Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 2
2 | Fréttir 30. desember 2011 Áramótablað Þriggja ára hetja Ólafur Karl Óskarsson var valinn Hetja ársins 2011 af les- endum DV. Ólafur er þriggja ára og hefur verið veikur frá fæðingu. Hann fæddist með eitt nýra sem er nú óstarfhæft og þarf að mæta á skilunardeild Landspítal- ans þrisvar í viku, nokkra tíma í senn í blóðskilun. Þetta er erfið meðferð en alltaf mætir Óli með bros á vör og dundar sér meðan á meðferðinni stendur. Fjölskylda Ólafs Karls bjó á Akureyri en þurfti að flytja til Reykja- víkur þegar hann byrjaði í blóðskilun fyrir rúmu ári. Stórtækt félag Fjárfestinga- félagið Gift, sem stofnað var árið 2007 utan um eignir eig- enda og trygg- ingataka Eignar- haldsfélagsins Samvinnutrygg- inga, er orðið einn stærsti eigandi fasteigna í Ör- firisey. Um er að ræða 18 fasteignir á Eyjarslóð og Hólmaslóð sem eru verðmetnar á nærri 650 milljónir króna samkvæmt brunabótamati eignanna. Fasteignirnar voru áður í eigu eignarhaldsfélagsins Góms, sem meðal annars var í eigu Magnúsar Jónatanssonar, Ólafs Garðarssonar, Byrs og Sparisjóðabankans. Ósátt við úthlutun Kópavogs- bær braut lög og mismun- aði freklega um- sækjendum um byggingalóðir í Kópavogi, þegar bærinn úthlutaði lóðum við götuna Kópavogsbakka árið 2005. Þetta kemur fram í dómi Hæsta- réttar Íslands, sem dæmdi þann 24. nóvember síðastliðinn bæinn til að greiða hjónum skaðabætur. Hjónin höfðu sótt um þrjár lóðir í bænum en ekki fengið. Margir sóttu um lóðirnar þrjár en meðal þeirra sem fengu lóð var dyggur stuðningsmaður Gunnars I. Birgissonar, þáverandi bæjarstjóra í Kópavogi. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Félag Hannes- ar í þrot FI fjárfestingar, félag fjárfestisins Hannesar Smárasonar, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og verður skiptafundur í mars á næsta ári. FI fjárfestingar, áður Primus, sem var stærsta félag Hannesar og móðurfélag Eignarhaldsfélagsins EO, Eignar- haldsfélagsins Sveips, Hlíðasmára 6 og Runns 4. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi frá árinu 2007 en sam- kvæmt þeim reikningi var félagið orðið tæknilega gjaldþrota strax í árs- lok 2007. Eigið fé FI fjárfestinga var þá neikvætt um nærri 4 milljarða króna. DV hefur áður greint frá því að öll félög Hannesar Smárasonar stefni í þrot. Nýlegir ársreikningar fjögurra eignarhaldsfélaga Hannesar fjár- festis sýna erfiða stöðu þessara félaga. Eignarhaldsfélögin eiga það öll sam- eiginlegt að Hannes skilaði ekki inn ársreikningum félaganna fyrir árið 2008; ársreikningar fyrir 2009 skiluðu sér hins vegar til ársreikningaskrár í seinni hluta apríl.  Ungir menn þjófstörtuðu Lögreglan á Akranesi hefur upplýst stórfelldan flugeldaþjófnað þar í bæ en aðfaranótt miðvikudags var brot- ist inn í geymslugám í eigu Knatt- spyrnufélags ÍA og Kiwanis á Akra- nesi. Höfðu þjófarnir á brott með sér flugelda að andvirði hundruð þúsunda. Í hádeginu á fimmtudag barst lög- reglunni ábending sem leiddi til þess að grunur féll á tvo unga menn. Þeir játuðu á sig þjófstartið og skil- uðu megninu af þýfinu. Einhverju höfðu þeir þó skotið upp en þeir hafa í hyggju að endurgreiða eigendum flugeldanna tjónið við fyrsta tækifæri. Fer frá aldna auðmanninum n Anna Mjöll og Cal Worthington