Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2013, Síða 46

Ægir - 01.04.2013, Síða 46
46 Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is Project1 3/31/07 12:20 PM Page 1 S J Ó M E N N S K A N fyrst á Ými og síðan Rán en á Þór hef ég verið stýrimaður og skipstjóri í afleysingum í bráðum átta ár.“ 20-30 erlend skip á svæðinu Tryggvi segir að erlendu skipin hafi líka verið að fiska mjög vel í úthafinu. Á milli 20 og 30 erlend skip voru á svæðinu, mest Rússar og Spánverjar en líka Norðmenn. Bletturinn var við landhelgis- línuna og færðist inn í land- helgina og út úr henni. Þó hafi alltaf verið veiði líka meðfram línunni. Þegar skip- in eru frá veiðum hluta úr sólarhring verða veiðarnar að hans sögn auðveldari og um- ferðin minni. Um borð í Þór er stanslaus vinnsla í gangi og ganga menn átta tíma vaktir. Áhöfn- in telur 26 manns. „Þetta er alveg eðal samfélag og allt til alls hér um borð,“ segir Tryggvi. Um borð er góð lík- amsrækt og menn hafa að- gang að flestum sjónvarps- stöðum og Interneti. Útiveran er yfirleitt um 35 dagar. Eins og á Miklubrautinni „Samvinna við erlendu skipin er mjög góð og eru fastar umferðarreglur sem við fylgj- um, eins og t.d. að halda vissri fjarlægð frá landhelgis- línu. Skipin raða sér upp og mætast með 300 faðma milli- bili. Þetta er eins og á Miklu- brautinni, margar akreinar. Þetta fyrirkomulag er nauð- synlegt þar sem veiðarfærin eru engin smásmíði og við erum með þau 1.000-2.000 metra aftan við okkur. Karfa- bletturinn færðist norðnorð- vestur með landhelgislínunni í línudansi þar sem ýmist var meira fyrir innan línu eða ut- an hana. Tryggvi segir ekki hægt að líkja aðstöðunni um borð í ís- lenskum togurum saman við það sem var áður fyrr. Hann segir að stærsta breytingin sé líklega fjarskiptasambandið við landið í gegnum Internet- ið. „Það er algjör bylting því nú erum við í góðu símasam- bandi í gegnum netið. Hér eru allir nettengdir og í góðu sambandi.“ Tryggvi Eiríksson stýrimaður á Þór HF segir úthafskarfavertíðina nú þá langbestu frá því hann byrjaði að stunda þessar veiðar.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.