Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 13
Fréttir 13Áramótablað 30. desember 2011 Nýtt ár, nýr kraftur, nýir tímar Icelandic Group hefur allt frá stofnun, árið 1942, gegnt mikilvægu hlut verki í íslensku efnahagslífi. Með því að byggja á reynslu Íslendinga af sjávarútvegi og fylgja fast eftir þróun til nútíma tækni og nýrra aðferða við veiðar, vinnslu og markaðssetningu hefur fyrirtækið eflst og dafnað á sjötíu árum og náð sterki stöðu á alþjóða markaði, til far sældar fyrir land og þjóð. Árið 2012 er afmælisár og markar jafnframt nýjan áfanga í sögu Icelandic Group. Okkar bíða ný verkefni og við stefnum af einurð og dug til móts við nýja tíma. Icelandic Group óskar öllum Íslendingum, til sjávar og sveita, gæfu og gengis á nýju ári. Hugsið um dýrin um áramót n Ólafur Dýrmundsson gefur góð ráð Á ramótin geta reynst dýrum erfið vegna mikillar og lang- dreginnar notkunar flug- elda og sprengiefna. Þetta á ekki aðeins við um gamlárskvöld heldur er töluvert um notkun flug- elda um nokkurra daga skeið fyr- ir og eftir gamlárskvöld.  Áður fyrr var notkunin svo til alveg bundin við gamlárskvöld auk þess sem há- vaðinn var minni og var það mun hagstæðara dýrunum. Dýravernd- arsamband Íslands hvetur dýra- eigendur til að hafa þetta í huga á þessum tíma árs og gera allt til að láta dýrunum líða betur. Mikil flug- eldanotkun um áramótin skerði dýravelferð og dýraeigendum beri bæði lagaleg og siðferðileg skylda til að vernda dýrin. Á heimasíðu sambandsins er grein eftir Ólaf Dýrmundsson dýra- lækni en þar segir að bæði stór og smá dýr hræðist glampann og ekki síst drunurnar frá sprengjunum. Við slíkar aðstæður geti þau auðveld- lega farið sér að voða. Sem dæmi um það hafi hross ætt út í ógöngur í fjöllum og klettum. Eins séu marg- ir hundar og kettir viðkvæmir fyr- ir sprengjunum sem eru kallaðar „hamfarir“ af manna völdum. Ólafur bendir á nokkur ráð til að draga úr vanlíðan dýra yfir ára- mótin en í gripahúsum, svo sem hesthúsum, sé algengt að láta ljós lifa og loka gluggum. Þá sé jafnvel gott að byrgja þá, láta loftræstivift- urnar halda loftinu sem hreinustu og hafa kveikt á útvarpi. Það séu einnig dæmi um að gæludýraeig- endur leiti aðstoðar dýralækna og fái róandi lyf fyrir hunda á gamlárs- kvöld. gunnhildur@dv.is Áramótin Blossar og sprengingar um áramótin geta hrætt dýrin. Dularfull örlög rögnu EsthErar hefur hún haldið henni áfram með aðstoð annarra fjölskyldumeðlima og einstaklinga. Herdís segir það hafa verið mik- inn létti þegar fjölskyldan heyrði af af- drifum barna Estherar, frábærar fréttir. Hún segist vona að í framhaldinu nái fjölskyldan að byggja góð tengsl við son hennar sem fékk nafnið Robert þegar hann var ættleiddur af fóstur- fjölskyldu sinni. Hún vonast til að mál- inu ljúki fljótlega. Í náinni framtíð geti gögn frá barnaheimilinu varpað nán- ara ljósi á örlög Estherar. Á því hafi Ró- bert áhuga. Þrjár fjölskyldur hafa komið að leit- inni að Esther með einum eða öðrum hætti í 60 ár. „Fjölskyldan hefur aldrei gefist upp. Faðir minn endurvakti mál- ið um 1990. Hann hefði orðið 71 árs í dag. Ég vona að það verði fjallað um þetta mál af mikilli varkárni og tekið tillit til þess að það eru miklar tilfinn- ingar þarna að baki.“ Hjálp úr óvæntri átt Lillý Valgerður Oddsdóttir las sögu Rögnu Estherar í fjölmiðlum síðasta vor og snart saga Estherar og barna hennar hana djúpt. Í kjölfarið hafði hún samband við Herdísi og bauð fram aðstoð sína. Lillý Valgerður fann mikilvæg gögn í málinu sem varð til þess að börn Estherar fundust. Herdís Elísabet segist vera Lillý Valgerði afar þakklát fyrir hjálp hennar og stuðning. „Mér finnst það þó mjög mikilvægt að það komi fram að þetta ferli er búið að taka mjög langan tíma og þegar Lillý Valgerður Oddsdóttir kemur að mál- inu þá er til ógrynni af gögnum um hvað er búið að vera að gera og hvað verið sé að gera í málinu. Málið var í fullri vinnslu þegar hún býður fram hjálp sína. Við létum Lillý í té öll gögn- in sem búið var að safna í gegnum tíð- ina þar sem hún var svo yndisleg að bjóðast til að aðstoða fjölskylduna.“ Herdís segir fjölskylduna vera afar þakkláta fyrir að hafa loksins náð sam- bandi við Robert son Estherar. „Það var mér mikill heiður að fá að hringja fyrsta símtalið fyrir hönd fjöl- skyldu Estherar. Robert sagði mér að hann sjálfur hefði leitað að fjölskyld- unni sinni í hartnær tvo áratugi án árangurs. Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um að einhver hefði verið að leita að honum allan þennan tíma. Ég veit að það eru margir fjölskyldumeð- limir sem bíða í ofvæni eftir að fá að tala við hann.“ Móðurást Ragna Esther með Raymond fjögurra mánaða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.