Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 34
Náttúrufræðingurinn 98 að lokum allt stungið út og notað að Vífilsstöðum. Úti fyrir munn- anum þrönga er annað niðurfall þar sem hellisþakið hefur hrunið. Það er grunnt en 22 m langt. Draugahellir er vestastur Maríu- hella, 18 m norðvestur af munna Vífilsstaðahellis. Inngangurinn í hann er um þrönga gjótu sem ligg- ur niður með vegg hraunrásarinnar og stórgrýtis úr föllnu þakinu (6. og 7. mynd). Fyrst er farið 3,5 m niður en síðan má smeygja sér milli stórgrýtis og veggjar eftir hallandi göngum uns komið er í víðara rými innan við hrunið, á 5–6 m dýpi í hrauninu. Þar verður fyrir gild hraunsúla á vinstri hönd, 20 m að ummáli, en rúmgóð og hvelfd hellisgöng þar inn af. Hellirinn er í heild 65–70 m langur inn í botn en er mjög lágur innst. Víð hvelfing með kúpulaga þaki gengur út frá honum til hægri. Allmikið hrun hefur orðið þar úr loftinu svo hrúg- ur af stórgrýti eru á gólfi. Annars staðar er lítið um hrun. Hellirinn gengur inn undir þjóðveginn upp í Heiðmörk þannig að vel heyrist í bílum sem aka yfir hann. Nafn hellisins er tilgreint í örnefnaskrá Guðlaugs R. Guðmundssonar10 en engin saga fylgir því. Eitthvað er þó órökrétt við það að draugar haldi til í Maríuhellunum. Jósefshellir (?) er 70 m austan við Maríuhella skammt frá göngustíg um hraunið. Þar er allmikið niður- fall en norður úr því gengur lágur 5. mynd. Maríuhellar er samheiti á þremur hellum á landamerkjum Urriðavatns (Urriðakots) og Vífilsstaða; Draugahelli, Vífilsstaðahelli og Urriðakotshelli. Ónákvæm grunnteikningu af hellunum. Nánari staðsetning sést á 2. mynd. – The St. Mary caves.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.