Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2013, Page 42

Ægir - 01.04.2013, Page 42
42 Úthafskarfaveiðin byrjaði af krafti 10. maí síðastliðinn en þá máttu íslensku skipin hefja veiðar. Veiðin var strax góð og þegar best lét komust menn í 10 tonn á tímann. Tryggvi Eiríksson er stýri- maður á Þór HF, einu af ís- lensku skipunum sem hafa verið á úthafskarfaveiðum. Hann var í brúnni þegar Ægir slógum á þráðinn og á leið á heimamið eftir velheppnað úthald og góðar veiðar. „Já, við ætlum núna á heimamið því við erum búnir með kvót- ann okkar í úthafskarfanum,“ segir Tryggvi. Samtals var kvóti Þórs að þessu sinni 620 tonn en mikl- ar skerðingar hafa verið á aflaheimildum í úthafskarfan- um. Tryggvi segir að veiðarn- ar gefi þó ágætlega af sér enda hafi verð á karfa haldist gott þótt gengið hafi gefið eftir. „Veiðarnar hafa gengið fantavel. Þetta er langbesta vertíðin í heildina séð síðan ég byrjaði að stunda úthaf- skarfaveiðar en ég er á minni 13. úthafskarfavertíð núna. Það eru alveg kjöraðstæður í hafinu á þessu svæði þar sem við höfum verið að veiða. Kjörhitastig og mikill straum- ur sem karfinn sækir í. Það er greinilegt að allt aðrar að- stæður eru núna heldur en í fyrra. Algengt er að við tökum 3-6 tonn á togtímann. Við þær aðstæður eru skipin að- S J Ó M E N N S K A N Eðalsamfélag um borð og allt til alls Hluti áhafnar Þórs með aldamótakarfa af Mela- sekk. F.v.: Axel Ólafsson, Bergur P. Sigurðsson, Ágúst E. Gíslason, Kjartan Jónsson, Hermann Bjarnason, Snorri Arason, Halldór Birgisson, Ásgeir Jónsson, Þrúðmar Kári Ragnarsson. Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is PÖKKUNARLAUSNIR ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR ATVINNUMENN OG HEIMILI • Kassar og öskjur • Arkir og pokar • bakkar og filmur • Pökkunarvélar • Hnífar og brýni • Einnota vörur o.fl. • Aðgöngumiðar • Límmiðar • Plastkort Skoðaðu vörulistan okkar á www.samhentir.is LÍMMIÐAR • PLASTKORT AÐGÖNGUMIÐAR OG MARGT FLEIRRA.... P R E N T U N .IS SJÓMENN OG FISKVINNSLUFÓLK TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.