Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2014, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 27.12.2014, Qupperneq 58
 | 10 27. desember 2014 | miðvikudagur Uppbygging hlutabréfamarkaðarins er langtímaverkefni sem við helg- um okkur áfram í Kauphöllinni. Við stöndum þó á vissum tímamótum sem gætu ráðið úrslitum um hvort okkur tekst að skapa markaðnum það umhverfi sem er sambærilegt við það sem best gerist erlendis. Átta fyrirtæki hafa verið nýskráð á Aðalmarkað frá 2011 og geta fjár- festar í fl estum tilfellum unað vel við ávöxtun sína. Sjóvá var nýskráð á Aðalmarkaðinn í apríl í ár og HB Grandi fl uttist af First North yfi r á Aðalmarkaðinn í sama mánuði. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja hefur hækkað og nemur nú tæplega 700 milljörðum króna, eða um 37% af landsframleiðslu. Til samanburð- ar var markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja vorið 2009 rétt um 175 milljarðar króna. Félögum í Úrvals- vísitölu Kauphallarinnar var einnig fjölgað úr sex í átta 1. júlí síðastlið- inn í samræmi við fjölgun félaga á markaði. Krefst árvekni Aukin fjölbreytni þátttakenda á markaði er nauðsynleg. Ólík- ar skoðanir þurfa að fá að takast á til að mynda heilbrigðan mark- að. Lagasetning um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja yfi r ákveð- inni stærð var gott skref og konum í stjórnum skráðra fyrirtækja hefur fjölgað á árinu. Kauphöllin, VÍB og FKA stóðu í samstarfi að verkefninu Fjölbreytni á markaði, hvar víðtækt fræðslustarf sem miðaði að því að ná til breiðs hóps fólks var þunga- miðja. Við vildum líka vekja fólk til umhugsunar um málafl okkinn og auka sýnileika kvenna í viðskipta- lífi nu. Við höldum þessu samstarfi áfram á nýju ári. Gjaldeyrishöft setja verðbréfa- markaði alvarlegar skorður, þar sem smá og stór fyrirtæki geta ekki nýtt sér fjármagn sem þau afl a hérlendis til landvinninga erlendis. Stórkostleg hætta er á því að fyrir- tækin leiti úr landi, innlendir fjár- festar missi af tækifærum og efna- hagslífi ð hljóti skaða af. Við stóðum fyrir stefnumóti fjárfesta við ellefu nýsköpunarfyrirtæki í maí, sem sýndi greinilega þróttinn í nýsköp- un hérlendis og mikilvægi þess að hlúa að efnilegum fyrirtækjum. Við vonumst til að nýtt ár boði kafl askil við losun hafta. Fyrsta fl okks markaður krefst árvekni allra þátttakenda; kaup- halla, starfsfólks skráðra fyrir- tækja, fjármálafyrirtækja, fjár festa, fjölmiðla, opinberra eftir litsaðila og þeirra sem móta leikreglurnar. Lög og reglur verða að vera virtar og stjórnarhættir í góðu horfi . Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti, í samstarfi við Kaup- höllina, SA og Viðskiptaráð hefur staðið að formlegu mati á starfshátt- um stjórna og stjórnenda, en fjórtán fyrirtæki hafa nú þegar hlotið við- urkenningu sem Fyrirmyndarfyrir- tæki í stjórnarháttum. Verðugar áskoranir Á síðastliðnu hausti lögðum við fram tíu tímasettar tillögur sem hafa það að markmiði að bæta virkni verðbréfamarkaðar. Marg- ar tillögurnar snúast um að bæta umhverfi smærri fyrirtækja og auðvelda þeim að nýta hlutabréfa- markað til vaxtar í sama mæli og þekkist erlendis, en tiltölulega ein- faldar breytingar á laga- og reglu- gerðarumhverfi eru til þess fallnar að bæta aðstöðu þessara fyrirtækja og styðja við skilvirkni markaðar- ins. Við munum fylgja tillögunum eftir með ýmsum hætti á komandi ári. Við stöndum frammi fyrir verð- ugum áskorunum við uppbygg- ingu hlutabréfamarkaðar á næsta ári, á 25 