Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 16
16 Annáll 30. desember 2011 Áramótablað við skilnaðinn sem kváðu á um skiptingu eigna þeirra. Hugsanlegt er að Karl hafi ekki staðið við skuld- bindingar sínar og að málið sé höfð- að vegna þess. Heimildir DV herma að hluti af samningnum hafi verið að Karl ætti að tryggja Sigríði nokkr- ar ferðir með einkaþotu á ári. Varaði við bólu- setningum n Ragna Erlends- dóttir, móðir Ellu Dísar Laur- ens, fullyrti að dóttir hennar væri með taugaskaða af völdum sjálfs- ofnæmis í kjölfar bólusetningaróþols. Ragna sagði ís- lenskan tauga- og heilaskurðlækni hafa greint Ellu Dís en vildi í fyrstu ekki gefa upp nafnið á honum. Hún hafði fram að því verið skráð með óþekktan hrörnunarsjúkdóm. Ragna varaði í kjölfarið foreldra við því að láta bólusetja börn sín. Síðar á árinu ljóstraði hún upp að læknirinn hefði verið Sverrir Bergmann. Hneig niður á billjardstofu og lést 27. apríl n Tvítug stúlka, Hrönn Benedikts- dóttir, hné niður með hjartaáfall á Billiardbarnum í Faxafeni. Hún komst aldrei til meðvitundar og lést á Landspítalanum þann 27. apríl. Mál Prianka Thapa n Hinni ne- pölsku Priyanka Thapa var neitað um dvalarleyfi af mannúð- arástæðum hér á landi. Hún kom til Íslands snemma árs 2010 og starfaði sem au-pair hjá fjölskyldu í Vogunum ásamt því að stunda nám í Keili. Mál hennar var þó tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun vegna mikils þrýstings frá almenningi og er enn í vinnslu. Priyanka er afburðanem- andi og útskrifaðist nú í sumar sem dúx frá Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis. Lést eftir neyslu PMMA 30. apríl n Harpa Björt Guðbjartsdóttir, 21 árs, lést af völdum alvarlegr- ar PMMA-amfetamíns eitrunar í heimahúsi í Árbænum. Harpa Björt hafði verið að halda upp á afmæli sitt í vinahópi og neytt eiturlyfs- ins með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi dauðsfalla hefur verið rakinn til neyslu PMMA um allan heim. Harpa Björt var efnileg knattspyrnu- kona og hafði meðal annars spilað með unglingalandsliðinu í fótbolta. Henni var lýst sem ljúfri og góðri stúlku. Maí Vítisenglar höfðuðu mál n Leif Ivar Kristi- ansen, leiðtogi Hells Angels í Noregi, höfð- aði skaðabóta- mál á hendur íslenska ríkinu vegna frávísun- ar úr landi. Annar meðlimur samtak- anna, Jan Anfinn Wahl, stefndi einn- ig ríkinu vegna hliðstæðs máls. Árás á heimili innanríkis- ráðherra 6. maí n Árás var gerð á heimili Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og tvær rúður brotnar. Grjóti var kastað í húsið og rigndi glerbrotum yfir Ögmund og konu hans þar sem þau sátu í stofunni en þau sakaði ekki. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Fannst látin í farangurs- geymslu 12. maí n Kona um tvítugt fannst látin í farang- ursgeymslu bifreiðar við Landspítalann í Fossvogi. Það var unnusti konunnar, Axel Jó- hannsson, sem vísaði starfsfólki spítalans á líkið. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni viðurkenndi hann að konan í farangursgeymslunni væri Þóra Elín Þorvaldsdóttir, 21 árs barnsmóðir hans, og að hann hefði ráðið henni bana. Axel myrti Þóru Elínu í Heið- mörk með því að veitast að henni og þrengja að hálsi hennar með hönd- um og öryggisbelti bifreiðar sem þau sátu í. Barnungur sonur þeirra var sofandi í bílstól í bifreiðinni. Í mati geðlæknis kom fram að Axel væri haldinn alvarlegum geð- sjúkdómi eða aðsóknargeðklofa. Hann var jafnframt metinn mjög hættulegur öðru fólki og var dæmd- ur til vistunar á réttargeðdeildinni að Sogni. Líkamsárás og frelsissvipting n DV greindi frá því að foringi Black Pi- stons, Ríharð- ur Júlíus Rík- harðsson, hefði ásamt Davíð Frey Rúnarssyni verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald vegna aðildar sinnar að hrottalegri líkamsárás og frelsis- sviptingu á ungum manni. Seinna var