Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 52

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 52
Náttúrufræðingurinn 116 Kristín Svavarsdóttir Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir árið 2006 Félagar Í lok ársins 2006 voru félagar í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi 1.192 en voru 1.202 í ársbyrjun. Á árinu gengu 25 manns í félagið en á móti sögðu 18 sig úr því, 17 létust og einn var strikaður út af öðrum ástæðum. Af þeim sem gengu í félagið voru sjö námsmenn, eða tæplega 30%. Félags- menn í árslok 2006 skiptust þannig: níu heiðursfélagar, fimm kjörfélagar, sex ævifélagar, 922 almennir félagar innanlands, 25 félagar og stofnanir erlendis, 123 stofnanir innanlands, 80 skólafélagar og 22 einstaklingar með hjónaáskrift. Stjórn og starfsmenn Árið 2006 var stjórn félagsins þannig skipuð: Kristín Svavarsdóttir for- maður, Helgi Torfason varaformað- ur, Kristinn J. Albertsson gjaldkeri, Hilmar J. Malmquist ritari, Esther Ruth Guðmundsdóttir, Droplaug Ólafsdóttir og Helgi Guðmunds- son meðstjórnendur. Droplaug var fulltrúi stjórnar í ritstjórn Náttúru- fræðingsins, Esther hafði umsjón með fræðslufundum félagsins og Helgi Guðmundsson hafði umsjón með fræðsluferðum. Stjórnin fundaði átta sinnum á árinu. Skoðunarmenn reikninga voru Kristinn Einarsson og Arnór Þ. Sigfússon, varamaður þeirra var Hreggviður Norðdahl. Útbreiðslustjóri félagsins var Erling Ólafsson. Erling lét af störfum fyrir Hið íslenska náttúrufræðifélag 31. desember 2006 eftir 23 ára gæfuríkt starf, en allan þann tíma hafði hann umsjón með félagatalinu og frá árinu 1984 einnig með dreifingu Nátt- úrufræðingsins og Félagsbréfsins. Störf Erlings í þágu félagsins hafa verið ómetanleg og stjórnin færir honum innilegar þakkir fyrir ein- staka hollustu. Álfheiður Ingadóttir ritstýrði tveimur tvöföldum heftum Náttúrufræðingsins á árinu. Seinna heftið kom út í nóvember og var það síðasta hefti Álfheiðar sem ritstjóra, en hún ritstýrði tímaritinu í 10 ár. Undir forystu Álfheiðar var m.a. útliti og broti Náttúrufræðingsins breytt haustið 2002. Stjórnin þakkar Álfheiði vel unnin störf sem ritstjóri Náttúrufræðingsins. Dýraverndarráð. Umhverfisráð- herra skipaði dýraverndarráð árið 2004 og fyrir HÍN situr Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur og er hann jafnframt formaður ráðsins. Ráðgjafarnefnd við undirbúning um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Ingólfur A. Jóhannesson sat í nefndinni fyrir hönd frjálsra félagasamtaka (HÍN þeirra á meðal) en nefndin lauk störfum á árinu. Ulla R. Pedersen var varamaður. Aðalfundur Aðalfundur félagsins fyrir árið 2006 var haldinn laugardaginn 26. febrúar 2007 kl. 14 í fundarsal Náttúru- fræðistofu Kópavogs, í Safnahúsinu í Kópavogi. Fundarstjóri var kos- inn Hreggviður Norðdahl og fund- arritari Þóra Hrafnsdóttir. Fund- inn sátu 13 félagsmenn. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti ársreikninga félagsins sem voru samþykktir af fundarmönnum án athugasemda. Formaður gerði einnig grein fyrir störfum dýra- verndarráðs í fjarveru fulltrúa HÍN í ráðinu. Úr stjórn áttu að ganga Esther Ruth Guðmundsdóttir, Helgi Torfa- son og Hilmar J. Malmquist. Öll gáfu þau kost á sér áfram og voru endurkjörin. Arnór Þ. Sigfússon og Kristinn Einarsson voru endur- kjörnir skoðunarmenn reikninga og Hreggviður Norðdahl varamaður þeirra. Hilmar J. Malmquist gerði grein fyrir þremur ályktunum sem stjórn- in lagði fyrir aðalfundinn og voru þær samþykktar með litlum breyt- ingum. 1) Ályktun um Náttúruminjasafn Íslands: „Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, haldinn 26. febrúar 2007 í Kópavogi, ítrekar fyrri álykt- anir aðalfunda Hins íslenska nátt- úrufræðifélags til margra ára um málefni Náttúruminjasafns Íslands, höfuðsafns íslensku þjóðarinnar í náttúrufræðum, sem félagið hefur barist fyrir í meira en heila öld. Hið íslenska náttúrufræðifélag hvetur mennta- málaráðherra og aðra hlutaðeig- andi aðila til að beita sér af fullum þunga fyrir því að ráðist verði hið fyrsta í byggingu veg- legs og nýstárlegs sýningar- og kennslusafnshúss í náttúrufræð- um, sem hafi aðsetur á höfuð- borgarsvæðinu og starfi í tengslum við Náttúrufræðistofn- un Íslands. Hið íslenska náttúru- fræðifélag fagnar því að hreyfing er komin á málið, m.a. fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.