Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 21
„Við höfum gert mistök“ Viðtal 21Helgarblað 22.–24. febrúar 2013 Obama á móti fangafluginu Ef marka má orð Luis fyrr í viðtalinu er það hins vegar alls ekki svo að hann telji að Bandaríkin geti ekki gert mistök í samskiptum sínum við aðrar þjóðir, til dæmis Íslendinga. Erfitt er hins vegar fyrir diplómat og sendiherra að viðurkenna mistök ríkisstjórna sinna ef þeir hafa feng- ið beinar skipanir um að gera það ekki og þeim hefur verið sagt hvaða skoðun ríkisvaldið á að hafa á við- komandi máli. Fangaflugið, og þær yfirheyrslu- og pyndingaaðferðir sem því tengd- ust, er talið vera eitt hið vafasam- asta úr arfleifð George Bush forseta. Til dæmis talaði Barack Obama um það í kosningabaráttunni árið 2008 að hann ætlaði að binda endi á þær aðferðir sem fangaflugið byggði á, svokallað „extreme rendition“ eða „extraordinary rendition“ á ensku þar sem fangar voru fluttir leyni- lega á milli landa og pyntaðir. Ljóst má telja að Obama, sem skipaði Luis sem sendiherra hér á landi, er ekki hlynntur fangafluginu og barð- ist gegn því í kosningabaráttu sinni 2008. Ofbeldið í heimalandinu Luis á sér nokkuð sérstæðan bak- grunn fyrir sendiherra í banda- rísku utanríkisþjónustunni. Hann er fæddur í Gvatemala í Suður-Ame- ríku og fluttist ekki til Bandaríkjanna fyrr en hann var sautján ára, árið 1970, þegar hann fór sem skiptinemi þangað. „Ég kem frá fjölskyldu í Gvatemala sem tilheyrir lægri milli- stétt. Við vorum ekki forréttindafólk. Mamma mín var barnaskólakennari og faðir minn ólst upp sem mun- aðarleysingi. Mamma var ströng og lagði mikið upp úr því að ég fengi góðar einkunnir.“ Á þessum tíma var pólitískur óstöðugleiki í Gvatemala sem setti mark sitt á fjölskyldu Luis. Kalda stríðið var í fullum gangi og víða um Suður-Ameríku áttu sér stað blóðug átök á milli vinstri og hægri manna. Þremur árum eftir að Luis flutti frá Gvatemala steypti herinn í Síle, undir stjórn Augusto Pinochet, lýð- ræðislega kjörinni stjórn Salvadors Allende af stóli með aðstoð CIA. „Á þessum tíma var pólitískur óstöð- ugleiki í Gvatemala og fólk sem fjöl- skyldan þekkti hvarf og var myrt. Of- beldið í samfélaginu var það mikið í Gvatemala að nánast í hverri fjöl- skyldu var einhver sem hafði ver- ið myrtur, annaðhvort af öfgaöfl- um til hægri eða til vinstri. Vegna þess að óstöðugleikinn í landinu var svo mikill þá voru margir sem vildu breyta miklu í landinu og það setti mark sitt á líf fólksins.“ Fjölskylda Luis var þó ekki pólitísk að hans sögn þó svo að hún hafi verið tengd fólki sem var á vinstri væng stjórn- málanna. Þetta ofbeldi og þessi póli- tíski órói var þó ekki ástæðan fyrir flutningi Luis til Bandaríkjanna. Vildi verða hippi í Bandaríkjunum Luis segist hafa verið heillaður af Bandaríkjunum, hippatímabil- ið stóð þá sem hæst og hann sá líf- ið þar í landi í hillingum. „Ég vildi flytjast til Bandaríkjanna til að verða hippi.“ Í stað þess að lenda í Kali- forníu eða New York endaði hann hins vegar í smábæ í Pennsylvaníu. Eftir skiptanemaár sitt settist hann að í Bandaríkjunum og hefur ekki búið í Gvatemala þaðan í frá. Luis settist á skólabekk í Banda- ríkjunum og nam hagfræði til doktors gráðu í Wisconsin-háskóla í Milwaukee. Meðan hann var í námi kynntist hann eiginkonu sinni, Mary F. Kelsey. Hann segir að það hafi komið til tals að þau flyttu aft- ur til Gvatemala að loknu námi en þau hættu við það vegna ástands- ins í landinu. Luis hefur unnið víða um heim fyrir utanríkisþjónustu Bandaríkjanna síðastliðin ár, með- al annars á Spáni, í Sviss og Kanada. Tók þátt í mótmælum gegn Bandaríkjunum Luis segist aðspurður – þessi saga hefur spurst út um hann hér á landi – að hann hafi tekið þátt í mót- mælum gegn hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna í Suður-Ame- ríku á sínum yngri árum. Um var að ræða mótmæli fyrir framan banda- ríska varnarmálaráðuneytið, Penta- gon, í Washington í upphafi níunda áratugarins, þegar hann var um þrí- tugt. „Þetta voru mótmæli vegna hernaðarafskipta Bandaríkjamanna í El Salvador. Ég tók þátt í þessu með dóttur minni sem var ung á þess- um tíma og við kölluðum: „No more war – The U.S. out af El Salvador!