Fréttablaðið - 27.12.2014, Síða 86
27. desember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 54
„Mín aðkoma verður sem leikstjóri
fyrir tilfallandi kvikmynduð aug-
lýsingaverkefni á Íslandi, að öðru
leyti haldast mínir hagir óbreyttir í
öðrum verkefnum erlendis og eigin
rekstri,” segir Harald Haralds-
son, leikstjóri og listamaður. Hann
hefur nú gengið til liðs við fyrir-
tækið Sagafilm. „Þetta samstarf
er nokkuð nýtilkomið og verður
spennandi að hefjast handa strax
á nýju ári.”
Harald er búsettur í New York
og hefur unnið jöfnum höndum að
auglýsingum, tónlistarmyndbönd-
um og gagnvirkum listaverkum.
Hann hefur skapað sér gott orð
sem leikstjóri með framsækinn stíl
sem sækir oft innblástur í list og
tækni, til dæmis í auglýsingu hans
fyrir Símann og Samsung þar sem
iðnaðarvélmenni voru forrituð til
að stjórna upptökuferlinu. „Okkar
samstarf verður ekki drifið áfram
af tækni heldur frekar fyrsta flokks
auglýsingaframleiðslu og kvik-
myndagerð sem á erindi við fólk.
Samanborið við mín fyrri verkefni
þá held ég að okkar samstarf verði
að vissu leyti hefðbundnara, en
engu að síður með mínum stílbrigð-
um sem oft eru vissulega innblásin
af tækni,” segir Harald. - þij
Harald gengur til liðs við Sagafi lm
Leikstjórinn Harald Haraldsson sem býr í New York hefur tekið til starfa hjá fyrirtækinu.
HARALD HARALDSSON hefur skapað
sér gott orð sem leikstjóri.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
➜ Harald er búsettur í New
York og hefur unnið að auglýs-
ingum, tónlistarmyndböndum
og gagnvirkum listaverkum.
„Við tókum upp þessa skemmtilegu hefð fyrstu
jólin eftir hrunið. Fyrst var þetta bara hugmynd
um að gefa ódýra og skemmtilega jólagjöf en
hefur undið upp á sig,“ segir Birgitta Rún Svein-
björnsdóttir.
Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu þar
sem allir syngja saman inn á upptöku fyrir
hver jól. „Við höfum öll verið í músík á einhvern
hátt. Mamma hefur verið í kór, bróðir minn
hefur verið í mörgum hljómsveitum, stjúppabbi
minn er náttúrutalent og svo hef ég verið í
söngnámi og svona,“ útskýrir Birgitta Rún.
Bróðir hennar, Magnús Ingi Sveinbjörnsson
sér um að stýra upptökum, útsetja þær og hljóð-
blanda áður en þær eru gerðar opinberar. Stof-
unni á heimili fjölskyldunnar er breytt í hljóðver
í einn dag skömmu fyrir jól og er mikið hlegið og
skemmt sér við upptökurnar. Fjölskyldan kallar
sig Lambo Jambo þegar hún bregður sér í líki
hljómsveitar.
Þau velja alltaf lög sem henta fyrir hvert ár en
fyrstu jólin var lagið Don’t Worry Be Happy fyrir
valinu. „Þetta lag var viðeigandi á þeim tíma. Í
hitteðfyrra tókum við svo upp lagið When I Think
of Angels því þá misstum við fjölskyldan afar
kæra vinkonu og sungum lagið til þess að minn-
ast hennar.“
Í fyrstu var lagið sem fjölskyldan tók upp sett
á geisladisk og gefið sem jólagjöf til vina og ætt-
ingja. „Mamma er orðin svo alþjóðleg og á svo
marga vini út um allan heim að hún sendir jóla-
kveðjur í gegnum YouTube og notar lögin sem
við tökum upp undir þannig að við leyfum vinum
og ættingjum að njóta í gegnum YouTube í dag,“
bætir Birgitta Rún við.
Í ár tóku þau upp lagið, Oh Happy Day og gerðu
það að sínu en Birgitta Rún vill meina að þeirra
útgáfa sé mjög hress og skemmtileg.
Fjölskyldan á leyndan aðdáanda sem hefur að
ákveðnu leyti eignað sér eitt myndbandið þeirra.
„Það er einhver útlenskur gaur búinn að setja lag
frá okkur inn á sinn „account“ og það er komið í
600.000 „views“. Þetta var Abba-lag og gaurinn
fílar greinilega Abba. Við þekkjum hann ekki
neitt en það er bara fyndið,“ segir Birgitta Rún
og hlær.
