Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 29
93 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Stærð hraunsins og aldur Mikil misgengi setja svip sinn á landslagið við Búrfell. Þeirra mest er Hjallamisgengið sem myndar nokkuð samfelldan misgengishjalla allt frá Elliðavatni að Kaldá. Við Búrfell eru einnig mikil misgengi og saman myndar þetta misgengja- og sprungukerfi sigdal með stefnu frá norðaustri til suðvesturs og teygir sig raunar allar götur frá Krísuvík og upp í Úlfarsfell. Búrfell hlóðst upp í gosi við austurbrún sigdalsins. Búrfellshraun og Maríuhellar Árni Hjartarson Búrfell upp af Hafnarfirði er gígur af þeirri gerð sem kallast eldborg. Eldborgir einkennast af því að gos hefur orðið á stuttri sprungu eða pípulaga gosrás og myndar því stakan aðalgíg og stundum smærri gíga þar hjá. Engir slíkir hliðargígar eru hjá Búrfelli; það stendur eitt og stakt, hlaðið úr gjalli og hraunkleprum (1. mynd). Berggerðin er ólivínbasalt með hvítum plagíóklasdílum og ljósgrænum ólivíndílum. Um þetta og fleira svipar hrauninu til dyngjuhrauna. Hraunstraumurinn sem rann frá Búrfelli í sjó fram á nokkrum stöðum nefnist einu nafni Búrfellshraun en hefur fjölmörg sérnöfn eftir einstökum hlutum hraunsins, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur rannsakaði Búrfellshraun, lét gera á því aldursgreiningar og ritaði um það.1,2 Flest sem síðar hefur verið skrifað um hraunið grund- vallast á rannsóknum hans, m.a. þessi grein. 1. mynd. Horft til vesturs yfir Búrfell. Búrfellsgjá gengur vestur úr gígnum en beygir svo krappt til norðurs. – The crater in the Búrfell cinder cone and lava channel. Ljósm./Photo: Árni Geirsson. Náttúrufræðingurinn 77 (3–4), bls. 93–100, 2009 Ritrýnd grein

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.