Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 10
Náttúrufræðingurinn 74 tíma á þróunarferlinum hefur ilm- björk orðið ferlitna; hún hefur 56 litninga í hverri frumu meðan ýmsar aðrar tegundir innan birkiættkvísl- arinnar, t.d. fjalldrapi og hengibjörk (Betula pendula Roth.), eru tvílitna með 28 litninga. Vegna þess að foreldrategundirnar, ilmbjörk og fjalldrapi, hafa ólíka litningatölu er frjósemi afkvæma þeirra, blend- inganna, verulega skert. Líkur eru á því að kynfrumur sem þrílitna planta myndar verði gallaðar12 en það getur leitt til vansköpunar eða dauða. Því má búast við minni frjókornaframleiðslu og afbrigðileg- um frjókornum hjá blendingunum (4. og 6. mynd). Stærð og hlutföll Við áttum von á að stærðarmælingar á frjókornum blendinganna sýndu sérstöðu þeirra, sérstaklega mikinn breytileika í stærð sem þá hefði komið fram sem hátt staðalfrávik í 1. töflu (SD). Mælingar voru hins vegar aðeins gerðar á „eðlilegum“ frjókornum með þremur frjópípu- götum en hjá blendingunum höfðu flest áberandi stór frjókorn fjögur eða fimm frjópípugöt og þau sem voru mjög smá voru oft ekki með nema eitt eða tvö. Eðlilegu frjókorn- in reyndust því ekki vera mjög breytileg í stærð og meðalstærð þeirra var ekki mitt á milli fjall- drapa og ilmbjarkar, eins og e.t.v. hefði mátt vænta, heldur svipuð að stærð og fjalldrapafrjókornin. Dýpt frjópípugatsins hjá blendingunum er aftur á móti að meðaltali svipuð og hjá ilmbjörkinni (1. tafla) en lítið þvermál og mikil umgjörð um götin leiðir til þess að blendingafrjókorn- in verða oft sérkennilega „þríhyrnd“ (2. mynd). Við frjógreiningu hafa birkifrjókorn með þessa lögun venjulega verið talin með hávöxnu birki (e. tree-birch), sem hér á landi er aðeins ilmbjörk. Frjógreiningar þar sem greint hefur verið á milli fjalldrapa- og ilmbjarkarfrjókorna út frá útlitseinkennum fremur en stærð hafa því að líkindum talið frjókorn þrílitna blendinga með ilmbjarkarfrjókornum. Afbrigðileg frjókorn Niðurstöður úr talningu afbrigði- legra frjókorna sýndu að hátt hlut- fall af frjókornum blendinganna hefur sýnileg frávik frá því útliti frjókorna sem talið er eðlilegt eða dæmigert fyrir þessar tegundir (6. mynd). Sum þessara útlitseinkenna, sérstaklega fjöldi frjópípugata, eru þess eðlis að þau varðveitast mjög vel og sjást því í frjókornasýnum sem tekin eru úr fornum setlögum eða mó. Möguleg nýting niðurstaðna Í rannsóknum á sögu loftslags- og gróðurfarsbreytinga eru frjókorn úr seti og mó mikið notuð. Birki hefur komið mikið við sögu í gróðurbreyt- ingum á norðlægum slóðum síðustu árþúsundin en sums staðar hefur reynst erfitt að skera úr um hvort þau frjókorn sem finnast séu af fjalldrapa eða ilmbjörk. Mælingar á stærð og hlutföllum frjókorna af lifandi plöntum beggja tegunda geta hjálpað til við að greina þau að. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvenær og hvers vegna tegund- irnar tvær hafa blandast á Íslandi. Var birkið sem barst hingað í lok ísaldar jafn lágt og kræklótt og nú sést? Fyrst við getum þekkt einkenni á frjókornum þrílitna blendinga ilmbjarkar og fjalldrapa má leita að þeim í frjókornasýnum sem tekin eru úr gömlum jarðvegi. Við höfum því möguleika á að sjá hvort tegundirnar hafa blandast frá upphafi og hvort það gerðist jafnt og þétt eða í hrinum. Ef við finnum að þrílitna blendingar hafi verið fleiri á einu tímabili en öðru þá má reyna að tengja það við veðurfar eða aðra þætti sem skipt geta máli. Við ættum því að verða nokkru fróðari um eiginleika íslenska birkis- ins. Sá hópur sem stóð að þessari rannsókn vinnur nú að rannsókn á birkifrjókornum úr mólögum frá því fyrir 7–10 þúsund árum sem vonandi verður til þess að skýra þætti í sögu birkis á Íslandi. 6. mynd. Dæmi um frjókorn frá þrílitna blendingi ilmbjarkar og fjalldrapa. – An example of pollen grains from a triploid Betula hybrid.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.