“. Ég endaði svo á því að fara til El Salvador þar sem ég vann í nokkur ár. Eftir þrjátíu ár er allt í lagi að tala um þetta,“ segir Luis og hlær góðlát- lega. Luis segir að á sínum yngri árum, þegar hann var í mennta- skóla, hafi hann verið mikill aðdá- andi Fidels Castro. „Á þeim tíma var Fidel Castro bara þessi náungi sem stóð uppi í hárinu á Bandaríkj- unum. Stundum er slíkt nóg til að menn fylki sér um einhvern mann eða málstað. En svo líða árin og þá sér maður að Fidel Castro er ein- ræðisherra sem kúgar þjóð sína og þá breytir maður um skoðun.“ Luis hljómar því eins og að hann hafi verið nokkuð róttækur til vinstri í skoðunum sem ungur maður en að hann hafi fjarlægst þær skoðanir með aldrinum. Tók að sér íslenskan fjárhund Luis segir að honum og fjölskyldu hans – hann og kona hans eiga þrjú börn – hafi liðið vel á Íslandi síðast- liðin ár. Hann hefur ferðast víða um landið, farið hringveginn nokkrum sinnum og nýtur þess að dvelja úti í náttúrunni þar sem hann segist meðal annars hafa notið leiðsagnar Ara Trausta Guðmundssonar jarð- fræðings. „Hann þekkir sitt land; hann hefur verið mér alveg rosa- lega hjálplegur,“ segir Luis um Ara Trausta. Sendiherrann staldrar fyrst og fremst við náttúru Íslands þegar hann ræðir um veru sína hér en hann hefur meðal annars haft það að markmiði að heimsækja all- ar radarstöðvarnar sem bandaríski herinn setti upp hér á landi í Kalda stríðinu. „Það er ekkert eins gott og að sitja í heitum potti á Íslandi klukkan eitt að nóttu á björtu júní- kvöldi,“ segir Luis. Ein af eftirminnilegri upplifun- um Luis hér á landi er þátttaka hans í réttum við Landmannalaugar. „Réttirnar í Landmannalaugum voru ótrúlegar. Staðurinn sjálfur er auðvitað ægifagur en fyrir mig var mjög forvitnilegt að fá innsýn inn í þessa hefð Íslendinga.“ Luis segir að sú reynsla sé sennilega sú sem hann muni muna hvað best þegar hann lýkur störfum sínum hér á landi en hann og fjölskylda hans hafa einnig tekið að sér íslenskan fjárhund með- an á dvöl þeirra hefur staðið: „Okkur þykir svo vænt um Ísland að við tók- um að okkur íslenskan fjárhund.“ Þjóðarkarakterinn Luis segir að hann búist við því að vera hér í þrjú ár í heildina, sem þýðir að hann mun væntanlega hverfa af landi brott á seinna hluta þessa árs. Hann veit ekki hvert hann fer eftir að sendiherratíð hans hér á landi lýkur en hann býst þó við að verða sendur til Washington. Barna- barn hans, ellefu ára stúlka sem er björt og ljós á brún og brá, hefur að sögn Luis reifað þá hugmynd að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. „Hún gæti verið Íslendingur. Henni líður mjög vel hér og getur gengið sjálfala um borgina, hlaupið upp á Skólavörðustíg og fengið sér ís eða kakó, án þess að við þurfum að hafa áhyggjur af henni. Þetta er mjög sér- stakt við Ísland.“ Þegar hann er spurður um skoðun sína á Íslendingum sjálfum, ekki landinu, staldrar hann nokk- uð við þær tilfinningar sem lestur hans á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness skildu eftir sig – hann seg- ir að öllu jöfnu sé ekki auðvelt að kynnast Íslendingum: „Ég hef reynt eins og ég get að kynnast eins mörg- um Íslendingum og ég get. Mér finnst Sjálfstætt fólk vera áhuga- verður gluggi inn í þjóðarkarakter Íslendinga. Ég tel mig vera farinn að sjá viss karaktereinkenni í fari margra sem minna mig á Sjálfstætt fólk. Saga landsins er mjög áhuga- verð. Hér, á þessari frekar harðbýlu eyju, hefur búið þjóð sem á einungis örfáum áratugum fór frá því að vera ein fátækasta þjóð í Evrópu og yfir í að vera ein sú ríkasta. Þjóðin gerði þetta með mikilli vinnuhörku, iðni, sköpunargleði, þrjósku, þrákelkni og karakterstyrk sem gerði henni kleift að ná markmiðum sem virtust vera fjarlæg,“ segir Luis. Hann bætir því við að hann telji að sömu karaktereinkenni muni væntanlega gera íslensku þjóðinni kleift að komast fyrr út úr krepp- unni eftir hrunið en ella. „Augljós- lega er íslenska þjóðin ekki komin út úr kreppunni enn sem komið er, en framtíð landsins er björt því Ísland hefur allar forsendurnar sem til þarf til að standa sig vel.“ n n Sendiherra Bandaríkjanna, Luis Arreaga, þykir einkar alþýðlegur í viðmóti n Hefur lagt sig fram um að kynnast landi og þjóð n Framtíð landsins björt Segir umræðu um fangaflugið vera ásökun Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir að umræðan um fangaflug CIA um Ísland byggi á ásökunum en ekki staðreyndum. myndir SigTryggur ari Hrifinn af Laxness Sendiherrann er hrifinn af Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og telur söguna draga upp ágætis mynd af þjóðar- karakter landsmanna. „Okkur þykir svo vænt um Ísland að við tókum að okkur ís- lenskan fjárhund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.