Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 4
Náttúrufræðingurinn 68 Elsa G. Vilmundardóttir jarðfræðingur Minningarorð Elsa G. Vilmundardóttir jarðfræðingur fæddist í Vestmannaeyjum 27. nóvember 1932 en lést að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl 2008, 75 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Vilmundur Guðmundsson vélstjóri frá Hafranesi við Reyðarfjörð (1907–1934) og Guðrún Björnsdóttir saumakona frá Fagurhóli í Austur-Landeyjum (1903–1975). Á þriðja aldurs- ári fluttist Elsa með foreldrum sínum frá Eyjum til Siglufjarðar en þar drukknaði faðir hennar skömmu síðar. Eftir það fór hún til móðurforeldra sinna í Fagurhóli í Austur-Landeyjum og var hjá þeim meðan þau lifðu en flutti síðan með móðursystur sinni að Bollakoti í Fljótshlíð og var þar til heimilis uns hún fór til móður sinnar í Reykjavík 12 ára að aldri. Elsa lauk stúdentsprófi frá MR 1953. Árið 1958 fór hún til Svíþjóðar og innritaðist í Stokkhólmsháskóla. Þar stundaði hún nám í jarðfræði árin 1958–1963 og lauk því með fil.kand.-prófi. Þar með varð hún fyrst íslenskra kvenna til að ljúka háskólanámi í jarðvísindum. Á námsárunum vann hún á sumrin hjá Raforkumálastjóra við ýmis jarðfræðistörf, mest að rannsóknum í tengslum við fyrirhugaða Búrfells- virkjun. Áhugi hennar beindist fljótt að jarðfræði Tungnáröræfa og hinum miklu og stórdílóttu hraun- um sem þar þekja land. Jarðfræði Tungnáröræfa varð verkefni hennar til lokaprófs og raunar voru þessar öræfavíðáttur aðalvettvangur hennar alla tíð síðan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.