ára afmæli íslensks verð- bréfamarkaðar. Við erum þó bjart- sýn, enda hafa nokkur fyrirtæki tilkynnt um skráningaráform, s.s. Reitir, Eik og Síminn. Einnig standa vonir til að ákveðið verði að skrá Landsbankann áður en langt um líður. Öfl ugur markaður er skil- virkrar fjármögnunar atvinnulífs- ins og þeirra lífskjara sem við vilj- um búa við. Uppbygging á hlutabréfamarkaði er langtímaverkefni Árið gert upp í aðsendum greinum PÁLL HARÐARSON Forstjóri Kauphallarinnar bendir í grein sinni á að á næsta ári sé 25 ára afmæli íslensks verðbréfamarkaðar. MYND/KAUPHÖLLIN Það sem helst situr eftir á árinu eru fréttir af góðum fyrirtækjasölum, vöxtur sprotafyrir- tækja var nokkuð áberandi og mörg þeirra náðu endurfjármögnun eða jafnvel góðri sölu á árinu. Jafnframt var horft á eftir íslenskum fyrirtækjum úr landi sem ekki höfðu tök á því að starfa innan hafta og sum eru enn að íhuga fl utning. Þó fréttum við af hagstæðum við- snúningi hjá nokkrum af stærstu fyrirtækj- um landsins og má draga þá ályktun að fagleg, öguð vinnubrögð sem hluti af vönduðum stjórn- arháttum, séu orðin viðtekin venja, fremur en undantekning í íslensku atvinnulífi . … eru enn neikvæðir En þá að mjög afmörkuðum þætti stjórnar- háttanna sem tengjast fjölbreytni og kynja- breytunni. Árið 2014 var fyrsta heila rekstr- arár í kynjakvótaðri stjórnarsetu en lög um kynjakvóta voru sett árið 2010 og tóku gildi haustið 2013. Ný rannsókn dr. Auðar Örnu Arnardóttur, lektors við HR, og dr. Þrastar Olafs Sigur- jónssonar, dósents við viðskiptadeild HR, leiðir í ljós að afstaða kvenna til löggjafar- innar um kynjakvóta er orðin jákvæðari, hefur farið úr 58 prósentum í 77 prósent. Þrátt fyrir það eru um 58 prósent karlmanna, sem gegna stjórnarstörfum, enn neikvæðir í garð laga um kynjakvóta. Afstaða ungra karl- manna hefur haldist nokkuð óbreytt frá setn- ingu laganna, þar sem þeir telja konurnar hefta aðgengi þeirra að stjórnarstörfum. Verslun á frísvæðinu Um leið og verslunarmenn fagna áherslum í fjárlagafrumvarpinu um lækkun vörugjalda, er ástæða til að vera vakandi yfi r þróun versl- unar hérlendis. Fjölgun ferðamanna hefur komið versluninni til góða og vonandi að þró- unin verði með jákvæðum hætti. Og nú má spyrja hvort Isavia, sem rekið er af íslenska ríkinu, herði beina samkeppni við innlenda smásala eða hvort snúið verði frá þeirri þróun og fríhöfnin verði eingöngu tækifærisverslun ferðamanna. Þá geta þeir ferðamenn sem fara hér í gegn verslað, en ekki þeir sem eru á leið inn í landið. Verslanir í Leifsstöð njóta opin- berrar meðgjafar í skatt- og tollleysi og geta því boðið lægra verð en verslanir sem taka á móti sömu ferðamönnunum úti um land allt. Í sumum vörufl okkum hefur fríhafnarverslun ríkisins náð allt að þriðjungi í markaðshlut- deild. Mikilvægt er að íslensk hönnun og fram- leiðsla á öllum sviðum fái rými og stuðning. Nýr lánaflokkur kvenna Að mati Byggðastofnunar eru jafnréttismál í víðu samhengi meðal allra brýnustu byggða- mála. Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minni- hluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármála- fyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Því setti Byggðastofnun á laggirnar sérstakan lána- fl okk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á árinu. Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar til stuðnings fyrirtækjarekstri kvenna. