Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 3

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 3
67 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrlegt val byggist á þremur lögmálum. Hið fyrsta er lögmál breytileikans: að einstaklingar eru frábrugðnir hver öðrum að formi, starfsemi og atferli. Annað er lögmál erfða: afkvæmi líkjast foreldrum sín- um meira en einstaklingum völdum af handahófi úr stofninum. Þriðja er lögmál mishraðrar æxlunar eða mismunandi lífslíka: einstaklingar af ólíkum gerðum geta af sér mis- mörg afkvæmi eða lifa mislengi. Af þessum þremur lögmálum, sem allir geta sannfært sig um að eru sönn, leiðir á eðlilegan, vélrænan, náttúrlegan hátt að ein gerð velst fram yfir aðra. Samsetning stofnsins breytist. Stofninn þróast. Að þessum forsendum gefnum getur ekkert annað gerst. Náttúrlegt val, sem er vélvirki þróunar, er afleiðing þessara þriggja lögmála: breytileika, erfða og mishraðrar æxlunar. Náttúrlegt val er ekki orsök heldur afleiðing. „Náttúrlegt val“ er orðfæri til að segja í stuttu máli að lögmálin þrjú gildi öll í senn. Það er ekki fyrirfram gerður kraft- ur sem velur. Það er ekki „Náttúran“ sem velur, það er ekki náttúrulegt val eða úrval náttúrunnar. Valið er ekki fyrirfram orsakavaldur eins né neins í fari lífvera, hvorki í eldi né í náttúrunni. Einungis eftir á sjáum við að valið hefur orðið. „Hvílík heimska að hafa ekki dottið þetta í hug,“ sagði Huxley; svona almennt og einfalt er náttúrlegt val. En vélvirkið er ekki nóg fyrir Darwin. Það vantar útskýringu á því sem er merkilegast í fari líf- vera – aðlöguninni – að lífverur eru eins og sniðnar að umhverfi sínu. Náttúruguðfræðingarnir notuðu aðlögun sem sína helstu röksemd fyrir alvisku og almætti skaparans: „himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa“ (Davíðssálmur 19–1). „Þegar náttúrufræðingur hugleiðir til- urð tegunda og rannsakar gagnkvæma Einar Árnason, líffræðistofnun Háskóla Íslands Margir halda upp á afmæli þegar það ber upp á tug ára og kalla merk- isafmæli. Í ár fagna menn tvöföldu afmæli: tveggja alda afmæli Charles Darwins og 150 ára byltingarafmæli útkomu bókar hans um uppruna og tilurð tegundanna: On the Origin of Species. Sjálfur hefði Darwin varla haldið upp á merkisafmæli. Hann var smáskammtamaður. Dropinn holar steininn. Enginn dropi er merkilegri en annar, ekkert ár merkilegra en annað. „Gamlar kerlingar, af báð- um kynjum, álíta þetta vera mjög hættulega bók,“ sagði Thomas Henry Huxley. Huxley sagðist vera bolabítur Darwins og var helsti boðberi byltingarinnar. En hver er þá þessi hættulega smáskammta- bylting Darwins? Darwin gerir tvennt. Í fyrsta lagi setur hann fram ótrúlegt magn upplýsinga um hvernig lífverur hafa getið af sér aðrar lífverur með smábreytingum, um descent with modification. Lífverur eiga sér sam- eiginlegan uppruna en hafa breyst og greinst frá forfeðrum og hver frá annarri. Grunnbygging lífvera sýnir sameiginlegan uppruna og aðgrein- ingu: mosar, burknar, berfrævingar, köngulær og krabbar, krossfiskar og menn. Með rannsóknum á hrúð- urkörlum kom Darwin fram með vísbendingar um sameiginlegan uppruna og um umbreytingu og að- greiningu lífvera frá sameiginlegum forföður innan afmarkaðs hóps líf- vera. Darwin setti fram mörg áþekk dæmi í fyrri ritum sínum. Í öðru lagi er Darwin frumkvöðull nýrrar hugsunar, nýrrar heimspeki, sem hafnar frummyndakenningu Platons. Stofnahugsun, population thinking, kallar Ernst Mayr þetta. Hvernig verður breytileiki meðal einstaklinga innan stofns að mun á milli stofna, afbrigða og tegunda í tímans rás? Þetta er spurning Darwins um tilurð tegunda. Vélvirki breyt- inga er náttúrlegt val. samsvörun lífvera, tengsl í fósturþroska þeirra, landfræðilega dreifingu þeirra, röð þeirra í jarðsögu, og fleiri slíkar stað- reyndir, þá er mjög hugsanlegt að hann kæmist að þeirri niðurstöðu að hver teg- und hafi ekki verið sköpuð sérstaklega heldur sé hún getin af annarri tegund líkt og afbrigði myndast innan tegundar. Þrátt fyrir góðan rökstuðning væri þessi ályktun samt ófullnægjandi þar til hægt væri að skýra hvernig sá aragrúi tegunda sem byggir þessa veröld hefur breyst í þá átt að ná þeirri fullkomnun bygging- ar og samaðlögunar sem réttilega vekur aðdáun vora“ (Darwin 1859, bls. 4). Darwin bætir við fjórða lögmálinu um baráttu fyrir lífinu. Þar sem ein- staklingar margfalda kyn sitt og stofn þeirra vex veldisvexti en auðlindir vaxa í besta falli með jöfnum vexti, verður ætíð barátta fyrir lífinu. Þetta er lögmál Malthusar. Ástæða fyrir þriðja lögmálinu, um mishraða æxlun arfgerða, er sú að sumar gerðir eru betur til þess fallnar en aðrar að leysa vandamál umhverfisins. Vandamálin birtast í formi eðliskrafta og keppi- nauta um fágæt lífsgæði. Tvö rándýr berjast rauð í tönn og kló hvort þeirra fái fágæta bráð og lifi en urt á jaðri eyðimerkurinnar berst fyrir lífi sínu gegn þurrkinum. Barátta fyrir líf- inu, fjórða lögmálið, er því starfræn ástæða fyrir þriðja lögmálinu um mishraða æxlun ólíkra gerða. Þetta er sú hættulega kenning sem gamlar kerlingar óttuðust og óttast enn. Einstaklingar af þeim gerðum sem starfa best við aðstæður líðandi stundar hafa mesta möguleika til að komast af og þær gerðir veljast úr. Smám saman verður stofninn sam- settur af æ betur aðlöguðum gerðum, sem starfa svo vel að vekur aðdáun okkar. En það er hvorki forsýn né framsýn, heldur er náttúrlegt val blind afleiðing þessa. Með orðum Darwins, þá er stórfengleiki í þessari sýn á lífið. Hann á afmæli hann Darwin, hann á afmæli í ár

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.