Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 15
Týndar stelpur n Lögreglan lýsti eftir fimmtán ára stúlku. Í kjölfarið birtist greinaflokk- ur þar sem týndar stelpur, foreldrar og fagaðilar greindu frá því hvað er á bak við slíkar fréttir, en örlög þessara stúlkna eru oft grimmileg. Í verstu tilfellunum tæla eldri menn þær með vímuefnum, halda þeim dópuðum, misnota þær og gera þær út, fela þær fyrir foreldrum og losa sig síðan við þær þegar lög- reglan leitar að þeim. Bjargað úr Tjörninni n Andri Vilbergsson bjargaði Ell- erti Björgvini Schram úr Tjörninni í Reykjavík eftir að hann féll niður um ís þegar hann stytti sér leið þar yfir að næturlagi. Ellert reyndi að klifra sjálfur upp á ísinn sem gaf eftir og brotnaði undan honum. Andri kom auga á Ellert fyrir algjöra tilviljun, en líkamshiti hans mældist 33,3°C þegar á þurrt land var komið. Skyndihjálpar- maður ársins n Ólafur Guðnason var valinn skyndihjálparmaður ársins af Rauða krossi Íslands. Hann bjargaði lífi sonar síns þegar þeir lentu í bílslysi. Ólafur náði að stöðva lífshættu- lega blæðingu á höfði sonar síns og nafna. Þá hélt hann honum rólegum og talaði við hann þangað til sjúkra- bíll kom á vettvang. Blaðamaður DV fékk verðlaun n Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður á DV, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku árs- ins þegar blaðamannaverðlaunin voru veitt í febrúar. Mars Ráðuneytis- stjóri dæmdur í fangelsi n Héraðsdómur dæmdi Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í tveggja ára fangelsi fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar þegar hann seldi hlutabréf í Landsbank- anum skömmu fyrir fall bank- ans. Baldur hagnaðist um 193 milljónir á viðskipt- unum, en nokkrum dögum síðar voru bréfin verðlaus. Samkvæmt dómnum var honum gert að greiða ágóðann af sölunni til baka. Honum var auk þess gert að greiða sakar- kostnað upp á 4,5 milljónir króna. Thor Vilhjálms- son lést 2. mars n Thor Vilhjálms- son rithöfundur lést þann 2. mars, 85 ára að aldri. Fyrsta bók Thors, Maðurinn er alltaf einn, kom út árið 1950. Hann skrifaði fjölda bóka, skáld- sögur, leikrit og greinasöfn og hlaut mörg verðlaun fyrir verk sín á lífs- leiðinni. Hann var meðal annars heiðursborgari í franska bænum Rocamadour. MC Iceland urðu Hells Angels n Samtökin MC Iceland urðu fullgild- ur meðlimur í Hells Ang- els. Klúbburinn, undir forystu Einars „Boom“ Marteinssonar, hafði í mörg ár reynt að fá inngöngu í samtökin. Reyndu að tæla börn upp í bíla n Tilkynnt var um tvo menn í Garðabæ sem reyndu að lokka ung- an dreng upp í bíl til sín. Drengur- inn sem var átta ára var að koma af fótboltaæfingu þegar mennirnir sem voru á svörtum bíl spurðu hvort hann vildi „skoða flott fótbolta- dót“. Drengurinn vildi ekki fara upp í bílinn og lét foreldra sína vita. Mennirn- ir fundust aldrei. Svipuð mál fylgdu í kjölfarið á næstu dögum og vikum en ekki náðist að hafa hendur í hári mannanna. Ólöglegar bótox-meðferðir afhjúpaðar n DV afhjúpaði ólöglegar bótox- meðferðir sem kona framkvæmdi í heimahúsi í Kópavogi. Konan, sem er frá Rússlandi, hafði áður starfað sem strippari hér á landi. Hún er talin hafa smyglað bótox-efninu frá heimalandi sínu, en efnið er ban- eitrað og strangar reglur gilda um innflutning lyfja til landsins. Barist um lífeyr- isréttindi Sivjar n Siv Friðleifsdóttir og fyrrverandi sambýlismaður hennar og barns- faðir, Þorsteinn Húnbogason, tókust á um hlutdeild Þorsteins í lífeyris- réttindum Sivjar. Deildu þau um rúmlega hundrað milljóna króna líf- eyrisréttindi sem Siv hefur unnið sér inn sem alþingismaður. Siv gat ekki fallist á kröfur Þorsteins og stefndi honum því til opinberra skipta. Prestur rekinn úr Hreyfingu n Séra Pálma Matthíassyni var vísað úr Hreyfingu fyrir að sparka í rass- inn á kennara. Pálmi sagði atvikið óviljaverk en Hreyfing sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að orð hans væru ekki í nokkru samræmi við upplifun viðkomandi starfs- manns, vitna eða annarra starfs- manna heilsuræktarstöðvarinnar. Samskiptasaga Pálma hefði einnig legið fyrir til grundvallar ákvörðun- inni um að vísa honum frá. Við- skiptavinum væri ekki vísað frá nema í algjörum undantekningartil- vikum og þá aðeins ef aðrar lausnir væru ekki taldar færar. Mætti ekki í skólann í mánuð n Ellefu ára drengur í Hveragerði, Þor- valdur Berglind- arson, mætti ekki í skóla í mánuð. Móð- ir hans sagði ástæðuna vera einelti, drengurinn væri útskúfaður, laminn og niðurlægður. Í kjölfarið spunn- ust miklar umræður um einelti og Facebook-síðan Eineltisþolendur í grunnskólanum í Hveragerði var stofnuð þar sem fjöldi fólks sagði sögu sína. Drengurinn fékk heima- kennslu en þegar sérfræðingar frá menntamálaráðuneytinu fóru yfir málið varð niðurstaðan sú að ekki væri um einelti að ræða. Umræðan var engu að síður komin af stað. Fjöldi eineltismála kom upp á árinu, ung stúlka greindi frá því hvernig hún leiddist út í fíkni- efnaneyslu eftir einelti og fór síðan að selja sig og ungur strákur hafði svipaða sögu að segja, hann leitaði skjóls í undirheimunum þar sem hann stundaði handrukkun og ann- an óþverra. Apríl Þorvarður fékk 14 ára fangelsi 7. apríl n Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Þorvarð Davíð Ólafsson í 14 ára fangelsi fyrir fólskulega árás á föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Þórðar- son. Árásin átti sér stað á æskuheim- ili Þorvarðar þann 14. nóvember í fyrra. Fyrrverandi eiginkona stefndi Karli Wernerssyni n DV greindi frá því að Sigríður Jónsdóttir, fyrrverandi eiginkona Karls Wernerssonar, sem var eig- andi Milestone, hefði stefnt honum. Um er að ræða skuldamál, en aðal- meðferð fer fram í byrjun næsta árs. Samkvæmt heimildum DV gerðu Karl og Sigríður með sér samninga Annáll 15Áramótablað 30. desember 2011 Hetjur, Harmleikir og falskar minningar Náttúruhamfarir Náttúruöflin létu rækilega fyrir sér finna með eldgosum og jökulhlaupum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.