Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 14
Náttúrufræðingurinn 78 5. mynd. Hrafn dregur matarbita upp í áföngum og skorðar lykkjurnar sem nást í hverjum áfanga með klónum.2 Verkfæri úr vír og áli Athyglisverð krákutegund, sem á íslensku mætti kallast dvergkrák- ungur (Corvus monedu loides), lifir aðeins á nokkrum eyjum í Nýju- Kaledóníu, eyjaklasa austur af Ástralíu. Fuglarnir móta strengi eða króka úr laufum skrúfupálma (Pandanus), halda svo þessum verk- færum í nefinu og kraka með þeim lirfur út úr holum í trjáberki (4. mynd). Dýrafræðingur við Oxford- háskóla, Alex A. S. Weir, hefur með samstarfsmönnum sínum kannað hátterni þessara fugla, jafnt í nátt- úrunni sem við ónáttúrlegar aðstæð- ur. Fuglarnir móta verkfæri með því að beygja eða rétta strengi úr framandlegum efnum, svo sem vír- bútum eða álstrimlum, og ná með þeim fæðu. Erfitt er að meta hvernig skarast eðlishvöt og ályktunargáfa, en Weir heldur því fram að engin dýrategund önnur en maðurinn hafi náð sama valdi og dvergkrák- ungurinn í Nýju-Kaledóníu á því að móta verkfæri úr efnum sem ekki er að finna í náttúrunni í kringum dýrin – og undanskilur þar ekki simpansa og aðra mannapa.5 Hugvit hrafna mælt Flest það sem hér hefur verið nefnt um greind hrafna og annarra fugla mun hægt að skýra án þess að til komi yfirveguð rökhugsun. Hér gæti verið að verki meðfædd eðlis- hvöt eða leit þar til árangur næst („happa- og glappa-aðferð“) – eða blanda af þessu tvennu. Tveir dýra- fræð ingar störfuðu nýlega saman í Bandaríkjunum, þar sem þeir skipulögðu hugvitssamlegar til- raunir sem áttu að prófa tilgátuna um að hrafnar byggju yfir rökhugs- un. Niðurstöður voru jákvæðar. Berndt Heinrich starfaði lengi við kennslu og rannsóknir og er nú á eftirlaunum við Burlingtonháskóla í Vermont. – Thomas Bugnyar starf- aði lengst af við Konrad Lorenz- rannsóknastofnunina í Austurríki. Hann fékk snemma áhuga á hröfn- um og vann með Heinrich í Vermont í nokkur ár. Bugnyar er nú lektor við sálfræðideild Háskólans í St. Andrews í Skotlandi. Fyrsta og líklega frægasta til- raun þeirra félaganna fólst í því að þeir hengdu matarbita í alllöngum spotta niður úr slá. Þegar hrafn settist á slána reyndi hann að draga matinn upp með nefinu en náði ekki nógu langt niður. Fæstir ung- hrafnar réðu við þessa þraut. Áður gerðu þeir kannski misheppnaðar tilraunir, svo sem að reyna að fljúga að matnum og losa hann eða ólmast við að hrista spottann. Sumir hinir eldri og reyndari sátu kyrrir á slánni, veltu vandanum fyrir sér í nokkrar mínútur og leystu svo þrautina í fyrstu atrennu – tóku í þráðinn jafn neðarlega og nefið náði, lyftu upp lykkju af honum og skorðuðu undir klónum. Þegar spottinn var fastur seildist krummi með nefinu eftir nýrri lykkju og hélt þannig áfram þar til hann var kominn með mat- inn (5. mynd). Hér er meðfædd eðlishvöt óhugs- andi. Aðstæður eru gerólíkar öllu því sem fuglarnir gætu hugsanlega hafa rekist á í náttúrlegu umhverfi. Happa- og glappa-aðferð kemur ekki heldur til greina. Reyndur hrafn leysir vandann án nokkurra mislánaðra þreifinga. Varla er önnur skýr ing eftir en sú að hrafninn hafi skilið atburðarásina í heild áður en hann hratt henni í fram kvæmd. Aðeins þroskaðir og lífsreyndir hrafnar komast útúrdúralaust að mat sínum af slám þeirra Heinrichs og Bugnyars. Ungfuglum (sem fleygir hafa verið í einn eða tvo mánuði) er þetta flókna viðfangs- efni ofviða. Ársgamlir fuglar þurfa að meðaltali sex mínútur til að leysa vandann og gera áður margs kyns misheppnaðar tilraunir, eins og nefnt hefur verið. En vissu fuglarnir hvað þeir höfðu gert? Fugl sem hefur yfirsýn yfir atburðarásina áttar sig á að bitinn er enn fastur við spottann eftir að hann hefur verið dreginn upp. Þetta staðfesti næsta tilraun, sem fólst í að stugga hressilega við krumm- unum þegar þeir voru komnir með matarbitann í gogginn. Langflestir slepptu bitanum áður en þeir flugu upp. Þeir vissu sem sagt að hann var fastur við þráðinn svo ekki gengi að fara með hann – og að hægt var að ganga að matnum vísum eftir að um hægðist. Ef þráðurinn var laus frá slánni eða krummi hafði losað 3. mynd. Gaukskerla fjarlægir egg sefsöngvara áður en hún verpur eigin eggi í hreiðrið.3 4. mynd. Dvergkrákungurinn á Nýju- Kaledóníu er flestum dýrum leiknari við að móta og nýta sér verkfæri úr framand- legum efnum. Myndin er af frímerki frá Nýju-Kaledóníu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.