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður lands- byggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlmenn séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur henti illa þeim fyrirtækjum sem konur eiga og reka. Staðan er 7:3 Og betur má ef duga skal á fl eiri sviðum. Samkvæmt könnun sem Creditinfo fram- kvæmdi fyrir FKA í lok síðasta árs kom fram að konur eru um 30% viðmælenda í innlend- um fréttum ljósvakamiðla. Samfélagsmynd- in með jöfnu kynjahlutfalli sést ekki í frétta- tengdu efni í ljósvakamiðlum hérlendis. Í dag er því unnið með ritstjórnum og eigendum fjölmiðlafyrirtækja, félagskonum, háskóla- samfélaginu og rannsóknarfyrirtækjum í því að efl a ásýnd kvenna í þeirri umfjöllun. Ætlun FKA á komandi ári er að spyrja áfram gagnrýnna spurninga og vinna að úrbótum, fræðslu og þjálfun, samhliða verk- efnum og fundum sem vonandi skila sér í breyttum hugsunarhætti og vinnubrögðum. Spegill, spegill … HULDA BJARNADÓTTIR Konur eiga enn undir högg að sækja í viðskiptalífinu, segir Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA. Hagur fólks hefur vænkast og kaupmátt- ur aukist á árinu sem er að líða. Verð- bólga er lægri, viðskiptaafgangur og minnkandi atvinnuleysi. Vaxtalækkun, minni verðbólga og skuldaleiðréttingar munu vonandi tryggja að við höfum úr meiru að moða á komandi ári. Horfa þarf til þess hvað hefur skapað árangurinn svo áfram megi tryggja jákvæða þróun. Aðal- útfl utningsgreinar okkar hafa dafnað og stefnir í að gjaldeyris skapandi greinar efl ist enn frekar. Íslensk heimili og fyr- irtæki greiða hins vegar of háa vexti sem dregur mátt úr atvinnulífi nu og heimil- unum. Fjárlög ríkisins fyrir 2015 eru vísbend- ing um metnaðar- og agaleysi. Útgjöld hafa aukist um 90 milljarða frá 2012. Lítils háttar afgangur dugar ekki þegar takast þarf á við miklar skuldir og ófjármagn- aðar lífeyrisskuldbindingar. RÚV er birt- ingarmynd þessa agaleysis. Stjórnendur þar virðast líta á það sem hlutverk sitt að biðja elsku mömmu um pening í stað þess að ráðast á rekstrarvandann með myndar- skap. Lausatök undanfarinna ára eru verð- launuð með auknum fjárveitingum. Getur verið að uppeldið sé ekki í lagi? Hjá 365 höfum við einfaldað rekstur og skerpt á aðgreiningu á markaði. Rekstr- arkostnaður hefur lækkað um hundruð milljóna. Hlutur kvenna meðal lykilstjór- nenda hefur vaxið úr 10% í 50% og sam- eining við Tal mun gera 365 mögulegt að bjóða farsímaþjónustu með heimasíma og internetþjónustu. Áskrifendum hefur fjölgað um 17 prósent og hærra er stefnt með enn betri þjónustu. Á Stöð 2 maraþon getur fólk séð heilar þáttaraðir og Stöð 2 er heimili HBO. Áskrifendum stendur til boða besta afþreyingarefni sem völ er á í sjónvarpi. Samtímis hefur samkeppni frá erlendum efnisveitum aukist. Við erum vel í stakk búin til að mæta henni. En um leið þurfa stjórnvöld að hlúa að skapandi greinum í stað þess að þyngja byrðarnar t.d. með hækkun virðisaukaskatts. Á nýju ári ætlar 365 að standa fyrir hagsmuni heimila og fyrirtækja í land- inu. Við viljum að samfélagið okkar dafni. Það ætlum við að gera með öfl ugri frétta- stofu og fjölbreyttri þáttagerð. Við munum bjóða heimilum landsins hagstæðari kjör í fjarskiptaþjónustu og framúrskarandi afþreyingu sem auglýsendur geta nýtt til að stuðla að árangri í sinni starfsemi. Fyrir hönd 365 óska ég landsmönnum öllum gleðilegs árs. Áskrifendum fjölgað og stefnt að enn betri þjónustu SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON Forstjóri 365 segir vonir standa til að fólk hafi úr meiru að moða á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.