Fréttablaðið - 27.12.2014, Page 52
| ATVINNA |
Starfatorg.is
Laus störf hjá ríkinu og upplýsingar um málefni ríkisstarfsmanna
Starf Stofnun Staður Nr. á vef
Móttökuritari og skrifstofustörf Neytendastofa Reykjavík 201412/977
Sérfræðingur Embætti landlæknis Reykjavík 201412/976
Stuðningsfulltrúi Fjölbrautaskóli Snæfellinga Patreksfjörður 201412/975
Lögreglumenn Lögreglustjórinn á Vestfjörðum Patreksfj./Ísafj. 201412/974
Lögfræðingur Sýslumaðurinn á Vesturlandi Stykkishólmur 201412/973
www.tskoli.is
Aðstoðar-
skólameistari
óskast
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á tskoli.is/storf-i-bodi
Fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðar-
mál og sendast til Jóns B. Stefánssonar skólameistara á
jbs@tskoli.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2015.
Konur sem karlar eru hvött til að sækja um.
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, leitar að aðstoðarskólameistara.
Tækniskólinn starfrækir 11 undirskóla sem eru sjálfstæðir þegar kemur að skipulagi
náms og kennslu en rekur sameiginlega grunnþjónustu. Aðstoðarskólameistari er
staðgengill skólameistara og tekur virkan þátt í daglegum rekstri skólans, auk þess
að hafa umsjón með námsstjórn.
Hæfnikröfur eru meðal annars:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af skólastarfi
• Áhugi og þekking á atvinnulífinu
• Reynsla af teymisvinnu
• Áhugi á þróun skólastarfs
• Kraftur og frumkvæði
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Sterk tengsl í
íslensku atvinnulífi
www.hagvangur.is
15773 - Ríkiskaup f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins óska eftir
að taka á leigu skrifstofuhúsnæði fyrir hluta af Stofnun Árna
Magnússonar. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu til
5 ára, fullbúið til notkunar, án lausabúnaðar. Óskað er eftir
húsnæði í grennd við háskólasvæðið í Vatnsmýri. Þá þurfa
almenningssamgöngur og aðkoma að húsnæði að vera góðar
og næg bílastæði.
Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 620 fermetrar.
Húsnæðið skal vera hefðbundið skrifstofuhúsnæði.
Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að
uppfylla eru aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa
www.rikiskaup.is
Fyrirspurnir varðandi verkefni nr. 15773 skulu sendar á
netfangið www.utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á
vef Ríkiskaupa.
Fyrirspurnarfrestur rennur út þriðjudaginn 20. janúar, en svar-
frestur er til og með 23. janúar 2014.
Leigutilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105
Reykjavík, eigi síðar en kl. 12:00 þriðjudaginn 27. janúar 2015
merkt:
15773 – Leiga á húsnæði fyrir Stofnun Árna Magnússonar.
Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leigu-
verðs, stærð húss og skipulag þess út frá fyrirhugaðri starfsemi,
afhendingartíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum.
Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum
um opinber innkaup nr. 84/2007, sbr. 1. mgr. 6a. gr.
Gögn sem fylgja tilboði þurfa m.a. að innihalda eftirfarandi:
1. Afhendingartíma
2. Stærð húsnæðis og tillöguteikningar
3. Staðsetningu húsnæðis
4. Fjölda bílastæða sem tilheyra húsnæðinu
5. Leiguverð pr. fermeter og heildarleiguverð
6. Húsgjöld
ÓSKAST TIL LEIGU
Óskað er eftir að taka á leigu
fullbúið skrifstofuhúsnæði fyrir hluta
af Stofnun Árna Magnússonar
27. desember 2014 LAUGARDAGUR14