Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 58
Náttúrufræðingurinn 122 þaðan til norðurs. Hin hrinan varð við norðurjaðar Langjökuls og þar norður af. Stærsti skjálftinn varð 26. nóv. kl. 15:31. Hann fannst víða í Húnaþingi og mældist 4,4 stig. Halastjörnur Í ársbyrjun sást á himni allbjört halastjarna sem kennd er við ástralskan stjörnufræðing og halastjörnumann, Róbert McNaught að nafni. Hann veitti henni fyrstur athygli í ágúst 2006 meðan hún var enn langt utan við braut jarðar en á hraðri siglingu í sólarátt. Í byrjun janúar skartaði hún fallega á morgunhimni en raunar var hægt að sjá hana að kvöldlagi einnig. Birta hennar fór vaxandi dag frá degi en jafnframt nálgaðist hún sól og varð því erfiðara að koma auga á hana. Stjarnan fór langt inn fyrir braut Merkúríusar og var í sólnánd 12. janúar. Um það leyti var birta hennar meiri en birta Venusar þannig að hún sást þótt sól væri á lofti. Eftir miðjan mánuð var halastjarnan komin vel suður fyrir miðbaug himins og sást því ekki lengur frá Íslandi. Í október birtist óvenjuleg halastjarna (ef halastjörnu skyldi kalla) í stjörnumerkinu Perseusi. Stjarnan er kennd við Edwin Holmes, enskan stjörnufræðing sem uppgötvaði hana 1892. Hún gengur á tiltölulega hringlaga braut og heldur sig jafnan á milli Mars og Júpíters. Umferðar tími hennar er um 7 ár. Oftast er hún svo dauf að hún greinist ekki nema í öflugum sjónaukum jafnvel þegar hún er næst jörðu. Þann 24. október blossaði hún skyndilega upp og varð vel sýnileg með berum augum í nokkrar vikur. Stjarnan líktist meir hringlaga gufuhnoðra en stjörnu. Enginn hali var sjáanlegur. Félagar í stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness fylgdust vel með halastjörnu Holmes og Snævarr Guðmundsson náði af henni mörgum ágætum myndum. Meiri fróðleikur er um halastjörnurnar á vef Almanaks Háskóla Íslands, sem Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur heldur úti. Gróðurfar Gróður tók víða fremur snemma við sér og bera fór á birkifrjóum í lofti strax fyrri hluta maímánaðar. Í Reykjavík mældist frjómagn í lofti yfir sumarið vel yfir meðallagi enda veðurfar lengst af hagstætt fyrir frjó- dreifingu, langvarandi þurrkur og sólskin. Á Akureyri var frjómagn í meðallagi og þar náði magn grasfrjóa hámarki í ágúst, eða um mánuði síðar en í Reykjavík. Mikil þurrkatíð í júní og júlí hafði veruleg áhrif á gróður víða á landinu. Spretta var lítil og víða var gróð- ur orðinn gulur og brunninn af þurrki um mitt sumar. Þurrkurinn hafði enn fremur þau áhrif að nokkuð var um gróðurbruna nálægt þéttbýli. Á Miðdalsheiði ofan Reykjavíkur brann um 9 hektara land illa í lok júní. Svæðið var gróið mosaþembu með stinnastör og krækilyngi og búast má við að það taki hraungambrann (Racomitrium lanuginosum), sem er ríkjandi mosategund á svæðinu, mörg ár að mynda samfellda breiðu á ný. Árlegur Surtseyjarleiðangur var farinn í júlí og leiddi í ljós mikla fjölgun plöntutegunda annað árið í röð. Merkasta fundinn má telja burknann þrílaufung (Gymnocarpium dryopteris), sem er fremur algengur í birkiskógum á vestan-, norðan- og austanverðu land- inu. Dýralíf á landi Fregnir bárust um hinn illræmda spánarsnigil (Arion lusitanicus) á fjórum stöðum á stór-Reykjavíkursvæð- inu í lok sumars og virðist hann því hafa þolað þurrka- tíð sumarsins vel. Snigillinn fannst einnig á áður þekktum fundarstað á Ólafsfirði og því virðist sem þessi vágestur, sem fyrst sást til árið 2003, sé að taka sér bólfestu á Íslandi. Í apríl fannst bjallan asparglytta (Phratora vitellinae) í Skógrækt ríkisins að Mógilsá í Kollafirði annað árið í röð. Bjallan er vel þekkt meindýr í Evrópu og lifir helst á öspum og víði. Þegar komið var fram í júní voru skemmdir af völdum bjöllunnar orðnar töluverðar í skógræktinni og lauf víða uppétin, sérstaklega þar sem skýlt var og trén uxu hvað þéttast. Bjallan er vel fleyg og því má búast við að hún dreifi sér fljótt út frá skógræktinni. Fullorðnar bjöllur vakna úr dvala á vorin og leggjast á nýsprottin lauf og verpa eggjum sínum á hýsilplönturnar. Lirfurnar taka síðan við og geta gengið allnærri plöntunum. Fullvaxnar lirfur yfirgefa trén og púpa sig niðri í jörðinni og á haustin skríða fullorðnar bjöllur úr púpunum og leggjast í vetrardvala. Í árlegri vetrartalningu Náttúrufræðistofnunar á fuglum, sem að þessu sinni fór fram í janúarbyrjun, sáust tólf ernir og munu það vera fleiri en nokkru sinni frá upphafi talninganna árið 1952. Veðurfar var hagstætt erninum síðari hluta vetrar og vorið gaf enn frekari fyrirheit um gott arnarvarp. Í maí var hins vegar aðeins vitað um 33 hreiður, samanborið við 44 árin á undan, og því ljóst að eingöngu um helmingur þeirra 64 para sem talin eru vera í stofninum verpti eggjum. Halastjarna Holmes. Bjarta stjarnan til hægri er Mirfak í Perseusi (Alfa Persei). Sjá má daufar fastastjörnur skína í gegnum hjúp hala- stjörnunnar. Ljósm.: Snævarr Guðmundsson (10. nóvember 2007).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.