Fréttablaðið - 27.12.2014, Qupperneq 60
HAGVÖXTURINN hvarf árið 2014 ef
marka má Hagstofuna. Nær enginn
hagvöxtur mældist fyrstu níu mánuði
ársins þrátt fyrir uppgang í sjávarút-
vegi og ferðaþjónustu og vá er fyrir
dyrum gangi slíkar hagvaxtarmæl-
ingar eftir. Hávaxtastefna Seðlabank-
ans virðist þannig hafa skilað þeim
árangri sem búast mátti við. Mikil-
vægt er að vextir lækki í 2–2,5 pró-
sent sem fyrst til að hleypa krafti í
atvinnulífi ð.
Á LÍÐANDI ÁRI var almennt launa-
fólk látið varðveita stöðugleikann
með því að takmarka kauphækk-
anir við 2,8 prósent. Aðrir fengu
meiri hækkanir og laun milli-
stjórnenda í bönkum og fyrirtækjum
hækkuðu um sem nemur heildarlaun-
um verkamanns milli ára. Hætta er á
verkföllum verði sultarkjör launa-
fólks ekki leiðrétt.
VIÐ ÁRAMÓT stendur heilbrigðiskerfi ð
á brauðfótum. Húsakostur er hrörleg-
ur og tæki úr sér gengin. Hætta virð-
ist á að heilbrigðisstarfsfólk gangi út.
VERÐLÆKKUN á olíumörkuðum og
atburðir í Rússlandi geta leitt til
alþjóðlegrar efnahagskreppu. Þá kann
vöxturinn í ferðaþjónustu að stöðv-
ast – alla vega í bili. Útfl utningsmark-
aðir fyrir íslenskt sjávarfang eru við-
kvæmir fyrir efnahagssveifl um.
MIKILVÆGT er að segja skilið við
hrunið, gera upp slitabúin og afnema
gjaldeyrishöft. Ekkert er fast í hendi
en miklu skiptir að vel takist til. Mis-
tök geta valdið gengishruni og verð-
bólguskriðu sem fyrirtæki og heimili
þola vart.
MIKILSVERÐ TÍÐINDI hafa orðið í
verðtryggingarmálum á árinu 2014.
Sem oft áður er neytendaverndin frá
Evrópu runnin en ekki undan rifjum
íslenskra stjórnvalda. Vænta má
niður stöðu íslenskra dómstóla um
þessi mál árið 2015.
HÆSTIRÉTTUR felldi í byrjun desem-
ber áfellisdóm yfi r sérstökum sak-
sóknara og héraðsdómara sem hafði
sakfellt sakborning á grunni ákæru,
sem Hæstiréttur sagði ekki studda
af gögnum máls. Vísaði Hæstirétt-
ur málinu frá héraðsdómi. Fyrir
jól sýknaði héraðsdómur í tveimur
málum með svipaðri röksemdafærslu
og Hæstiréttur hafði beitt nokkrum
dögum fyrr. Æðsti dómstóll þjóðar-
innar hefur nú talað og héraðsdóm-
arar virðast leggja við hlustir. Ríkið
hefur nú þurft að greiða 240 millj-
ónir í málskostnað fyrir þá sem sér-
stakur saksóknari hefur ráðist til
atlögu gegn fyrir áeggjan fjármála-
fyrirtækja. Árið 2015 getur orðið enn
verra fyrir sérstakan saksóknara en
2014.
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskipti
STJÓRNAR -
MAÐURINN
@stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn er ekki mikill
áhugamaður um áramótauppgjör,
en ætlar þó að láta tilleiðast þetta
árið.
JÁKVÆÐUSTU TÍÐINDI ÁRSINS
1. Aukin tiltrú á íslenskt efna-
hagslíf. Þrátt fyrir að mörgu leyti
furðulegt rekstrarumhverfi var
þetta árið þar sem Qlik keypti Data-
market. Innkoma erlendra aðila á
borð við CostCo og tíðindi af lög-
legri Netflix-þjónustu benda einnig
til að hér séu hlutirnir ekki jafn
slæmir og sumir halda fram.
