Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 45
109 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Skaðsemi Fullorðin folafluga veldur ekki skaða. Hins vegar geta lirfur hennar valdið skaða þegar þær eru í mikl- um þéttleika á túnum og í görðum og haft afgerandi áhrif á ræktun nytjaplantna, bæði utan- og innan- dyra.1,13 Þær éta fjölbreytt plöntu- fæði. Algengar plöntur eru: grös, rótargrænmeti í görðum, baunir, kartöflur og græðlingar trjáa. Þær geta étið allan börkinn af græð- lingnum við rótina þannig að hann drepst.14,15 Þær valda mestum skaða á vorin og geta skilið eftir sig dauða bletti á grasflötum þar sem illgresi getur náð að þrífast.16 Ef vart verður við skaða af völdum lirfunnar er mælt með að grasi sé haldið snöggu síðari hluta sumars.13 Stjórnun Náttúrulegir óvinir folaflugunnar eru margir. Ýmsar fuglategundir, eins og starar og krákur, geta dregið úr stofnstærð hennar með lirfuáti, en einnig er vitað að sníkjuvespa (Anaphes sp.) ræðst á egg folaflug- unnar.1,16 Tilraunir hafa verið gerðar með að nota bakteríuna Bacillus thu- ringiensis og þráðorma (Steinernema spp.) við líffræðilega stjórnun á lirf- ustofnum og skiluðu þær ágætum árangri.16 Einnig hafa rannsóknir sýnt að hægt er að stjórna stofn- stærð tegundarinnar með víðtæku skordýraeitri.1,17 Rannsókn Sýnataka Rannsókn fór fram í Hveragerði og nágrenni á tímabilinu 24. maí til 17. september 2005. Valin voru sjö ólík búsvæði: barrskógur, lauf- skógur, hverasvæði, lúpínubreiða, ræktaður garður (Fræðasetrið í miðju Hveragerði), gamalt tún í órækt (Vorsabær, utan við þétt- býlið í Hveragerði) og óræktað svæði við gróðurhús (4. mynd). Sýnum var safnað á tveggja vikna fresti á rannsóknartímabilinu. Þrjár aðferðir voru notaðar við veiðar á lirfum: tekin magnbundin jarð- vegssýni, grafið ómagnbundið í jarðveg til að leita að þeim og þær veiddar í fallgildrur. Flugur voru ýmist veiddar með flugnagildrum, fallgildrum eða háfi. Úrvinnsla Greining var framkvæmd á rann- sóknarstofu í Öskju, Náttúrufræða- húsi Háskóla Íslands. Berlese-ljós- flæmir var notaður til að ná lirfum úr jarðvegssýnum; það virkar þann- ig að ljós er látið skína á jarðvegs- sýnin að ofan og lirfur flæmast frá ljósinu og falla í glas með etanóli að neðan. Flugur voru taldar og kyn- greindar, lirfur voru taldar og lengd- armældar. Kvenflugur voru krufðar til að ákvarða kynþroskastig. Út frá þroskastigi eggjastokkanna var flugunum skipt í fjóra flokka: A: óþroskaðar, B: fullþroskaðar, C: eru að verpa, D: búnar að verpa.18 Niðurstöður Folaflugur fundust allt sumarið í Hveragerði (5. mynd). Í júní og byrjun júlí fannst hún einungis á tveimur búsvæðum, í ræktaða garðinum og við gróðurhúsið, en þegar leið á júlímánuð fór hún að finnast á fleiri búsvæðum. Í báðum sýnatökum í ágúst fannst hún á öllum búsvæð- um nema í barrskóginum. Þegar komið var fram í september fannst hún á öllum búsvæðum nema í lauf- og barrskógunum. Mestur fjöldi folaflugna fannst í ræktaða garðinum við Fræðasetrið á rann- sóknartímabilinu. Lirfur fundust á þremur rann- sóknarsvæðum, við gróðurhúsið, í 4. mynd. Yfirlitsmynd af Hveragerði sem sýnir staðsetningu rannsóknarsvæðanna sjö. Gulir punktar merkja fallgildrur (Barber-gildrur) og bláir punktar flugnagildrur. – The seven sampling areas around Hveragerði. Yellow dots: locations of pitfall traps (Barber traps) and blue dots: windowtraps. Ljósm./Photo: Loftmyndir ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.