Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 35
99 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hvelfdur hellir, 22 m á lengd en um 12 m víður yst. Mold er á gólfi og ljóst að þar hefur sauðfé haft afdrep þótt óvíst sé hvort um gamlan fjár- helli sé að ræða. Í hellabók sinni frá 19908 segir Björn Hróarsson að skammt frá Maríuhellum sé lítill hellir sem nefndur sé Jósefshellir og oftast talinn með Maríuhellum. Í hellabókinni frá 20069 nefnir Björn þennan helli Vífilsstaðahelli en þar er Jósefshellir horfinn úr hellatali. Örnefnaflækja Af ofanrituðu sést að óvissa er um nöfn hellanna. Hér er að mestu fylgt lýsingu Guðlaugs R. Guðmunds- sonar10 en einnig var farið á vett- vang með Svani Pálssyni, sem er fæddur í Urriðakoti 1937 og þekkir öllum betur örnefni á þessum slóð- um. Guðlaugi og Svani ber saman um nafngiftir hellanna þriggja en hvorugur þeirra kannast við Jósefs- helli. Samkvæmt lýsingu Björns Hróarssonar frá 20069 og hnitum sem hann gefur upp, slær hann sam- an Vífilsstaða- og Urriðakotshellum og nefnir einu nafni Urriðakotshelli. Um Draugahelli er hann sammála Svani og Guðlaugi en hellinn sem hann nefnir Jósefshelli í bók sinni frá 19908 kallar hann Vífilsstaðahelli í stóru hellabókinni frá 2006, sem fyrr er greint9. Enn annar skiln- ingur kemur fram í örnefnaskrá Vífilsstaða frá 1991; þar er Vífils- staðahellir nefndur Maríuhellir en Urriðakotshellir kallaður Jósefshell- ir.13 Þessari örnefnaskrá ber ekki saman við eldri skrár og virðist hér komið dæmi um nýlega örnefnaþró- un því engar heimildir finnast um Jósefshelli fyrr en 1990. Upphaflega virðist Maríuhellanafnið hafa átt við fjárhellana tvo sem kenndir eru við Vífilsstaði og Urriðakot. Seinna bætist Draugahellir í hópinn enda í raun hluti af sömu hellasamstæðu. Örnefnið er líklega ungt og sést ekki á prenti fyrr en undir lok 20. aldar. Að lokum kemur fjórði hellirinn til sögunnar, kenndur við Jósef, enda réttlætismál að eigna honum helli nálægt hellum eiginkonu sinnar. Niðurstöður Helstu niðurstöður þessarar grein- ar eru þær að Búrfellshraun við Hafnarfjörð sé stærra en áður hefur verið talið og eru færð rök fyrir því. Hraunflóð virðist hafa fallið til Straumsvíkur en nú er sú hraun- tunga að mestu hulin yngri hraun- um. Rannsóknir benda þó til að Selhraun 1 sunnan Straumsvíkur sé hluti Búrfellshrauns. Saga Búrfells- gossins er rakin og henni skipt upp í fjóra þætti. Birt er nýtt kort af Maríuhellum og reynt er að greiða úr örnefnaflækju sem þeim tengist. Hér er um einn þrískiptan hraun- rásarhelli að ræða og stakan helli, Jósefshelli, þar skammt frá. Nafnið Maríuhellar virðist hafa fest við þá þegar þeir voru eign Maríu- kirkjunnar og klaustursins í Viðey. Örnefnið er því gamalt og gæti verið frá 13. öld. 6. mynd. Í Draugahelli. – The dark interior of Draugahellir, the Ghost Cave. Ljósm./Photo: Árni Hjartarson. 7. mynd. Hellakönnuður kemur upp úr þröngum inngangi Draugahellis. – A pioneer in the Draugahellir entrance. Ljósm./Photo: Árni Hjartarson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.