Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Síða 14
14 Annáll 30. desember 2011 Áramótablað Hetjur, Harmleikir og falskar minningar Janúar Lamaðist í slysi í Austurríki 1. janúar n Pétur Kristján Guðmundsson, 25 ára, slasað- ist alvarlega þegar hann hrapaði niður fjallshlíð í borg- inni Innsbruck í Austurríki á nýárs- nótt. Hann hlaut mænuskaða við fallið og lamaðist fyrir neðan mitti. Bjargaði fólki úr brennandi húsi 2. janúar n Steinþór Stefánsson bjargaði lífi fjögurra ungmenna þegar hann gekk fram hjá brennandi húsi snemma morguns. Hann hringdi í neyðarlín- una og hófst svo handa við að vekja fólkið með því að berja á glugga og veggi hússins. Slökkviliðs- og lög- reglumenn voru sammála um að Steinþór hefði unnið mikla hetju- dáð. Agnes Braga- dóttir gerði árás n Agnes Bragadótt- ir, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifaði frétt þar sem hún hafði eftir ónafngreind- um vitnum að Ingi Freyr Vilhjálms- son, fréttastjóri DV, hefði réttarstöðu grunaðs manns í „rannsóknum“ lögreglu. Í fréttinni var njósnamálið á Alþingi og birtingu á gögnum sem tengjast viðskiptamönnum spyrt saman. Var því haldið fram að Ingi Freyr hefði greitt manni þóknun fyrir að stela þessum gögnum. Lögreglan greindi strax frá því að Ingi Freyr hefði ekki réttarstöðu grunaðs manns. Morg- unblaðið baðst að lokum afsökunar á fréttinni. Illa farið með ketti n Mikið var fjallað um illa meðferð á dýrum á árinu og þá sérstaklega köttum. Svo virð- ist sem margir hafi reynt að komast hjá kostnaði við að lóga dýrunum með því að skilja þau eftir á víðavangi, eða í yfirgefnu húsnæði. Þar beið þeirra oft ekkert nema svelti. Þá fundust þrettán dauðir kettlingar í runna í Breiðholtinu í maí en þeim hafði greinilega verið drekkt. Yfir 500 kett- ir hafa komið inn í Kattholt á þessu ári og yfir 200 köttum þaðan hefur verið lógað. Jón stóri stofn- aði Semper Fi n Jón Hilmar Hallgrímsson, betur þekktur sem Jón stóri, stofnaði sam- tökin Semper Fi. Um 200 manns sóttu um að ganga í samtökin. Að- spurður sagði Jón að þetta væri ein- göngu hugsað sem félagsskapur fyrir karlmenn sem hafa gaman af því að „hittast, lyfta saman og stunda bardagaíþróttir“. Hann sagði af- brotamenn vera að finna í hópnum og að þeir væru velkomnir. Horfinn af yfirborði jarðar 10. janúar n Lögreglan lýsti í fyrsta skipti eftir Matthíasi Þórarinssyni, 22 ára, sem ekkert hafði spurst til í nokkrar vikur. Bíll Matthíasar fannst brunninn og yfirgefinn nokkrum dögum síðar skammt frá malarnámunum á Kjalarnesi en engin ummerki um hann sjálfan. Ekkert hefur til Matthíasar spurst nú í rúmt ár en jafnvel er talið að hann hafi farið úr landi. Móðir Matthíasar lýsti honum sem sjálfstæðum og sérvitrum en var viss um að hann hefði ekki farið sér að voða. Hörð kosninga- barátta í VR n Siðfræðingur- inn Stefán Einar Stefánsson til- kynnti framboð sitt til formanns VR í byrjun árs. Hann var þá meðal annars þekktur fyrir umdeilda smölun á ungum sjálfstæðismönnum til Ísafjarðar til að tryggja skoðana- bróður sínum kosningu til formanns SUS. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mótframbjóðandi Stefáns Einars í formannskjöri VR, kærði hann til kjörstjórnar. Hún vildi meina að hann hefði brotið gegn reglum um meðferð á útprentaðri kjörskrá og hefði fengið aðgang að kjörskránni á tölvutæku formi. Stefán Einar var kosinn formaður VR þann 30. mars. Sjonni Brink lést 17. janúar n Sigurjón Brink, þáttar- stjórnandi og tónlistar- maður, varð bráðkvadd- ur á heimili sínu þann 17. janúar, aðeins 36 ára gamall. Hann lét eftir sig fjögur börn og eftirlifandi eiginkona hans er Þórunn Erna Clausen. Sjonni, eins og hann var alltaf kallaður, átti að taka þátt í forkeppni Eurovision nokkr- um dögum eftir að hann lést. Hann ætlaði að flytja lagið Aftur heim, sem hann samdi sjálfur við texta Þórunn- ar. Félagar Sjonna heiðruðu minn- ingu vinar síns með því að flytja lag- ið og fóru með sigur af hólmi. Þeir kölluðu sig Vini Sjonna. Eyraroddi gjaldþrota n Útgerðarfyrirtækið Eyraroddi á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota í janúar og var það reiðarslag fyrir þorpsbúa. Mikil óánægja hefur ríkt meðal þorpsbúa yfir framvindu mála eftir gjaldþrotið og þung orð hafa verið látin falla varðandi framgöngu skiptastjóra og Byggðastofnunar. Íslenskir rasistar tjáðu sig n Rasistar á Íslandi tjáðu sig í fyrsta skipti opinberlega í DV. Þar á meðal Sigríður Bryndís Bald- vinsdóttir, sem vakti töluverða athygli þegar hún birti mynd- band á netinu þar sem hún fór með möntru nas- ista og nýnasista. Hún er tveggja barna móðir, með- limur í alþjóðasamtökunum Blóð og heiður og Combat18 og aðhyllist öfgaþjóðernishyggju og kynþátta- hatur. Hún sagði félagið vera virkt hér á landi að og í því væri venjulegt fjölskyldufólk á öllum aldri. Heimili starfs- manna Lands- bankans vöktuð n DV greindi frá því að heimili sjö starfsmanna Landsbankans hefðu verð vöktuð mánuðum saman af Securitas vegna alvarlegra hótana tveggja bræðra á miðjum aldri. Þeir starfsmenn sem fengu gæslu voru flestallir yfirmenn bankans auk lög- fræðings. Bræðurnir sem höfðu í hótun- um áttu fyrirtæki sem hafði verið úrskurðað gjaldþrota og höfðu lánin fallið á ættingja mann- anna sem höfðu verið í ábyrgðum fyrir þá. Febrúar Björguðu lífi í líkams- ræktarstöð n Tveir ungir menn, Kristinn Hjart- arson og Alexander Aron Davorsson, björguðu lífi manns sem hné niður meðvitundarlaus vegna hjartastopps í Hreyfingu. Talið er að eftirtektar- semi piltanna og skjót viðbrögð hafi orði manninum til lífs. Þeir lýstu þessu sem ógnvænlegri lífsreynslu en sögðust ánægðir með dagsverkið. Líf stríðsfrétta- manns n Í viðtali í DV lýsti Jón Björg- vinsson stríðsfréttamaður ævintýralegu starfi sínu. Hann sagðist lifa eins og útigangsmað- ur á fyrsta farrými. Þegar blaðamað- ur ræddi við Jón var hann staddur í Kaíró að fylgjast með blóðugum átökum stuðningsmanna og and- stæðinga Mubaraks, forseta Egypta- lands. Steig fram Biskupsdóttirin Guð- rún Ebba Ólafsdóttir sýndi mikið hugrekki á árinu sem er að liða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.