Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 17
81 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Uppgangur tilrauna- dýrafræði í Bretlandi – á þriðja áratug 20. aldar Steindór J. Erlingsson Náttúrufræðingurinn 77 (3–4), bls. 81–92, 2009 Forsagan Þrátt fyrir nýgræðingsstöðu til- raunadýrafræðinnar í upphafi þriðja áratugarins var hún svo sannarlega á dagskrá innan breskrar dýrafræði. Þetta kom greinilega í ljós í forseta- ræðunni sem James H. Ashworth (1874–1936) hélt fyrir dýrafræðideild Breska vísindaeflingarfélagsins (Brit- ish Association for the Advance- ment of Science, BAAS) á þingi félagsins í Liverpool síðla sumars árið 1923. Meðal þess sem Ashworth ræddi um voru helstu framfarir sem orðið höfðu innan dýrafræð- innar frá því að félagið hélt síðast þing í Liverpool árið 1896. Síðan þá höfðu komið fram á sjónarsviðið tvær meiriháttar nýjungar innan dýrafræðinnar og voru að hluta til viðbragð við því sem sumum dýra- fræðingum þótti yfirþyrmandi áhrif formfræðinnar (morphology).4 Men- delsk erfðafræði var önnur þessara nýjunga, en hin var uppgangur líf- eðlisfræðilegra nálgana innan dýra- fræðinnar. Upphaf tilraunadýrafræð- innar rakti Ashworth til rannsókna þýsku dýrafræðinganna Wilhelms Roux (1850–1924) og Hans Driesch (4. mynd) á tveggja fruma fóstrum í froskum og ígulkerum, sem þeir birtu í kringum 1890.5 Rannsóknir tvímenninganna voru síðan aðallega þróaðar í Bandaríkjunum af dýra- fræðingum eins og Thomas Hunt Morgan (5. mynd) og Jacques Loeb „Dýrafræðin hefur hingað til að mestu, ef ekki alfarið, fengist við að greiða úr þráðum þróunarkenningarinnar með beinum athugunum eða form- fræðilegum aðferðum.“ Þessi orð lét breski lífeðlisfræðingurinn og nóbels- verðlaunahafinn A.V. Hill falla í fyrirlestri 16. október 1923 (1. mynd). Hill taldi nauðsynlegt fyrir dýrafræðinga að vinda ofan af þessari ofuráherslu á formfræði því fræðigreinin yrði „óhjákvæmilega að horfa til tilrauna“ ef hún hygðist tryggja framtíð sína.1 Ummæli Hills varpa skýru ljósi á stöðu breskrar dýrafræði í upphafi þriðja áratugar síðustu aldar. Tilraunadýra- fræði (experimental zoology), sem í þessari umfjöllun er samheiti fyrir t.d. tilraunaþroskunarfræði (experimental embryology), almenna lífeðlisfræði (general physiology) og samanburðarlífeðlisfræði (comparative physiology), hóf göngu sína sem sjálfstæð fræðigrein á síðasta áratug 19. aldar. Fyrir þann tíma höfðu náttúrufræðingar þó að einhverju leyti stuðst við tilraunir í rannsóknum sínum, þar á meðal Charles Darwin (2. mynd) og þýski dýra- fræðingurinn Ernst Haeckel (3. mynd),2,3 sem var einn kunnasti talsmaður þróunarkenningar á síðari hluta 19. aldar. Í upphafi var tilraunadýrafræðin aðallega þróuð í Þýskalandi og Bandaríkjunum og hafa fyrirliggjandi rann- sóknir nánast alfarið einblínt á þessi lönd. Þar til ég hóf rannsóknir mínar höfðu vísindasagnfræðingar því að mestu leitt innreið tilraunadýrafræðinn- ar í Bretlandi hjá sér. Af ýmsum ástæðum náði þessi undirgrein líffræðinnar ekki að skjóta varanlegum rótum þar í landi fyrr en árið 1920, þegar Breska sjávarlíffræðifélagið (Marine Biological Association of the United Kingdom, MBA) bætti lífeðlisfræðirannsóknastofu við rannsóknastöð félagsins í Plymouth, en aðalhvatamaður byggingarinnar var dýrafræðingurinn og athafnamaðurinn George P. Bidder (1863–1954). Þegar Hill flutti áðurnefndan fyrirlestur var varla farið að bera á áhrifum rannsóknastofunnar, en í sama mánuði dró enn til tíðinda því þá kom út fyrsta hefti British Journal of Experimental Biology (BJEB), sem var nánast eingöngu helgað tilraunadýrafræði. Að baki tímaritinu stóðu erfðafræðing- urinn Francis A.E. Crew (1886–1973), dýrafræðingarnir Lancelot Hogben (1895–1975), Julian S. Huxley (1887–1975) og nokkrir félagar þeirra. Tveimur mánuðum síðar stóð sami hópur fyrir stofnun Tilraunalíffræðifélagsins (Society for Experimental Biology, SEB). Í greininni ætla ég að fjalla um upp- haf þessara þriggja lykilstofnana innan breskrar tilraunadýrafræði og þátt þeirra í að festa fræðigreinina varanlega í sessi í Bretlandi. Enn fremur mun ég velta fyrir mér hvort breskir tilraunadýrafræðingar voru í uppreisn gegn formfræðinni, eins og vísindasagnfræðingurinn Garland Allen telur að hafi verið raunin í Bandaríkjunum. En fyrst þarf að huga aðeins að forsögunni. Ritrýnd grein
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.