Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað Hjólar í Jón Ásgeir n Viðskiptafréttastjóri hjá 365 segir útrásarvíking beita þrýstingi Þ að versta er að Jón Ásgeir hef­ ur í nokkur skipti að undan­ förnu, reynt með ósmekkleg­ um hætti, að því er mér finnst, að setja þrýsting á blaða­ menn með því að koma umkvörtun­ um, vegna sannra og löglegra frétta um hann, félög sem hann tengist og dómsmál er hann tengist persónu­ lega, til stjórnar fyrirtækisins og æðstu stjórnenda,“ skrifar Magnús Hall­ dórsson, viðskiptafréttastjóri Stöðv­ ar 2 og Vísis, í pistli sem birtist á Vísi. is á fimmtudagskvöld. Þar gerir Magn­ ús athugasemdir við aðkomu Jóns Ás­ geirs Jóhannessonar að rekstri 365, fyrirtækisins sem Magnús Halldór starfar fyrir. Magnús byrjar pistilinn á að reifa þau mál sem Jón Ásgeir er viðriðinn og þau sem hann hefur verið dæmd­ ur fyrir. Magnús Halldór segir það virðingarleysi fyrir trúverðugleika rit­ stjórna fyrirtækisins að Jón Ásgeir hafi verið gerður að yfirmanni þróunarver­ kefna hjá 365 enda hafi aðkoma Jóns margsinnis leitt til þess að trúverðug­ leiki blaðamanna hefur verið dreginn í efa. „Fjölmiðlar eru ekki eins og margur annar geiri þegar að þessu kemur. Það væri auðvelt að gera gagn fyrir fyrir­ tækið, og starfsmenn þess, með því að taka ákvörðun um að Jón Ásgeir komi ekki nálægt störfum fyrir fyrirtækið á meðan óvissu er eytt fyrir dómstól­ um um hvort hann sé stórfelldur hvít­ flibba­glæpamaður eða ekki. Það er ekkert lítið mál. Sú óvissa er sannar­ lega fyrir hendi, samkvæmt ákæru og rannsóknum sem eru í gangi. Og hún er óþægileg fyrir trúverðugleika fréttaþjónustu sem blaðamenn sinna [...]Hún er samt verst fyrir lesendur, hlustendur og áhorfendur. Þeir efast um heiðarleika fréttaþjónustunnar vegna Jóns Ásgeirs og tengsla hans við eignarhaldið, margir hverjir.“ Magnús segir það Jóni Ásgeiri til minnkunar að beita aðferðum sem þessum. „Sumir myndu segja að hann væri lítill karl að beita svona aðferð­ um. Kannski er hann hræddur við eitt­ hvað.“ n Ráðlagt að tjá sig ekki Lögregla verst allra frétta af kyn­ ferðisbrotakæru sem lögð var fram í þorpi á Vestfjörðum fyrir helgi. Líkt og áður hefur komið fram var karlmaður handtekinn í síð­ ustu viku og færður til yfirheyrslu grunaður um kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum sem nú eru á full­ orðinsaldri. Konurnar tengjast manninum fjölskylduböndum, en þær eru systkinabörn konu mannsins, þrjár systur og frænka. Lögregla framkvæmdi húsleit á heimili mannsins og á vinnustað hans í kjölfar handtökunnar. Þegar DV hafði samband við manninn sagði hann að sér hefði verið ráðlagt að tjá sig ekki um málið að neinu leyti. Fjölskylda hans er afar vonsvikin yfir því að málið hafi ratað í fjölmiðla. DV náði ekki í konurnar sem lagt hafa fram kæru, en heimildir DV herma að eitthvað af brotunum kunni að vera fyrnd. Ásakanirnar eru alvarlegar og lúta að langvar­ andi brotum, en maðurinn neitaði alfarið sök í yfirheyrslum. „Furðufugl“ „Þór Saari er furðufugl á alþingi,“ skrifaði fyrrverandi ráðherrann Björn Bjarnason á vef Evrópuvakt­ arinnar um þingmann Hreyfingar­ innar, Þór Saari. Lét Björn þessi orð falla eftir að Þór Saari dró van­ trauststillöguna á ríkisstjórnina til baka á fimmtudag. Þór lagði til­ löguna fram miðvikudag en segist hafa dregið hana til baka vegna þess að hann vilji ekki una flýti­ meðferð á tillögunni sem forystu­ menn stjórnarflokkanna höfðu tilkynnt honum. „Þessi tilkynning ber með sér að Þór Saari hefur einfaldlega látið „taka sig á taug­ um“ eins og sagt er. Hann þolir ekki álag eigin tillöguflutnings og kiknar þegar á hólminn er komið,“ skrifar Björn. Dæmdur Jón Snorri var í Héraðsdómi Reykja- víkur dæmdur í 6 mánaða skilorðs- bundið