þriðji maðurinn, Brynjar Logi Barkarson, 17 ára, einnig ákærð- ur fyrir aðild að málinu. Þeir voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, tilraun til ráns með því að ætla að neyða út úr manninum fé með því að hóta að beita hann og hans nánustu ofbeldi. Þyngsta dóminn fékk Ríkharð Júlíus, þriggja og hálfs árs fangelsi. Davíð Freyr var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Brynjar Logi hlaut sex mánaða dóm. Þá var þeim gert að greiða fórnar- lambinu eina og hálfa milljón króna. Eldgos í Grímsvötnum 21. maí n Eldgos hófst í Grímsvötnum þann 21. maí og var það stærsta á svæðinu í 100 ár. Veðurfræðingur sagði gosið hvorki vera túrista- né sælugos líkt og gosin árið áður. Bóndi á svæðinu sagði nóttina eftir að gosið hófst þá svört- ustu sem hann hefði lifað. Drengur drukkn- aði í sundlaug 21. maí n Laugardaginn 21. maí fannst fimm ára drengur meðvitundarlaus á botni innilaugarinnar í sundlaug- inni á Selfossi. Hann komst aldrei til meðvitundar og lést á Landspítalan- um daginn eftir, þann 22. maí. Í gæsluvarðhaldi í Taílandi n Brynjar Mettinisson var handtek- inn í Bangkok í Taílandi og hnepptur í gæsluvarðhald, grunaður um fíkni- efnamisferli. Kærasta Brynjars sagði í samtali við DV að honum hefðu verið boðnir peningar til að finna burðardýr til að fara með pakka til Japans. Hún sagði Brynjar ekki hafa vitað að fíkniefni væru í pakkanum, en í ljós kom að í honum var eitt og hálft kíló af am- fetamíni. Brynjar situr enn í fangelsi í Bangkok og bíður þess að mál hans verði tekið fyrir hjá þarlendum dóm- stólum. Júní Banaði nýfæddu barni sínu 2. júní n Sveinbarn fannst látið í ruslagámi við Hótel Frón á Laugavegi. Barnið fannst í kjölfar þess að móðirin, Agné Krataviciuté 21 árs Lithái og starfsmað- ur á hótelinu, leitaði læknisaðstoðar á bráða- deild Landspítalans vegna mikilla kviðverkja og blæðinga. Læknar á spítalanum þóttust fullvissir um að Agné hefði nýlega fætt barn, en hún neitaði því. Lögreglu var þegar gert viðvart og hófst strax rannsókn og eftirgrennslan eftir barninu. Agné hefur verið úrskurðuð sak- hæf af geðlækni og er ákærð fyrir manndráp. Henni er gefið að sök að hafa veitt drengnum tvo skurðáverka á andlit með bitvopni og banað honum síðan með því að þrengja að hálsi hans uns hann lést. Ólafur Gaukur Þórhallsson lést 12. júní n Tónlistarmaðurinn góðkunni lést, áttræður að aldri, í sumar. Hann var einn helsti braut- ryðjandi dægur- tónlistar á Íslandi, sem gítarleik- ari, lagahöfundur, hljómsveitarstjóri, útsetjari, textahöf- undur og kennari. Hann rak Gítarskóla Ólafs Gauks frá 1975 til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona hans er Svanhildur Jakobsdóttir söngkona og dagskrárgerðarmaður. Veitti karlmanni banvæna áverka 14. júní n Redouane Naoui, tæplega fer- tugur karlmaður, veittist að Hilmari Þóri Ólafssyni með hníf á veitinga- staðnum Monte Carlo á Laugavegi. Hilmar Þórir hlaut áverka á hálsi og lá þungt haldinn á gjörgæsludeild þangað til hann lést af sárum sínum tveimur vikum síðar. Redouane Na- oui var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. nóvember. Kynferðisbrot í Landakotsskóla n Fagráð um kynferðisbrot inn- an kirkjunnar fór yfir mál tveggja manna sem sökuðu presta og starfs- menn kaþólsku kirkjunnar um andlega og kynferðis- lega misnotkun. Gerend- ur voru látnir en annar þeirra var skólastjóri Landakotsskóla, séra Ágúst Georg, og hinn var kennslukona við skólann, Margrét Muller. Gamlir nemendur Landakots- skóla stigu fram hver á fætur öðrum og lýstu þeim sem illmennum. Einn viðmælenda DV sagðist enn fá mar- traðir um þau. Rannsóknar- nefnd kirkju- þings n Rannsóknarnefnd kirkjuþings skilaði skýrslu um biskups- málið. Fram kom að séra Karl Sigur- björnsson biskup hefði gert margvísleg mistök í málinu, sem prestur, kirkjuráðsmaður og