar. Rík áhersla er lögð á að uppfylla þarfir fjölskyldufólks hjá Sumarferðum. Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir ● Frábær hótel ● Náttúrufegurð ● Menningu og sögu ● Æðislega strönd ● Skemmtigarða ● Öruggt umhverfi ● Barnaklúbba Mallorca Sumarferða er fyrir þá sem vilja: SOL DE ALCUDIA Alcudia Sol de Alcudia er gott þriggja stjörnu hótel um 500 metra frá ströndinni í Alcudia. Versl- anir og veitingastaðir eru í næsta nágrenni. Í sundlaug- argarðinum er góð sólbaðsað- staða með bekkjum, sólhlífum, sundlaugar bar, veitingastað, sundlaug og barnalaug. VIVA BLUE Playa de Muro Íbúðahótelið VIVA Blue er á frá- bærum stað, aðeins 200 metra frá Muro-ströndinni í Playa de Muro. Hvað afþreyingu varðar er af nógu að taka því hægt er að spila tennis, fótbolta, körfubolta og bandí/hokkí. Mallorca er einn vinsælasti áfangastaður sólarlandafara í Evrópu og ekki að furða því eyjan býður upp á svo margt fleira en sólarstrendur. Mallorca er málið fyrir Íslendinga í sumar. Þar færðu allt í einum pakka.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.