Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2013, Qupperneq 36

Ægir - 01.04.2013, Qupperneq 36
36 Fáanlegur sem X-band og S-band radar. Ný TEF tækni bætir virkni á styttri skölum og aðgreiningu endurvarpa. Kortaoverlay á radarmynd og sýnir AIS skip. Öllum aðgerðum stjórnað með mús eða lyklaborði. Nýlegur radar sem hefur hlotið mikið lof notenda. Ný fjarskiptalína sem er einföld í notkun. Allar talstöðvar með upptöku á kölluðum skilaboðum. Sónar er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili SAILOR á Íslandi. FREMSTIR Í FJARSKIPTUM LEITARKASTARAR OG VINNULJÓS JMA-5300 MK2 RADAR WASSP FJÖLGEISLA DÝPTARMÆLIR Alger bylting í dýptarmælatækni. Fáanlegur í 80 kHz — meira langdrægi. Sýnir 120° þversnið í rauntíma undir skipinu. Safnar botnhörku og sýnir í mismunandi lit. Einfaldur í notkun — valmyndir á íslensku. Tranberg er rótgróið fyrirtæki sem hefur framleitt siglingaljós og leitarkastara í yfir 90 ár. Vönduð hágæða vara — byggð til að endast við erfiðustu aðstæður. Leitarkastarar fyrir allar stærðir skipa. Siglinga- og vinnuljós í miklu úrvali. w w w .godverk.is – ekki sætta þig við annað! gæðatæki Fáðu rétta heildarmynd – af botni og fiskitorfum! Láttu ljós þitt skína! FRÁBÆ R VIÐ MAKRÍL LEIT! HEILDARLAUSN í siglingatækjum Sónar ehf Hvaleyrarbraut 2 220 Hafnarfjörður Sími 512 8500 sonar@sonar.is www.sonar.is K J A R A M Á L árið 1992 þar eru nú skráð 35 skip, fæst í færeyskri eign. „Hvað hafa íslensk stjórn- völd gert til þess að stuðla að því að þessi fáu kaupskip sem enn eru gerð út af ís- lenskum aðilum séu skráð hér á landi?“ spyr Helgi og svarar að bragði; „ekkert. Helgi segir að á liðnu vor- þingi hafi bæði fjármálaráð- herra og samgönguráðherra lagt fram frumvörp um ís- lenska alþjóðlega skipaskrá, IIS og þær skattabreytingar sem nauðsynlegar eru til þess að útgerðir kaupskipa sjái hag í að skrá skipin hér á landi. - Hver urðu örlög þessa frumvarps? „Líklega er hægt að segja sorgleg. Í þann mund sem samgöngunefnd Alþingis var að afgreiða bæði frumvörpin frá sér sendi ASÍ inn óum- beðna umsögn vegna þeirra og óskaði í framhaldinu eftir fundi með nefndinni. Til þess fundar mættu forsetinn, fram- kvæmdastjórinn og yfirlög- fræðingurinn. Þeir lögðust al- farið gegn texta í 11. gr. frumvarpsins um IIS þar sem gert er ráð fyrir að erlendir sjómenn taki kaup og kjör samkvæmt kjarasamningum viðkomandi landa sem for- ysta ASÍ taldi ígildi guðlasts ef ekki eitthvað enn skelfi- legra. Um kjör skipverja í áhöfn kaupskips fer eftir þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið við stéttar- félög viðkomandi ríkja þar sem skipverji á lögheimili. Kjarasamningur gildir einung- is fyrir félaga í því stéttar- félagi og ríkisborgara þess ríkis sem stéttarfélag á lög- heimili í, enda eru þeir ekki í öðrum stéttarfélögum sem gerður hefur verið kjarasamn- ingur við.“ ASÍ gerði lögin einskisnýt Sama ákvæði er í lögum hinna Norðurlandanna um þeirra alþjóðlegu skipaskrár. Nefnt ákvæði var, að kröfu ASÍ, fellt úr frumvarpinu sem varð að einskisnýtum lögum því ekkert íslenskt kaupskip hefur til þessa verið skráð í IIS. Í maí á liðnu ári voru ís- lensku kaupskipin 12 þannig skráð að fimm voru í Anticua, fjögur í Noregi NIS og þrjú í Færeyjum FAS. „Það skiptir útgerðirnar ekki höfuðmáli hvar skipin eru skráð, þær eru búnar að bíða aðgerða í tuttugu ár; gáf- ust upp og hafa með ærnum kostnaði komið sér fyrir er- lendis. Lái þeim hver sem vill,“ segir Helgi. „Aftur á móti gengur þetta fyrirkomu- lag ekki hvað varðar íslensku sjómennina. Þeirra réttur í al- mannatryggingakerfinu er í einhverjum tilvikum enginn og í öðrum tilvikum mjög óljós. Í þessu máli eru afskipti ASÍ á margan hátt afar sér- kennileg ekki síst vegna þess að til þessa hefur forysta ASÍ ekki átt andvökunætur vegna áhyggja af því þegar íslensku kaupskipin fóru undir er- lenda fána með tilheyrandi áhrifum á atvinnuöryggi ís- lenskra sjómanna. Ég tel að réttarstaða íslenskra sjómanna skipti ASÍ engu máli, menn eru ekki stórhuga ef tryggja á sjómönnum láglaunaland- anna íslensk kjör um borð í íslenskum skipum.“ - Hefurðu gefið upp alla von um að hér verði stofnuð marktæk íslensk skipaskrán- ing? „Alls ekki. Það er ekki minn háttur að leggja árar í bát þegar ég tel að hægt sé að leiða þetta mál til betri vegar fyrir sjómenn á íslenska kaupskipaflotanum. Og að ís- lensk stjórnvöld fái skatta af þeim sjómönnum á kaup- skipaflotanum sem eru ís- lenskir ríkisborgarar og eiga sínar fjölskyldur hérlendis,“ segir Helgi Laxdal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.