Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 6
6 Fréttir 30. desember 2011 Áramótablað Milljarða afskriftir Péturs n Félagið Höfðaborg keypti hlutabréf í Glitni 2008 H öfðaborg ehf., eignarhalds- félag í eigu Péturs Guðmunds- sonar, eiganda verktakafyrir- tækisins Eyktar, skilur eftir sig 3,5 milljarða króna skuldir sem ekkert fæst upp í. Þetta kemur fram í auglýsingu um skiptalok félagsins sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Félagið keypti hlutabréf í Glitni af móðurfélagi sínu, Holtaseli ehf., árið 2008 og skuldsetning þess til- komin vegna þessa. Um þetta segir í ársreikningi félagsins fyrir árið 2009: „Höfðaborg ehf. var stofnað á árinu 2006, en eiginleg starfsemi hófst í félaginu á árinu 2008 þegar félagið keypti hlutabréf í Glitni banka hf. og aðra fjármálagerninga af móður- félagi sínu Holtaseli ehf. sem töpuð- ust að stórum hluta í hruninu 2008. Stjórnendur félagsins eru í sam- vinnu við viðskiptabanka félagsins að vinna að lausnum fyrir félagið. Ef ekki kemur til eftirgjafar skulda af hálfu viðskiptabanka er rekstrarhæfi félagsins brostið.“ Holtasel var einnig eigandi Eyktar og eignarhaldsfélagsins Höfðatorgs sem stofnað var utan um nýbygg- ingu í Borgartúni sem ber sama nafn. Höfðatorg skuldaði 23 millj- arða króna í lok síð- asta árs og hefur Íslandsbanki yfirtekið fé- lagið að mestu. Tapið af hlutabréfun- um í Glitni og 3,5 milljarða afskrift- irnar lenda því á Höfðaborg en ekki Holtaseli, fyrrverandi móðurfélagi Eyktar og Höfðatorgs, þar sem hluta- bréfin og skuldirnar vegna þeirra voru færðar yfir í Höfðaborg af ein- hverjum ástæðum árið 2008. ingi@dv.is Keypti af Holtaseli Höfðaborg keypti hlutabréf í Glitni af móðurfélagi sínu Holtaseli árið 2008. Félögin eru í eigu Péturs Guðmunds- sonar, eiganda Eyktar. Útgáfa DV Ekkert blað kemur út á mánudag- inn en næsta tölublað DV kemur út miðvikudaginn 4. janúar. Fréttavakt verður hins vegar á DV.is yfir áramót- in eins og alla aðra daga. Ritstjórn DV óskar landsmönnum nær og fjær velfarnaðar á komandi ári með þökk fyrir árið sem er að líða. Fólki gekk misvel í snjónum Ofurölvi í snjóskafli Um hálf tvöleytið á fimmtudag skullu tveir strætisvagnar saman á Laugavegi með þeim afleiðing- um að flytja þurfti farþega úr öðr- um þeirra á slysadeild til aðhlynn- ingar. Nokkru síðar fór bíll út af Vesturlandsvegi, nærri Leirvogsá, og valt. Tvær konur voru í bíln- um en talið er að þær hafi sloppið ómeiddar. Þrátt fyrir að ótal öku- menn hafi fest bíla sína og lent í vandræðum vegna færðarinnar segir lögreglan að umferðin hafi gengið bærilega. Flestir aki í sam- ræmi við aðstæður. Gangandi vegfarendur geta einn- ig átt erfitt með að komast leiðar sinnar. Tveir menn lentu í tals- verðum hrakningum. Annar þeirra fannst í snjóskafli í einu af úthverfum borgarinnar. Sá var í mjög annarlegu ástandi og fékk að hvíla sig í fangageymslu lög- reglunnar þar til hann var orð- inn ferðafær. Hinn var líka illa á sig kominn og átti erfitt með að standa í fæturna sökum ölv- unar. Viðkomandi, sem var jafn- framt ekki klæddur til útiveru, var ósáttur við afskipti lögreglu og var tekinn með valdi og færður í lög- reglubílinn. Eftir stutta stund náði maðurinn áttum og var honum síðan ekið til síns heima en þar skildi hann við lögregluna og var bara sæmilega sáttur við hennar störf. Loks stöðvaði lögreglan fólk sem ætlaði að róa út í Viðey á miðviku- dagskvöldið – í slæmu veðri. Þess má geta að fólkið, sem var allsgáð, var ekki í björgunarvestum. n Rúmlega 7,5 milljarða skuldir í tveimur eignarhaldsfélögum n Fjárfestingarfélagið Sund keypti bílaumboð fyrir metfé árin fyrir hrun n Einungis milljarður á móti skuldunum Afskrifa milljarða