Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2013, Page 36

Ægir - 01.04.2013, Page 36
36 Fáanlegur sem X-band og S-band radar. Ný TEF tækni bætir virkni á styttri skölum og aðgreiningu endurvarpa. Kortaoverlay á radarmynd og sýnir AIS skip. Öllum aðgerðum stjórnað með mús eða lyklaborði. Nýlegur radar sem hefur hlotið mikið lof notenda. Ný fjarskiptalína sem er einföld í notkun. Allar talstöðvar með upptöku á kölluðum skilaboðum. Sónar er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili SAILOR á Íslandi. FREMSTIR Í FJARSKIPTUM LEITARKASTARAR OG VINNULJÓS JMA-5300 MK2 RADAR WASSP FJÖLGEISLA DÝPTARMÆLIR Alger bylting í dýptarmælatækni. Fáanlegur í 80 kHz — meira langdrægi. Sýnir 120° þversnið í rauntíma undir skipinu. Safnar botnhörku og sýnir í mismunandi lit. Einfaldur í notkun — valmyndir á íslensku. Tranberg er rótgróið fyrirtæki sem hefur framleitt siglingaljós og leitarkastara í yfir 90 ár. Vönduð hágæða vara — byggð til að endast við erfiðustu aðstæður. Leitarkastarar fyrir allar stærðir skipa. Siglinga- og vinnuljós í miklu úrvali. w w w .godverk.is – ekki sætta þig við annað! gæðatæki Fáðu rétta heildarmynd – af botni og fiskitorfum! Láttu ljós þitt skína! FRÁBÆ R VIÐ MAKRÍL LEIT! HEILDARLAUSN í siglingatækjum Sónar ehf Hvaleyrarbraut 2 220 Hafnarfjörður Sími 512 8500 sonar@sonar.is www.sonar.is K J A R A M Á L árið 1992 þar eru nú skráð 35 skip, fæst í færeyskri eign. „Hvað hafa íslensk stjórn- völd gert til þess að stuðla að því að þessi fáu kaupskip sem enn eru gerð út af ís- lenskum aðilum séu skráð hér á landi?“ spyr Helgi og svarar að bragði; „ekkert. Helgi segir að á liðnu vor- þingi hafi bæði fjármálaráð- herra og samgönguráðherra lagt fram frumvörp um ís- lenska alþjóðlega skipaskrá, IIS og þær skattabreytingar sem nauðsynlegar eru til þess að útgerðir kaupskipa sjái hag í að skrá skipin hér á landi. - Hver urðu örlög þessa frumvarps? „Líklega er hægt að segja sorgleg. Í þann mund sem samgöngunefnd Alþingis var að afgreiða bæði frumvörpin frá sér sendi ASÍ inn óum- beðna umsögn vegna þeirra og óskaði í framhaldinu eftir fundi með nefndinni. Til þess fundar mættu forsetinn, fram- kvæmdastjórinn og yfirlög- fræðingurinn. Þeir lögðust al- farið gegn texta í 11. gr. frumvarpsins um IIS þar sem gert er ráð fyrir að erlendir sjómenn taki kaup og kjör samkvæmt kjarasamningum viðkomandi landa sem for- ysta ASÍ taldi ígildi guðlasts ef ekki eitthvað enn skelfi- legra. Um kjör skipverja í áhöfn kaupskips fer eftir þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið við stéttar- félög viðkomandi ríkja þar sem skipverji á lögheimili. Kjarasamningur gildir einung- is fyrir félaga í því stéttar- félagi og ríkisborgara þess ríkis sem stéttarfélag á lög- heimili í, enda eru þeir ekki í öðrum stéttarfélögum sem gerður hefur verið kjarasamn- ingur við.“ ASÍ gerði lögin einskisnýt Sama ákvæði er í lögum hinna Norðurlandanna um þeirra alþjóðlegu skipaskrár. Nefnt ákvæði var, að kröfu ASÍ, fellt úr frumvarpinu sem varð að einskisnýtum lögum því ekkert íslenskt kaupskip hefur til þessa verið skráð í IIS. Í maí á liðnu ári voru ís- lensku kaupskipin 12 þannig skráð að fimm voru í Anticua, fjögur í Noregi NIS og þrjú í Færeyjum FAS. „Það skiptir útgerðirnar ekki höfuðmáli hvar skipin eru skráð, þær eru búnar að bíða aðgerða í tuttugu ár; gáf- ust upp og hafa með ærnum kostnaði komið sér fyrir er- lendis. Lái þeim hver sem vill,“ segir Helgi. „Aftur á móti gengur þetta fyrirkomu- lag ekki hvað varðar íslensku sjómennina. Þeirra réttur í al- mannatryggingakerfinu er í einhverjum tilvikum enginn og í öðrum tilvikum mjög óljós. Í þessu máli eru afskipti ASÍ á margan hátt afar sér- kennileg ekki síst vegna þess að til þessa hefur forysta ASÍ ekki átt andvökunætur vegna áhyggja af því þegar íslensku kaupskipin fóru undir er- lenda fána með tilheyrandi áhrifum á atvinnuöryggi ís- lenskra sjómanna. Ég tel að réttarstaða íslenskra sjómanna skipti ASÍ engu máli, menn eru ekki stórhuga ef tryggja á sjómönnum láglaunaland- anna íslensk kjör um borð í íslenskum skipum.“ - Hefurðu gefið upp alla von um að hér verði stofnuð marktæk íslensk skipaskrán- ing? „Alls ekki. Það er ekki minn háttur að leggja árar í bát þegar ég tel að hægt sé að leiða þetta mál til betri vegar fyrir sjómenn á íslenska kaupskipaflotanum. Og að ís- lensk stjórnvöld fái skatta af þeim sjómönnum á kaup- skipaflotanum sem eru ís- lenskir ríkisborgarar og eiga sínar fjölskyldur hérlendis,“ segir Helgi Laxdal.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.