Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 40
Náttúrufræðingurinn 104 líklegur til að finnast á búsvæði eins og Hvalfirði eða Breiðafirði. Miðað við skjaldarstærð er tösku- krabbi einnig margfalt þyngri og því mun fiskmeiri og verðmætari tegund. Nokkur ytri útlitseinkenni ættu einnig að auðvelda aðgrein- ingu tegundanna. Klettakrabbi er líkt og töskukrabbi með tíu ávala geira á fram- og hliðarbrún skjaldar hvorum megin, en þeir eru tenntari á klettakrabba, mest sá níundi á miðri hlið. Aftasti geirinn er þó oft lítt sýnilegur á litlum dýrum. Grip- armar hafa hrjúfa áferð og ílanga hryggi á klettakrabba en eru sléttir á töskukrabba (1. og 4. mynd). Lífshættir og útbreiðsla Útbreiðsla klettakrabba er allvíð- áttumikil við austurströnd Norður- Ameríku, eða allt frá Labrador til Flórída (2. mynd). Dýpissvið er einnig mikið, 0–750 m, og heldur krabbinn sig hlutfallslega meira á grunnsævi á norðurslóðum og öfugt þegar sunnar dregur. Því má gera ráð fyrir að útbreiðslan tengist nokkuð hitastigi sjávar, en hitasvið virðist þó nokkuð vítt, eða frá -2 til 29°C. Þá er seltusviðið einnig talsvert, eða 25–35‰.11,12 Sem dæmi má nefna að krabbar af öllum stærðum hafa fengist í 5°C heitum sjó í júnímánuði,12 þ.e. svipað hitastig og víða hér við land að vori, t.d. í Breiðafirði. Ekki er því ólíklegt að útbreiðsla klettakrabba eigi eftir að aukast við landið á komandi árum. Stærri krabbar halda sig mest á hörðu botnlagi en minni dýr fremur á leir- eða sandbotni. Karldýr geta orðið um 150 mm að skjaldarbreidd en kvendýr verða sjaldan stærri en 100 mm.11 Veiðar Nytjar eru talsverðar, einkum í Kanada 7–9 þús. tonn á ári,8 og er bæði um beinar gildruveiðar að ræða í St. Lawrenceflóa og auka- afla með ameríkuhumri (Homarus americanus), t.d. í Fundyflóa.13 Við norðausturströnd Bandaríkjanna er klettakrabbi einnig veiddur við beinar en oft blandaðar gildruveið- ar á Jonah-krabba (Cancer borealis) og klettakrabba en auk þess kemur hann sem aukaafli við veiðar á ameríkuhumri. Niðurlag Fjórar tegundir af ættkvíslinni Can- cer er að finna í Norður-Atlantshafi. Fundarstöðum hér við land á tösku- krabba, sem kalla má grunnsjávar- tegund í Norðaustur-Atlantshafi, 4. mynd. Klettakrabbi (Cancer irroratus). Ljósm./Photo: Anton Galan. 1. a) Fram- og hliðarbrún skjaldar með tíu fremur ávala geira hvoru megin. Yfirborð griparma slétt. – Anterolateral margins of carapace with broadly rounded lobes. Chelipeds smoothly surfaced 1. b) Fram- og hliðarbrún skjaldar með tíu tennta eða sagtennta geira hvorum megin. – Anterolateral margins of carapace with toothed or serrated lobes. 2. a) Fram- og hliðarbrún skjaldar með tíu sagtennta (oftast þrjár tennur) geira hvoru megin; sá níundi á hliðum smátenntur. Yfirborð griparma fremur slétt að framan en með ílöngum smáhryggjum aftar. – Anterolateral lobes of carapace with den- ticulate margins. The ninth or most lateral lobe with small sharp teeth. Chelipeds with tubercules or short spines arranged in rows on upper surface of carpus and palm. 2. b) Fram- og hliðarbrún skjaldar með tíu ávala en smátennta geira hvoru megin, sá níundi á hliðum þó áberandi hvass- tenntur. Yfirborð griparma hrjúft með ílöngum hryggjum. – Anterolateral lobes of carapace with entire or granulate margins. The ninth or most lateral lobe with one very prominent pointed tooth. Chelipeds with ridges and carpus with reticulate pattern on upper surface. C. pagurus 2. C. bellianus C. irroratus Greiningarlykill / Identification key cm

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.