skilja eftir 9 mánaða hjónaband n Ríkasti bílasali Bandaríkjanna n 50 ára aldursmunur n Fyrirtæki hans velta 600 milljónum dala árlega Sækir um skilnað Anna Mjöll hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til níu mánaða. A nna Mjöll Ólafsdóttir söng- kona hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, bandaríska bílasalanum Cal Worthington, eftir níu mánaða hjónaband. Það var slúð- urfréttasíðan TMZ sem greindi frá þessu síðdegis á miðvikudag. Ástæða skilnaðarins mun vera ósættanlegar ágreiningur á milli þeirra hjóna. Fimmtíu ár skilja þau að, en Anna Mjöll er 41 árs og Cal 91 árs. Þau giftu sig með pompi og prakt þann 9. apríl síðastliðinn. Ráðahagurinn vakti ekki bara athygli á Íslandi, heldur einnig í fjölmiðlum vestanhafs, enda Cal einn þekktasti og ríkasti bílasal- inn í Bandaríkjunum. Samkvæmt TMZ hefur Anna Mjöll krafist framfærslu frá eigin- manni sínum eftir skilnaðinn. Það má því ætla að þau hafi ekki gert kaupmála eins og algengt er þegar annar aðili í hjónabandi er mun efn- aðri en hinn. „Hann er alveg einstakur“ Svanhildur Jakobsdóttir, móðir Önnu Mjallar, sagði í samtali við DV skömmu eftir brúðkaupið að hún hefði þekkt Cal í sjö ár. „Þetta er yndislegur maður í alla staði,“ sagði hún um tengdasoninn, bráðum fyrr- verandi. „Hann er alveg einstakur,“ bætti hún við. Svanhildur og Ólafur Gaukur heitinn, faðir Önnu Mjallar, voru við- stödd brúðkaupið og birti Svanhild- ur myndir frá því á Facebook-síðu sinni. Öll fjölskyldan brosti og virt- ist geisla af hamingju, hvítklædd frá toppi til táar. Veltir 600 milljónum dala á ári Cal hefur í gegnum tíðina vakið verð- skuldaða athygli fyrir sérstakar sjón- varps- og útvarpsauglýsingar sínar. Hann birtist gjarnan með „hundin- um“ Spot, sem er í raun aldrei hund- ur. Spot hefur til að mynda komið fram sem mörgæs, naut og fíll. Cal á að baki þrjú önnur hjóna- bönd og á sex börn á aldrinum 9 til 63 ára. Hann er mjög efnaður, en samkvæmt umfjöllun The Los Ange- les Times á síðasta ári á hann fjór- ar bílasölur, tíu skrifstofubyggingar, tvær verslunarmiðstöðvar, tíu þús- und ekra búgarð, upptökuver, aug- lýsingastofu og fjárfestingarfyrir- tæki. Fyrirtæki hans eru sögð velta 600 milljónum dala á ári. Skiptir máli að hafa í sig og á Anna Mjöll, sem búsett hefur verið í Los Angeles í tæpa tvo áratugi, sagði í einlægu viðtali í DV í janúar síðast- liðnum „…að stundum geti pening- arnir orðið meira böl en hamingja og þá einangrist fólk.“ Hún bætti þó við: „Áhyggjuleysi skiptir miklu máli og ef maður hefur nægilegt fé til að hafa í sig og á, þá er maður á besta staðn- um.“ Fái Anna Mjöll framfærslu frá Cal líkt og heimildir herma að hún hafi óskað eftir, ætti hún að geta lifað áhyggjulausu lífi. Anna Mjöll hefur sjálf verið að gera það gott vestanhafs sem djass- söngkona. Hún treður reglulega upp í djassklúbbum fyrir fullu húsi og í fyrra gaf hún út tvær plötur sem faðir hennar útsetti. Ekki náðist í Önnu Mjöll við vinnslu fréttarinnar. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Áhyggju- leysi skiptir miklu máli og ef maður hefur nægilegt fé til að hafa í sig og á…“ Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Stærðir 40-60. Flott jólaföt fyrir flottar konur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.