Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 25
89 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags héldu áfram að binda trúss sitt við formfræðina. Sex árum síðar brugð- ust vísindasagnfræðingarnir Jane Maienschein, Ronald Rainger og Keith Benson á mjög gagnrýninn hátt við tilgátu Allens. Í inngangi að greinunum bentu þau á að breyting- arnar sem dýrafræðin fór í gegnum um aldamótin 1900 hafi ekki falið í sér byltingu heldur hafi verið um að ræða hægfara breytingu.65 Allar götur síðan hafa ýmsir vísindasagn- fræðingar lagt sín lóð á vogarskál- arnar og virðist nokkuð ljóst að uppgangur tilraunadýrafræðinnar hafi verið blæbrigðaríkari en tilgáta Allens gaf til kynna.66–68 Í þessum síðasta hluta ætla ég að varpa frek- ara ljósi á þessa umræðu. Eins og fram hefur komið lagði ritnefnd BJEB áherslu á, þegar til- kynnt var um útgáfu tímaritsins, að birtar yrðu greinar formfræðilegs eðlis ef þær vörpuðu ljósi á gefin tilraunavandmál. Af þessum sökum birtust 10 formfræðilegar greinar í tveimur fyrstu árgöngum tímarits- ins. Þegar Gray tók við ritstjórastarf- inu breytti hann ritstjórnarstefnu tímaritsins m.a. á þann veg að engar formfræðilegar greinar birtust eftir að hann tók við starfinu. Eftir stendur spurningin hvort brotthvarf slíkra greina endurspeglaði andúð Grays á formfræðinni eða þá staðreynd að þær áttu heima í öðrum tímaritum. Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða tvær greinar, aðra eftir Gavin de Beer (1899–1972),69 sem þá gegndi lektorsstöðu við dýrafræðideildina í Oxford, og hina eftir Gray, sem voru einu þróunarfræðilegu greinarnar sem birtust í BJEB. Í grein sinni lýsti Gray ýmsum tilraunum sem hann framkvæmdi til þess að varpa ljósi á þátt vatns í þróun hryggdýra. Þær sýndu meðal annars: 1) vatn er 80% af líkams- þyngd hryggdýra, 2) húð og egg froskdýra eru í dýnamísku jafnvægi við umhverfið, eins og hjá fiskum, og 3) húð og egg skriðdýra eru í kyrrstæðu jafnvægi við umhverfið. Af þessu má ráða að hæfileikinn til að halda vatni í líkamanum kom fram eftir að landhryggdýr komu fram á sjónarsviðið. Í grein de Beer, sem fjallaði um þróun heiladingulsins, byrjaði hann á því að lýsa heiladingli spendýra. Að því loknu fjallaði hann um þroskun hans og var það undarfari ítar- legrar umfjöllunar um þróunarferil (phylogeny) líffærisins, sem rakinn var frá amphioxus, frumstæðasta seildýrinu, upp í gegnum undir- fylkingu hryggdýra. Í niðurlagi greinarinnar gerði de Beer tilraun til þess að varpa ljósi á þróunarsögu heiladingulsins.70 Sláandi munur er á greinunum. Gray byggði allar niður- stöður sínar á lífeðlisfræðilegum tilraunum og sá jafnvel ástæðu til að enda greinina á því að „benda á að fyrirliggjandi gögn byggjast alfarið á tilraunum“,71 en de Beer notaði formfræði til þess að búa til þróunartré. Þessi ólíka nálgun gæti gefið til kynna að Gray hafi ekki verið eins jákvæður í garð form- fræði og fyrri ritnefnd BJEB. Ef sú er raunin þá var hér á ferð- inni stuðningur við yfirlýsingar sem mann- og líffærafræðingurinn G. Elliot Smith (1871–1937) setti fram í ritdómi um formfræðirit E.S. Goodrich (1868–1946), yfirmanns dýrafræðideildarinnar í Oxford, Studies on the Structure and Develop- ment of Vertebrates (1930).72 Ítarlegur ritdómur Smiths var í senn úttekt á bókinni og varnarræða fyrir form- fræðina. Hann lagði áherslu á að allir sem hefðu áhuga á „dýrafræði og steingervingafræði ættu að vera þakklátir fyrir þessa gríðarlega gagnlegu bók“. Smith þótti þar skjóta skökku við að aðferðafræð- in sem Goodrich notaði við rann- sóknir sínar, og hafði á liðinni öld verið grundvöllur mestu byltingar í skilningi mannsins á sjálfum sér og stöðu sinni í náttúrunni, var um þessar mundir „fyrirlitin og útilokuð af fjölda líffræðinga“. Það var að mati Smiths skylda allra raunvísinda að skapa sér traustan formfræðilegan grunn. Hann sagði eðlis-, efna- og steingervingafræð- inga ekki eyða tíma sínum í að gera lítið úr formfræðirannsóknum, en fjöldi líffræðinga vildi hins vegar „hafna verkfærinu“ sem Darwin lagði til grundvallar sinni bylting- arkenndu kenningu. Þvert á það sem hann taldi almennt viðhorf meðal dýrafræðinga lagði Smith áherslu á að formfræðirannsóknir væru hvorki „komnar í þrot“ né „árangurslausar“, því staðreyndin var sú að „nánast hver einasta líf- eðlisfræðilega uppgötvun opnaði nýjar lendur fyrir formfræðina“. En meðan tilraunadýrafræðingar halda áfram að leiða hjá sér þróunarferla og samsvörun (homology) mun, að mati Smiths, halda áfram að hlaðast upp „mikið magn rangra ályktana“ innan greinarinnar.73 Sjónarmið Smiths komu mjög flatt upp á Gray og brást hann við ritdómnum í bréfi sem birtist í Nature. Gray taldi fáa ósnortna af lýsingu Smiths á þessum nafn- lausa hópi líffræðinga sem þjást af formfræðifælni (morpholophobia). Staðreyndin var hins vegar sú að ástandið var ekki nærri eins dökkt og Smith gaf til kynna, því „þrátt fyrir ákafa og víðtæka leit, hefur mér ekki tekist að uppgötva nein raunveruleg tilfelli þessa óheppi- lega sjúkdóms“. Jafnvel þótt fælnin væri til staðar í Bretlandi átti hún, að mati Grays, ekki rétt á sér þar sem lokatakmark formfræðinga og lífeðlisfræðinga er hið sama, þ.e. að skilja hvernig ólíkir hlutar lífver- unnar stuðla að virkni hennar og hvernig þróunin breytir lífverunum smátt og smátt. Með þetta sameigin- lega markmið í huga færði Gray rök fyrir því að „formfræðingurinn (í hefðbundnum skilningi) hefur miðlað og heldur áfram að miðla fyllri skrá samhangandi staðreynda en yngri samstarfsmaður hans á tilraunastofunni getur vænst að fá áorkað á komandi árum“. Af þessum sökum átti Gray sér þá ósk heitasta að formfræði og tilrauna- dýrafræði yrðu aldrei taldar útiloka hvor aðra, þar sem „tilraunir standa ekki einar og sér; þær eru ein- ungis viðbótarvopn í líffræðilega vopnabúrinu“.74 Af þessu má ráða að Gray var sammála Hogben, Crew, Huxley og félögum þeirra í gömlu ritnefndinni um gagnkvæmt mikilvægi form- fræði og tilraunadýrafræði, nokkuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.