Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 46

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 46
Náttúrufræðingurinn 110 ræktaða garðinum við Fræðasetrið og í óræktaða túninu við Vorsabæ. Í byrjun júní, þegar tilraunasýnatök- ur fóru fram, fundust þær einnig á hverasvæðinu og á útivistarsvæðinu við Varmá í miðju Hveragerði. Í magnbundnu jarðvegssýnunum voru einstaklingar of fáir til að hægt væri að meta þéttleika lirfanna. Þegar litið var á stærðardreifingu lirfa úr ómagnbundnum sýnum og fallgildrum voru þær 1,5–4,0 cm að lengd í júní og júlí en 1,0–2,4 cm í september (5. mynd). Engar lirfur fundust á tímabilinu frá 13. júlí til 30. ágúst. Kvenflugur urpu allt sumarið í Hveragerði (6. mynd). Í júlí voru kvenflugur hvorki með óþroskaða né fullþroskaða eggjastokka. Í ágúst náði fjöldi verpandi flugna hámarki. Á sama tíma og kvenflugur með óþroskaða og fullþroskaða eggja- stokka hættu að finnast í júlí, hættu lirfur einnig að finnast (5. mynd). Þessir tveir þroskaflokkar fundust svo aftur í ágúst en lirfur ekki fyrr en í september (5. og 6. mynd). Á öllum búsvæðum nema barr- skóginum veiddust verpandi flugur og flugur sem voru búnar að verpa, en þær síðarnefndu veiddust reynd- ar ekki á lúpínusvæðinu (7. mynd). Aðeins á tveimur búsvæðum, við Fræðasetrið og gróðurhúsið, veidd- ust flugur á öllum þroskastigum. Flestar verpandi flugur veiddust við Fræðasetrið og á hverasvæðinu. Við hverasvæðið, í laufskóginum og á Vorsabæ veiddust aðeins flugur sem voru að verpa eða búnar að verpa og í lúpínunni eingöngu verpandi flugur (7. mynd). Umræður Langflestar folaflugur fundust í ræktaða garðinum við Fræðasetrið og er það í samræmi við erlendar rannsóknir um að kjörlendi fyrir varp flugunnar sé í gróðri og þá sérstaklega grasi.1 Flugan fannst hins vegar einnig í öllum öðrum búsvæðum nema barrskóginum (7. mynd). Mikill munur var á kynjahlutfalli flugnanna eftir því hvaða aðferð var beitt við að veiða 6. mynd. Fjöldi og kynþroskastig allra kvenflugna og sýnatökudagar sumarið 2005. – Number of female flies, maturity stages and date of sampling in the summer of 2005. 7. mynd. Fjöldi og kynþroskastig allra kvenflugna frá júní til september 2005 og búsvæðin þar sem þær voru veiddar. – Number of female flies, maturity stages and habitat selection from June to September 2005. 5. mynd. Lífsferill folaflugu í Hveragerði sumarið 2005. Kynþroskastig kvenflugna er sýnt (A: óþroskaðir eggjastokkar, B: fullþroskaðir eggjastokkar, C: er að verpa, D: búin að verpa) og hvenær þær veiðast. Einnig er sýnt hvenær flugur (bæði kyn) og lirfur veiddust og í hvaða stærðarflokkum (cm) lirfurnar voru. Egg og púpur fundust ekki. – The life cycle and habitat selection of the Marsh Cranefly in Hveragerði in the summer of 2005. Maturity stages of females are shown (A: immature female, B: maturing female, C: mature female before oviposition and D: mature female after oviposition), date of sampling and larvae are categorized according to total length (cm). Eggs and pupae were not found. 4 4 1 1 1 3 1 2 1 11 14 11 16 79 45 14 1 5 6 13 9 3 16 júní n = 19 28 júní n = 24 13 júlí n = 11 27 júlí n = 22 11 ágúst n = 95 30 ágúst n = 56 17 sept n = 18 Fj öl di k ve nf lu gn a og þ ro sk as tig Búin að verpa Er að verpa Fullþroskuð Óþroskuð 7 4 3 4 84 31 38 5 11 21 3 20 8 3 3 Fræðasetur n = 97 Gróðurhús n = 59 Hverasvæði n = 46 Laufskógur n = 8 Lúpína n = 11 Vorsabær n = 24 Fj öl di k ve nf lu gn a Búin að verpa Er að verpa Fullþroskuð Óþroskuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.