Hún hvetur fólk til þess að taka upp sínar eigin
hefðir og siði því jólin snúist um að eiga gleði-
stund með fjölskyldunni. „Þetta er líka uppáhalds
hefðin okkar allra.“
gunnarleo@frettabladid.is
Fjölskyldan tekur
upp lag um hver jól
Fjölskylda á Seltjarnarnesinu tók upp skemmtilegan sið eft ir hrun og tekur upp
lag til þess að gefa vinum og ættingjum í jólagjöf. Lögin fara einnig á netið.
SAMRÝND Fjölskyldan tekur upp nýtt lag fyrir hver jól og hefur
vakið mikla lukku. MYND/EINKASAFN
Það er einhver útlenskur gaur búinn að
setja lag frá okkur inn á sinn account og það er
komið í 600.000 views. Þetta var Abba lag og
gaurinn fílar greinilega Abba. Við þekkjum
hann ekki neitt en það er bara fyndið.
BJÖRGÓLFUR VERÐUR JESÚS
Nú styttist óðum í Áramótaskaup
Sjónvarpsins og að venju bíður þjóðin
spennt eftir að sjá hvaða atburðir ársins
rata þar inn. Samkvæmt heimildum
var eitt atriði Skaupsins
tekið upp á Stjörnutorgi
Kringlunnar. Þar
má sjá Þorstein
Bachmann í hlutverki
Björgólfs Thors í gervi
frelsarans sjálfs, sem
veitir fólki blessun,
þar sem hann
hefur lokið við
að greiða allar
sínar skuldir. Að
lokum breytir
hann sódavatni í
vín. - asi
DAZED FÍLA FUFANU
Hið virta tímarit Dazed and Confused
hefur birt grein um Airwaves-hátíðina.
Það kunni best að meta sveitina Fufanu.
„Lögin þeirra og í raun öll hljómsveitin
hljóma ókláruð og hrá en þannig að það
vekur forvitni ef eitthvað er,
en dirfska þeirra og hæfi-
leikar eru það sem gerði
þá að uppáhalds íslensku
hljómsveit okkar sem við
sáum þessa helgi,“ segir
blaðamaður. Þá segir um dj.
flugvél & geimskip: „Þrátt
fyrir smábyggða líkams-
gerð og hikandi röddu
hefur hún sterka og
sannfærandi sviðs-
framkomu.“
- þij
HARPA NORÐURLJÓS
Sunnudag 4. janúar kl. 17:00
Miðaverð kr. 3.800 / 2.800
NÝÁRSTÓNLEIKAR
STÓRSVEITAR REYKJAVÍKUR
Styrkt af
Miðar á midi.is harpa.is í miðasölu Hörpu
GLÆSILEGIR GALATÓNLEIKAR
Leikin verða mörg af þekktustu lögum merkustu stórsveita
swing stílsins ss Benny Goodman, Artie Shaw, Jimmy Lunceford,
Charlie Barnet, Tommy Dorsey, Les Brown, Glenn Miller,
Duke Ellington og Count Basie.
GESTASÖNGVARAR
Diddú og Páll Óskar
Nútímamenn
STJÓRNANDI
Sigurður Flosason
TROÐA UPP MEÐ TÓFU
Hljómsveitirnar Rökkurró og Oyama
gáfu báðar út breiðskífur á árinu og
munu sveitirnar því fagna liðnu ári á
Kexi Hosteli í kvöld ásamt hinni nýju
hljómsveit Tófu, sem hefur að geyma
meðlimi úr Rökkurró og hljómsveitinni
For a Minor Reflection. Rökkurró heldur
í tónleikaferð um Evrópu í byrjun næsta
árs og má því búast því að hún verði í
fantaformi í kvöld, ásamt þeim Oyama
sem fengu einróma lof fyrir plötu sína
Coolboy, og Tófu, sem verður
gaman að heyra í í fyrsta
skipti. Tófa spilar hresst
pönk og eru þetta aðrir
tónleikar sveitarinnar
síðan hún kom fram
með Oyama á Iceland
Airwaves. - þij
Save the Children á Íslandi
„Ég hætti að trúa á
jólasveininn þegar
ég var sex ára.
Mamma mín fór
með mig í búðina til
að sjá hann og hann
bað mig um eigin-
handaráritun.“
BARNASTJARNAN
SHIRLEY TEMPLE,
LÍKLEGA EIN FRÆGASTA
BARNASTJARNA ALLRA
TÍMA. HÚN LÉST Í
FEBRÚAR Í ÁR, 85 ÁRA AÐ
ALDRI.