hjá Sundurunum T vö félög sem eru í eigu eig- enda fjárfestingarfélagsins Sunds, Eignarhaldsfélag- ið Sævarhöfði og Fasteigna- félagið Sævarhöfði, hafa ver- ið tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í tilkynningu í Lögbirt- ingablaðinu. Skiptastjóri félagsins er Magnús Guðlaugsson. Heildarskuldir félaganna tveggja nema samtals rúmlega 7,5 millj- örðum króna. Á móti eru eignir sem nema eingöngu rúmum milljarði króna, aðallega fasteignir. Þetta þýðir að lánardrottnar félaganna þurfa að afskrifa milljarða króna af skuldum þeirra. Félögin voru í eigu Gunnþórunn- ar Jónsdóttur, eftirlifandi eiginkonu Óla Kr. Sigurðssonar í Olís, sonar hennar Jóns Kristjánssonar, Páls Þór Magnús sonar, Kristins Þórs Geirs- sonar og Birgis Ómars Haraldssonar. Félög sem tengdust Sundi voru stór- tæk í fjárfestingum á Íslandi á árun- um fyrir hrun. Áttu B&L og Ingvar Helgason Umrædd tvö eignarhaldsfélög tengd- ust meðal annars kaupum Sunds á bifreiðaumboðinu B&L af Gísla Guð- mundssyni og fjölskyldu hans árið 2007. Kaupverðið á B&L var ekki gefið upp en talið var að það næmi tveimur til þremur milljörðum króna. Í frétt- um frá árinu 2007 var sagt að fjár- festingarbankinn VBS hefði séð um kaupin fyrir hönd Sunds. Þegar þetta gerðist átti Sund fyrir bifreiðaumboð- ið Ingvar Helgason. Eignarhaldsfélag Íslandsbanka, Steinvirki, leysti bifreiðaumboðin tvö hins vegar til sín í upphafi þessa árs sem þýðir að Glitnir hafi verið stærsti lánveitandi þeirra félaga Sundar- anna sem héldu utan um bifreiða- umboðin tvö. Í síðasta mánuði seldi Miðengi, dótturfélag Íslandsbanka, bifreiðaumboðin tvö til Ernu Gísla- dóttur, dóttur Gísla Guðmundsson- ar, fyrrverandi eiganda B&L. Kaup- verðið var ekki gefið upp en ætla má að það nemi einungis litlum hluta af söluverði þeirra fyrir hrun. Afskriftir vegna þessara eignarhalds- félaga Sundaranna munu því lenda að mestu á Íslandsbanka, samkvæmt þessu. Fengu 32 milljarða króna lánaða Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is er fjallað um fjárfestingar Sunds á árunum fyrir hrunið, meðal ann- ars kaupin á Bifreiðum og land- búnaðarvélum og Ingvari Helga- syni. Í skýrslunni kemur fram að frá því í jan úar 2007 og fram að banka- hruni hafi hlutabréfakaup Sunds og tengdra félaga í íslensku bönkun- um þremur numið tæplega 32 millj- örðum króna á því tímabili. Félagið fjárfesti einnig í  FL Group,  Straumi,  Bakkavör, Byr  og fleiri félögum. Heildarskuldir Sunds og tengdra félaga námu 64 millj- örðum króna við bankahrunið sam- kvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Eigendur Sunds hafa misst megnið af eignum eignarhalds- félaga sinna eftir hrunið 2008, meðal annars umrædd bif- reiðaumboð. Þá eru viðskipti þeim tengd til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þrotabú eignarhaldsfélagsins Ice Properties, sem var dóttur- félags Sunds, hefur sömuleið- is stefnt Páli Þór Magnússyni vegna færslu á tíu fasteignum út úr félaginu eftir efnahags- hrunið 2008. Fasteignirnar, meðal annars Hressingar- skálinn svokallaði í Austur- stræti og húsnæði í Kringlunni, voru seldar út úr Ice Pro- perties og til IceCapital/Sunds án endurgjalds þann 20. október, eftir íslenska efnahagshrunið. Uppgjöri á málum sem tengjast eigendum Sunds er því hvergi nærri lokið. Skilja eftir sig milljarðaskuldir Félög Sundaranna keyptu meðal annars bifreiðaumboðin Ingvar Helgason og B&L. Tvö af félögum þeirra eru nú gjaldþrota. Jón Kristjánsson var einn af eigendum Sunds og Birgir Ómar Haraldsson er einn nánasti samstarfsmaður hans í fjárfestingum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Leggjum grunn að góðri heilsu 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.