Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 18
Náttúrufræðingurinn 82 (6. mynd).6,7 Á uppgangsárum til- raunadýrafræðinnar var helsta mið- stöð hennar Dýrafræðirannsókna- stöðin í Napólí,8 sem stofnuð var af þýska dýrafræðingnum Anton Dohrn (1840–1909) árið 1872,9 og síðar Sjávarlíffræðirannsóknastöðin í Woods Hole, Bandaríkjunum, sem stofnuð var 1888.10 Ástæðu þess- ara viðbragða sumra dýrafræðinga gegn formfræðinni rakti Ashworth til „fljótfærnislegra getgátna“ tals- manna fræðigreinarinnar, sem „kall- aði skömm yfir þessa grein dýrfræð- innar“. Ashworth lagði hins vegar áherslu á að tími formfræðilegra gíf- uryrða væri löngu liðinn. Af þessum sökum talaði hann fyrir því að góð- um formfræðigrunni yrði viðhald- ið í námi dýrafræðinga. Það taldi Ashworth mikilvægt þar eð þeir sem vildu „sérhæfa sig í tilrauna- líffræði“ yrðu að vera meðvitaðir um þá staðreynd að „formfræði er nauðsynlegur undanfari lífeðlis- fræðinnar“. Niðurstaða hans var því sú að formfræði skyldi hvorki vera útilokuð né væri hún skaðleg tilraunaaðferðafræðinni.11 Það sem vekur eftirtekt í frásögn Ashworths af þróun tilraunadýra- fræðinnar frá því á síðasta áratug 19. aldar er að hann nefnir engan breskan dýrafræðing, enda voru áhrif Haeckels á dýrafræðikennslu í breskum háskólum slík að árið 1910 „yfirgnæfðu þróunarsögulegar vangaveltur, sem byggðust á lýsandi formfræði, dýrafræðilegar rann- sóknir“.12 Staða breskrar dýrafræði í upphafi 20. aldar var í sláandi mótsögn við þá staðreynd að breskir grasafræðingar höfðu hlúð að lífeðl- isfræðinni frá því á áttunda áratug 19. aldar.13 Grasafræðingurinn Arthur G. Tansley (1871–1955) og fjórir sam- starfsmenn hans gerðu þetta að umtalsefni í grein árið 1917, þar sem þeir reyndu að spyrna við tilraunum nokkurra háskóla til að aðskilja plöntulífeðlisfræði og plöntuform- fræði í námskrám skólanna.14 Fimm- menningarnir bentu þar á að „hin slæmu áhrif formlegs aðskilnaðar lífeðlisfræði frá formfræði má sjá með sláandi hætti innan dýrafræð- innar“. Sökum læknisfræðilegrar áherslu dýralífeðlisfræði í breskum háskólum hafði dýrafræði, að þeirra mati, „að mestu fengið sömu merk- ingu og samanburðarlíffærafræði“. Grasafræðingarnir bentu enn frem- ur á að tilraunir til þess að endur- lífga dýrafræðina með því að leggja áherslu á t.d. erfðafræði hafi ekki að fullu náð að lyfta greininni sem heild upp; það sé „ekki gerlegt ef dýralíf- eðlisfræði … er skilin útundan“.15 Ástæðan fyrir þessum aðskiln- aði milli dýraformfræði og dýra- lífeðlisfræði innan breskra háskóla er líklega margþætt. Augljósasta 3. mynd. Ernst Haeckel (1834– 1919), þýskur dýrafræðingur. 2. mynd. Charles Darwin (1809–1882). 6. mynd. Jacques Loeb (1859– 1924), bandarískur dýrafræðingur. 1. mynd. A.V. Hill (1886–1977), breskur lífeðlisfræðingur. 5. mynd. Thomas Hunt Morgan (1866–1948), bandarískur dýra- og erfðafræðingur. 4. mynd. Hans Driesch (1867– 1941), þýskur dýrafræðingur. 7. mynd. E. Rays Lankester (1847– 1929), breskur dýrafræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.