2. Ferðaþjónustan. Heimilin og
fyrir tækin fara ekki varhluta af
þeim tæplega milljón gestum sem
hingað koma, og er óhætt að segja
að til sé á Íslandi fjöldinn allur af
stöndugum fyrirtækjum í ferða-
þjónustu. Nægir þar að nefna gamla
kunningja eins og Icelandair og
66°N en einnig nýrri á borð við
bændagistingu og hipstera úr 101
sem leigja miðbæjarholur gegnum
AirBnB.
NEIKVÆÐUSTU TÍÐINDI ÁRSINS
1. Skuldaleiðréttingin. Óskynsam-
leg, retróspektív og popúlísk aðgerð
sem nýtist sumum en var fjármögn-
uð af öllum. Skapaði óvissu og eftir-
væntingu, þegar staðfestu og stöð-
ugleika var þörf.
2. Nýju fötin saksóknarans. Svo
virðist sem of hátt hafi verið reitt
til höggs í hrunmálunum, þar sem
hver sýknudómurinn hefur rekið
annan – nú síðast í svokölluðu Mile-
stone-máli. Einnig hefur verktaka
hjá saksóknaranum vakið undran,
enda greiðslur til ríkisstarfsmanna
í fullu starfi í meira lagi ríflegar.
Áhugavert verður að fylgjast með
þróun í máli Vincents Tchenguiz
gegn Kaupþingi o.fl. en mál manna
er að í því kunni að leynast gögn
sem sýni vinnubrögð íslenskra
ákæruyfirvalda í vafasömu ljósi.
Stundum þarf sannleikurinn að
koma að utan.
ÞAÐ SEM STJÓRNARMAÐURINN VILL
SJÁ GERAST Á NÝJU ÁRI
1. Afnám gjaldeyrishafta. Einungis
með því að minnast á orðið „gjald-
eyrishöft“ fá erlendir fjárfestar
fyrir hjartað. Afnám haftanna er
því nauðsynlegt skref. Til að svo
megi verða þarf hugrakka stjórn-
málamenn. Vonandi eigum við slíka
hauka í horni.
2. Tíðindi berist af skiptum
bankabúanna. Fyrst hægt var að
ljúka skiptum á Lehman Brothers á
skikkanlegum tíma, hlýtur að mega
spýta í lófana. Heiðar Már er a.m.k.
orðinn óþolinmóður og hefur farið
fram á gjaldþrotaskipti yfir Glitni.
Ágæt byrjun væri t.d. ef Kaupþing
hæfi eignasölu, en bankinn hefur
ekki selt eign í Bretlandi síðan
snemma árs 2011!
3. Bætt umhverfi fyrir frumkvöðla.
Á Íslandi eru gjaldeyrishöft, hér
kostar 630 þúsund að stofna einka-
hlutafélag (200 krónur í Bretlandi)
og engar skattaívilnanir eru í boði
fyrir sprotafjárfesta. Þessu, og öðru
í sama dúr, þarf að breyta.
Nú árið er
(næstum) liðið
Blikur á
lofti um
áramót
Sk
jó
ða
n
FARSÆLT KOMANDI ÁR
Við áramót óskum við hvert öðru farsældar á komandi ári. En hvernig lítur árið 2014 út þegar
við horfum um öxl?
Verðbólgan hefur ekki verið minni í 60 ár, kaupmáttur óx um meira en 5% og vextir fara
lækkandi. Árið 2014 var farsælla, bæði fyrir þjóðarbúið og heimilin, en flestir þorðu að vona.
Það dylst engum að krefjandi verkefni bíða nýs árs. Vonandi berum við gæfu til að læra
af reynslunni og sameinast um skynsamlegar lausnir með stöðugleika að leiðarljósi. Með
samstilltu átaki verður 2015 það farsæla komandi ár sem við óskum okkur öll.
SAMTÖK ATVINNULÍFSINS BORGARTÚNI 35 REYKJAVÍK WWW.SA.IS