Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 53

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 53
117 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags atbeina núverandi menntamála- ráðherra, þar sem komin eru fram frumvarpsdrög að sérlögum um Náttúruminjasafn Íslands (sbr. bráðabirgðaákvæði í safnalögum nr. 106/2002). Félagið harmar hins vegar að hafa ekki verið haft með í ráðum við smíði frum- varpsins og telur eðlilegt, í ljósi samofinnar sögu og tengsla félagsins við Náttúrugripasafn Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands, að félagið fái frumvarp- ið til umfjöllunar áður en það verður lagt fyrir Alþingi. Hið íslenska náttúrufræðifélag vænt- ir góðs samstarfs við ráðuneyti mennta- og umhverfismála um framtíðarmálefni Náttúruminja- safns Íslands.“ 2. Ályktun um Þjórsárver: „Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, haldinn 26. febrúar 2007 í Kópavogi, fagnar eindregið þeim árangri sem nýlega hefur náðst um frestun á gerð Norðlingaölduveitu og öðr- um virkjunarframkvæmdum í og við Þjórsárver. Hið íslenska náttúrufræðifélag skorar enn- fremur á umhverfisráðherra að beita sér að fullu gegn öllum framtíðaráformum um frekari virkjunarframkvæmdir á Þjórsár- verasvæðinu og vinna þess í stað að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum til samræmis við náttúruleg mörk veranna.“ 3. Ályktun um Rammaáætlun: „Aðalfundur Hins íslenska náttúru- fræðifélags, haldinn 26. febrúar 2007 í Kópavogi, hvetur ríkisstjórn Íslands til að ljúka sem allra fyrst við gerð seinni áfanga ramma- áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, þannig að sátt megi skapast meðal þjóðarinnar um skynsamlegan grunn til ákvörðunar um verndun náttúru eða nýtingu og forgangsröðun einstakra kosta til orkuöflunar. Að gefnu tilefni brýnir Hið íslenska náttúrufræðifélag jafn- framt fyrir stjórnvöldum og virkjunaraðilum að bíða með öll áform um virkjun háhitasvæða þar til niðurstaða hefur fengist í rammaáætlun enda eru háhita- svæðin einstök í náttúru Evrópu og sum hver á heimsmælikvarða, svo sem Torfajökulssvæðið, Kerl- ingarfjöll, Brennisteinsfjöll og Askja.“ Undir liðnum önnur mál þakkaði formaðurinn fráfarandi útbreiðslustjóra, Erling Ólafssyni, og fráfarandi ritstjóra Náttúru- fræðingsins, Álfheiði Inga- dóttur, vel unnin störf í þágu félagsins og færði þeim bóka- gjafir frá félaginu. Þau þökk- uðu fyrir sig með nokkrum orðum og Álfheiður deildi með fundargestum hugmyndum sínum um breytingar á útgáfu tímaritsins sem gætu orðið því til heilla. Útgáfa og heimasíða félagsins Einn árgangur Náttúrufræðingsins, 74. árgangur, kom út árið 2006, tvö tvöföld hefti. Seinna heftið var hið síðasta sem Álfheiður Ingadóttir ritstýrði. Ásdís Auðunsdóttir veð- urfræðingur sagði sig úr ritstjórn fyrir nokkru en enginn hafði verið skipaður í hennar stað. Haustið 2006 var Guðmundur Ingi Guðmunds- son umhverfisstjórnunarfræðingur skipaður í ritstjórn og er hún þá fullskipuð á ný með sjö manns. Á fyrri hluta ársins 2006 var við- ræðum við Náttúrufræðistofnun Íslands um áframhaldandi umsjón með útgáfu Náttúrufræðingsins haldið áfram. Samningar tókust ekki þar sem aðila greindi of mikið á um kostnað. Niðurstaða stjórnarinnar var því að segja samningnum við NÍ upp og var það gert með bréfi dagsettu 8. ágúst 2006. Sem starfs- maður Náttúrufræðistofnunar lét Álfheiður því af ritstjórn tímaritsins en það varð að samkomulagi að hún lyki útgáfu 74. árgangs og kom síðasta hefti í ritstjórn hennar út í nóvember 2006. Samkomulag var gert við Nátt- úrufræðistofu Kópavogs að taka að sér umsjón með útgáfu Náttúru- fræðingsins og var samningur milli félagsins og Náttúrufræðistofunnar undirritaður 15. september 2006. Samningurinn gildir til loka ársins 2008 með ákvæði um endurskoðun innan árs frá undirritun. Samhliða samningnum var undirrituð vilja- yfirlýsing milli sömu aðila um að samningurinn feli í sér átaksverk- efni og að það sé sameiginlegur vilji beggja aðila að Náttúrufræðingur- inn komi þéttar út á þessu tímabili til að vinna upp þá seinkun á útgáfu tímaritsins sem orðin er. Hrefna B. Ingólfsdóttir líffræðingur var ráðin Á aðalfundi Hins íslenska náttúrufræðifélags í febrúar 2007 var samþykkt ályktun um stækkun friðlands í Þjórsárverum. Ljósm.: Þóra Ellen Þórhallsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.