Fréttablaðið - 27.12.2014, Síða 64

Fréttablaðið - 27.12.2014, Síða 64
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 ÁTTI TÍSKUPALLANA Það var engin önnur er litla systir Kardashian-systranna, Kendall Jenner, sem kom öllum á óvart og átti tískupallana á tískuvikunum á árinu. Á stuttum tíma hefur Jenner skapað sér flottan feril sem fyrirsæta meðal þeirra bestu. Stúlkan sem hóf feril sinn fyrir fjórum árinu í Teen Vogue þrammar nú tískupalla fyrir merki eins og Chanel, Givenchy, Marc Jacobs, Diane von Furstenberg og Dolce & Gabbana. Í nóvember tilkynnti hún svo aðdáendum sínum, sem skipta tugum þúsunda, í gegnum Instagram að hún væri nýtt andlit Estée Lauder-merkisins. TÍSKUÁRIÐ 2014 NORMCORE OG HVÍTIR SKÓR Tískan á árinu sem er að renna sitt skeið var fjölbreytt að venju. Hönnuðir flökkuðu milli tískuhúsa, raunveruleika- stjarna átti tískupallana en þangað rötuðu líka skyndi- bitakeðjur og hinn venjulegi klæðaburður fékk uppreist æru. Farið er yfir hvað bar hæst á tískuárinu sem leið. KOMU OG FÓRU Eins og gengur og gerist voru einnig sviptingar í tísku- heiminum á árinu. Þar bar hæst að hið franska og forn- fræga tískuhús Louis Vuitton fékk nýjan skipstjóra, Nicholas Gesquiére tók við af Marc Jacobs við góðar undir- tektir. Þá fékk nýi Íslandsvinurinn John Galliano nýja vinnu eftir að hann var rekinn frá Christian Dior árið 2011. Galliano frumsýnir nýja línu sína fyrir Maison Martin Margiela í janúar og er mikil eftirvænting fyrir endur- komu hans í tískuheiminn. Annar sem sló í gegn í nýju hlutverki á árinu var Jeremy Scott fyrir Moschino en hann þykir færa merkinu ferskan blæ– til dæmis kom hann skyndibita- keðjum aftur á tískuradarinn í nafni Moschino. Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is #NORMCORE Þessi bylgja fór að gera vart við sig snemmsumars. Sumir vilja kenna þessa tískustefnu við vinsældir hljómsveitarinnar Future Island, en söngvari sveitarinnar, Samuel T. Herring, smellpassar inn í stefnuna sem snýst í raun um að klæða sig á eins óeftirtektarverðan hátt og hugsast getur. Stílistar, bloggarar og fleiri tískutappar tóku þessari stefnu fagnandi og klæddust smekkbuxum, skyrtum hnepptum upp í háls og sniðlausum flíkum á árinu. Eitt af- sprengi þessarar stefnu er vinsældir hvítu klassísku Stan Smith-striga- skónna frá Adidas og Birkenstock- inniskónna sem voru skór sumarsins 2014 ef litið er yfir götutískumyndir ársins. Spurning hvort þessi venju- lega tíska haldi áfram 2015? DROTTNING RAUÐA DREGILSINS Hin unga leikkona Lupita Nyong’o stal senunni í hvert sinn sem hún mætti á rauða dregilinn á árinu en kjólaval hennar var óaðfinnanlegt. Sá sem stóð upp úr var Prada-kjóllinn sem leikkonan klæddist á Óskars- verðlaunahátíðinni í sérstökum Naíróbí-bláum lit en hún toppaði alla lista yfir best klæddu konur kvölds- ins. Nyong’o var andlit Miu Miu-her- ferðarinnar í byrjun árs, hún prýddi forsíðu júlíheftis ameríska Vogue (önnur afríska konan í sögunni) og er nýtt andlit Lancôme-snyrtivöru- rrisans. KIMYE Á FORSÍÐU VOGUE Það varð uppi fótur og fit þegar forsíða aprílheftis ameríska Vogue lak út en hana prýddu hjónin Kim Kardashian og rapparinn Kanye West. Mörgum fannst forsíðan ósmekkleg og fyrir neðan virðingu Vogue, en forsíðumynd hjá þeim þykir með eftirsóttari fjölmiðla- plássum. Nokkrum mánuðum síðar talaði ritstýran, Anna Wintour, um umdeildu forsíðuna í viðtali þar sem hún sagði eftirfarandi: „Ég held að ef við værum alltaf smekkleg og settum bara smekklegt fólk á forsíðuna þá yrðum við frekar leiðinlegt tímarit! Enginn myndi tala um okkur. Það er mjög mikil- vægt að fólk tali um okkur.“ KONUNGUR FÉLL FRÁ Oscar de la Renta dó á árinu, 82 ára að aldri. Hönnuðurinn var frægur fyrir íburðarmikla kjólahönnun. Honum skaut upp á stjörnuhimininn þegar Jacqueline Kennedy, þáverandi forsetafrú Bandaríkjanna, klæddist hönnun hans en Oscar de la Renta var í miklu uppáhaldi hjá stjörnum jafnt og kóngafólki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.