fangelsi. J ón Snorri Snorrason, lektor við viðskiptafræðideild Há­ skóla Íslands, var á fimmtu­ dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða skil­ orðsbundið fangelsi fyrir skilasvik. Verjandi Jóns Snorra, Karl Georg Sigurbjörnsson, segir ákvörðun um áfrýjun ekki liggja fyrir en líklegt sé að málinu verði áfrýjað til Hæsta­ réttar. Lýsti yfir sakleysi sínu Jón Snorri var ákærður fyrir skila­ svik fyrir að hafa 21. október 2008, sem eigandi og framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Agli ehf., veð­ sett Sparisjóði Mýrasýslu 33,33 pró­ sent vegna láns sparisjóðsins við iðnfyrirtækið Sigurplast sem var í eigu Agla. Það gerði hann þrátt fyrir að hafa þann 14. júlí 2008, undir­ gengist kvöð um að veðsetja ekki né selja hluti Agla í Sigurplasti. Á þeim tíma var Jón Snorri starfandi stjórnar formaður Sigurplasts. „Veðsetningin 21. október 2008, sem var liður í frekari lánafyrir­ greiðslu Sparisjóðs Mýrasýslu til Sig­ urplasts ehf., var með öllu óheimil enda gat ákærða ekki dulist að sú ráðstöfun samrýmdist ekki réttind­ um SPRON Verðbréfa hf. samkvæmt veðsamningnum frá 14. júlí 2008,“ segir í ákæruskjalinu. Jón Snorri lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð málsins í Héraðs­ dómi Reykjavíkur. „Ég lýsi mig sak­ lausan,“ sagði Jón Snorri, sem er lektor við viðskiptafræðideild Há­ skóla Íslands, við þingfestingu á ákæru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skemmstu, aðspurður hvort hann tæki afstöðu til ákærunnar. Jón Snorri snupraður Í niðurstöðu dómara, Péturs Guð­ geirssonar, er þeim framburði Jóns Snorra að hann hafi símleiðis fengið leyfi hjá Helga Magnúsi Baldvinssyni, útlánastjóra SPRON Verðbréfa, til að veðsetja hlutina í Sigurplasti hafnað. Helgi Magnús kannaðist fyrir dómi ekki við að hafa gefið Jóni Snorra leyfi til þessa og sagði það fráleitt að slíkt samþykki hafi verið veitt, þar sem „eignir ákærða fóru rýrnandi“ eins og dómari segir í niðurstöðu sinni. „Verður að telja framburð ákærða um svar Helga Magnúsar í símtal­ inu vera í sjálfu sér ótrúverðugan, eins og á stóð. Þá styðst hann ekki við neitt í málinu og kannast Helgi Magnús enda ekki við þetta sím­ tal. Ber að hafna framburði ákærða að þessu leyti, en jafnvel þótt væri ekki hnekkt gat ákærði ekki með réttu litið svo á að í símtalinu fælist gilt leyfi SPRON Verðbréfa hf. til þess að víkja frá skriflegum veð­ samningi bankans og ákærða og veðsetja öðrum hluti Agla hf. í Sig­ urplasti.“ Dæmdir fyrir að tala um rannsókn Fréttastjóri DV, Ingi Freyr Vilhjálms­ son og ritstjórar DV, þeir Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason, voru dæmdir í Hæstarétti Íslands til þess að greiða Jóni Snorra miskabæt­ ur vegna umfjöllunar DV um að Jón Snorri sætti rannsókn. Þá höfðu þrjár kærur á hendur honum verið sendar lögreglu og voru þar til skoðunar. Þeir voru því dæmdir á þeim forsendum að ekki væri verið að „rannsaka“ Jón Snorra heldur væru mál hans væru til „skoðunar“. Hæstiréttur taldi að með notkun orðsins væri „gerð at­ laga að mannorði stefnda“. Á dögunum fékk Jón Trausti, sem nú er framkvæmdastjóri DV, af­ hent bréf þar sem boðað var að fjár­ nám yrði gert í eigum hans í næsta mánuði og þær afhentar Jóni Snorra. Til þess að komast undan því þarf hann að greiða Jóni Snorra 1,7 millj­ ónir króna. Ingi Freyr og Reynir hafa einnig fengið bréf þess efnis að gert verði fjárnám í eigum þeirra. n Lektor dæmdur í hálfs árs fangelsi n Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir skilasvik n „Ótrúverðugur“ framburður „Ég lýsi mig saklausan Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Ósáttur Magnús Halldórsson af- hjúpar óeðlileg afskipti innan 365.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.