biskup. Rannsóknarnefndin sagði að yfirlýsing kirkjuráðs árið 1996 bæri þess vott að aðeins annar aðil- inn í málinu nyti stuðnings nefndar- innar og sagði það alvarleg mistök af hálfu Karls og annarra kirkjuráðs- manna að senda frá sér þessa yfirlýs- ingu. Rannsóknarnefndin taldi einn- ig að Karl hefði gert mistök með því að taka að sér að leita sátta á milli Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og Ólafs Skúlasonar, þáverandi biskups, ekki síst í ljósi fyrri afskipta af mál- inu. Karl var að auki sagður hafa gert ýmis mistök varðandi erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, til dæmis þegar hann skráði bréf hennar ekki í skjalaskrá Biskups- stofu. Sagði nefndin að skortur væri á faglegum og samræmdum vinnubrögðum og að unnið væri úr málinu í samræmi við þau gildi og grundvallarhugsjónir sem þjóðkirkj- an stendur fyrir. Júlí Hlaup í Múlakvísl n Aðfaranótt laugardagsins 9. júlí kom hlaup í Múlakvísl undan Mýr- dalsjökli. Mikill kraftur var í hlaup- inu og reif það með sér brúna yfir Múlakvísl. Við það rofnaði hring- vegurinn á háannatíma ferðaþjón- ustunnar. Talið er að lítið gos undir jöklinum hafi orsakað hlaupið. Að- ilar innan ferðaþjónustunnar urðu margir æfir yfir þeim fréttum að vegurinn yrði líklega í sundur í tvær til þrjár vikur. Það reyndist þó ekki raunin því starfsmenn Vegagerð- arinnar voru kallaðir úr sumar- fríi, lögðu dag við nótt og luku við smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl á rúmri viku. Var það einstök frammistaða. Kæru á hendur Gunnari í Kross- inum vísað frá n Sjö konur kærðu Gunnar Þor- steinsson, þáverandi forstöðumann Krossins, fyrir kynferðisbrot. Tvær kvennanna voru fyrrverandi mág- konur hans en konurnar sögðu að brotin hefðu átt sér stað þegar þær voru ungar að aldri. Gunnar steig til hliðar vegna ásakananna og dóttir hans tók við söfnuðinum. Saksókn- ari vísaði málinu frá þar sem brotin væru fyrnd. Gunnar sagðist saklaus af þessum ásökunum en konurnar sjö stigu fram og sögðu þjóðinni frá ásökunum á hendur honum. Þrjú fórnarlömb Ólafs fengu bætur n Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, Stef- anía Þorgrímsdóttir og Dagbjört Guðmundsdóttir fengu greiddar bætur frá þjóðkirkjunni. Konurnar þrjár stigu fram árið 1996 og sökuðu Ólaf Skúlason biskup um kynferðis- brot en bæturnar fengu þær vegna viðbragða kirkjunnar við þessum ásökunum. Rann- sóknarnefnd kirkjuþings komst að þeirri niðurstöðu að kirkjan hefði brugðist þeim, meðal annars þegar Prófastafélagið gaf út yfir- lýsingu um einróma stuðn- ing félagsmanna við Ólaf þegar málið kom upp á sínum tíma. Guð- rúnu Ebbu Ólafsdóttur voru hins vegar ekki boðnar bætur þó að kirkj- an hefði einnig brugðist henni að mati rannsóknarnefndarinnar. Sævar Ciesielski lést n Sævar Marinó Ciesielski, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, lést af slysförum í Kaupmannahöfn þann 12. júlí. Sæv- ar hélt alla tíð fram sakleysi sínu og barðist fyrir því að fá mannorð sitt hreinsað. Eftir andlát hans fór af stað umfjöllun um sakamálið á nýjan leik, en komið hefur fram að rann- sókn málsins hafi verið ábótavant. Eftir þrýsting frá almenningi, aðstandendum Sævars og fleiri sak- borninga, kom innan- ríkisráðherra á fót starfshópi til að fara yfir öll gögn málsins. Ágúst Banaslys vegna ofsaaksturs n Þann 12. ágúst varð alvarlegt bíl- slys við Geirsgötu í Reykjavík þegar fólksbíll hafnaði á húsvegg eftir ofsaakstur. Þrír ungir piltar voru í bílnum og hlaut einn þeirra, Eyþór Darri Róbertsson, alvarlega áverka. Hon- um var haldið sofandi á gjörgæslu- deild Landspítalans en hann lést tveimur dögum síðar, daginn fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Eyþór Darri var farþegi í bílnum, en talið er að bílstjórinn hafi verið í kappakstri við annan bíl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.