Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 59

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 59
123 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Ekki varð vart við nýjar fuglategundir á árinu en nokkra sjaldgæfa gesti bar þó yfir hafið. Þeirra helstir að vori voru holudúfa (Columba oenas) sem sást við Egilsstaði 25. apríl og við Borgir við Hornafjörð 1. maí, rauðhegri (Ardea purpurea) sem sást við Elliðavatn ofan Reykjavíkur 4. maí og fagurgæs (Branta ruficollis) sem sást á Fljótsdalshéraði 7. maí. Að venju báru haustlægðirnar einnig með sér nokkra sjaldgæfa gesti. Þeirra helstir voru safaspæta (Sphyrapicus varius) sem sást á Selfossi 7. október og straumsöngvari (Locustella fluviatilis) sem sást við Vík í Mýrdal 11. október. Þann 20. desember sást að auki til kúhegra (Bubulcus ibis) í Mýrdalnum. Óvenjumargar barrfinkur (Carduelis spinus) bárust til landsins í október. Tegundin er útbreidd í norðanverðri Evrópu og í austurhluta Asíu en fremur sjaldgæfur flækingur hér á landi. Á árunum 1939–2002 voru skráð- ir 209 fuglar. Að þessu sinni virðist ganga hafa farið af stað vestur um Evrópu því barrfinku varð einnig vart í miklum mæli á skosku eyjunum á svipuðum tíma. Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fuglaathugunarstöð Suð- austurlands á Höfn í Hornafirði taldi líklegt að alls hafi yfir þúsund fuglar komið að landi. Dæmi eru um varp barrfinku hérlendis og því áhugavert að fylgjast með því hvort einhverjir einstaklingar lifi veturinn og reyni varp að vori. Ferskvatn Mikil uppsveifla var í lífríkinu við Mývatn en fyrstu merki hennar fóru að sjást árið 2005. Mýfluga og önnur áta í vatninu var í mikilli framför og að sögn Árna Einarssonar, forstöðumanns Náttúrurannsóknastöðvar- innar við Mývatn, mokaðist mýið upp úr vatninu í 5 vikur um vorið, en yfirleitt gerist það í um 2 vikur. Sveiflur í lífríki Mývatns eru þekktar og taka að jafnaði um fimm til níu ár. Uppsveiflan að þessu sinni var þó óvenjulega mikil. Varp flestra andartegunda var sterkt og gróskan í kringum vatnið mikil. Ástand bleikju- stofnsins í vatninu var þó enn í lægð og búast má við að endurreisn hans taki mjög langan tíma. Stangveiði á laxi í ám landsins var um 49% yfir meðaltali áranna 1974–2006 og var heildarafli á fyrr- greindu tímabili eingöngu meiri árið 2005. Í lok nóvember láku um 1000 lítrar af óblönduðu klóri frá sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði og ljóst að mikið af því barst í Varmá, sem rennur um 100 metra neðan við laugina. Áhrif mengunarinnar voru fyrst könnuð nokkrum dögum eftir slysið og þá var strax ljóst að lífríki árinnar hafði beðið mikinn skaða af slysinu. Nær alger fiskdauði virðist hafa orðið á a.m.k. 4–5 km svæði neðan laugarinnar. Hafið Hiti og selta í yfirborðslögum sjávar norðan og austan við landið var almennt um eða yfir meðallagi en hiti og selta sunnan við land hélst áfram vel yfir meðallagi. Áhrif hlýnandi sjávar undanfarinna ára héldu áfram að koma fram í breyttri útbreiðslu sjávarlífvera við landið. Töluvert veiddist af sjaldgæfum og nýjum fiskum og af nýjum tegundum má helstar nefna batta (Dibranchus atlanticus) sem veiddist utan í Síðugrunni, silfurpolla (Polymetme corythaeola) sem veiddist suð- vestur af Surtsey, skrautsurtlu (Linophryne pennibarbata) sem veiddist djúpt vestur af Reykjanesi og skriðál (Derichthys serpentinus) sem veiddist djúpt suðvestur af Reykjanesi. Óvenjumikið sást af vogmeyju (Trachipterus arcticus) á grunnslóð og rekinni á fjörur við landið og um mitt sumar veiddist stóri bramafiskur (Brama brama) í töluverðum mæli djúpt suður af Vestmannaeyjum. Gráröndungur (Chelon labrosus), sem hefur meginút- breiðslu frá strandsvæðum NV-Afríku um Miðjarðarhaf að Norðursjó, veiddist allt í kringum landið. Bjallan asparglytta (Phratora vitellinae) fannst í Skógrækt ríkis- ins að Mógilsá í Kollafirði. Ljósm.: Erling Ólafsson. Barrfinkur (Carduelis spinus), karl- (t.v.) og kvenfugl (t.h.). Ljósm.: Örn Óskarsson. Batti (Dibranchus atlanticus) t.v. og skrautsurtla (Linophryne pennibarbata) t.h. Ljósm.: Jónbjörn Pálsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.