Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Qupperneq 20
20 Annáll 30. desember 2011 Áramótablað Á rið var stormasamt í íslensk- um stjórnmálum. Við því var að búast enda 46 milljarða niðurskurður boðaður í fjár- lögum ársins. Að lokum áttu þau sinn þátt í að Lilja Móses- dóttir og Atli Gíslason sögðu sig úr þingflokki VG seint í mars. Þar með var flóttanum úr VG ekki lokið því nokkrum mánuðum síðar yfirgaf Ás- mundur Einar Daðason flokkinn og gekk til liðs við Framsóknarflokk- inn. Hann hafði áður lýst vantrausti á ríkisstjórnina þegar kosið var um vantrauststillögu á þingi. Með aukamann inn á spilaði Framsókn í rétt rúman mánuð en þá tilkynnti Guðmundur Steingrímsson úrsögn sína úr flokknum og boðar nú framboð í samstarfi við Besta flokkinn. Mikið var fjallað ráðherra- stól Jóns Bjarnasonar og ítrekað var spáð að honum yrði sparkað frá ríkisstjórnarborðinu. Allt kom þó fyrir ekki og ráðherrann situr enn í sjávarútvegsráðuneytinu, þótt vinna við breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu sé komin út úr ráðuneytinu. Endurnærður Sjálfstæðisflokk- ur birtist landanum á landsfundi flokksins. Mikil spennan ríkti fyrir fundinn en Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarfulltrúi fór fram gegn Bjarna Benediktssyni, sitjandi for- manni. Svo fór að Bjarni sigraði en slagurinn féll í skuggann af frammi- stöðu fyrrverandi ráðherra flokksins á fundinum. Kjósendur felldu samkomulag í Icesave-deilunni að því er virtist til að ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hlustaði ekki og kærði málið. Hér er stikklað á stóru og snert á nokkrum málum sem komu upp á árinu. Listinn er langt því frá tæmandi enda við- burðaríkt ár, svo ekki sé meira sagt. 3. janúar – Er Jón Bjarnason ráðherra? Í fyrsta tölublaði ársins af DV mátti sjá umfjöllun um veika stöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, sem þykir ekki alltaf í takt við ríkisstjórnina. Oftar en ekki hefur því verið spáð að ráð- herrastólnum verði kippt undan honum. „Afar ólíklegt er að Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðherra, sitji i ríkisstjórn fram yfir áramót en staða hans verður óbreytt á meðan fjárlög hafa ekki verið samþykkt,“ segir í frétt DV af stöðu Jóns frá því snemma í des- ember en þá sögðu heimildamenn, innstu koppar í búri ríkisstjórnar- innar, að tíma Jóns væri lokið. Þegar þetta er skrifað er Jón enn ráðherra samkvæmt vefsíðunni erjonbjarna- sonradherra.net. 7. janúar – Bandaríkin gegn Birgittu Bandarísk yfirvöld fóru fram á að fá afhent persónugögn Birgittu Jóns- dóttur, þingkonu Hreyfingarinnar, af samskiptasíðunni Twitter vegna tengsla hennar við Wikileaks. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra blandaði sér í málið auk Alþjóða- þingmannasambandinu sem taldi málið árás á friðhelgi þingmanns- ins. Þó fór sem fór og gögnin voru afhent. 8. janúar – Landráðakæran sem aldrei varð Sagt var frá því í janúar að aðilar tengdir hvalveiðum hefðu alvar- lega íhugað að kæra Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, fyrir landráð. Landráða- maðurinn Árni fundaði með sendi- herra Bandaríkjanna vegna hval- veiða Íslendinga og þótti eðlilegt að bandarísk yfirvöld gripu til aðgerða. Árni gengur enn laus þegar þetta er skrifað. 19. janúar – Aðskotatölva á Alþingi Njósnatölva fannst í þinghúsinu í lok janúar. Vikum saman varð tölvan tilefni mikilla vangaveltna. Þær áttu sér ekki allar mikla stoð í raunveru- leikanum en Morgunblaðið birti frétt Agnesar Bragadóttur af tölvunni og þætti Inga Freys Vilhjálmssonar, fréttastjóra DV, í að koma henni fyrir niðri á þingi. Ekkert var til í því og Morgunblaðið og Agnes báðu Inga og DV afsökunar. „Ég var að lesa að hún ætti að eyða öllu þegar hún væri aftengd. Þetta er bara eins og í James Bond-myndunum,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingar- innar, um málið og komst þar vel að orði. 25. janúar – Hæstiréttur ógildir stjórnlagaþing Hæstiréttur sagði nei við númeruð- um kjörseðlum, pappírskjörklefum og ósamanbrotnum kjörseðlum og ógilti stjórnlagaþingskosningarnar í lok janúar. Viðbrögð stjórnmála- manna einkenndust af þeirri stóísku ró sem löngum hefur þótt einkenna íslensk stjórnmál. Forsætisráðherra sagði íhaldið skíthrætt og stjórnlaga- þing varð stjórnlagaráð. 16. febrúar – Níumenningarnir sýknaðir Hópur mótmælenda, svokallaðir níumenningar sem ákærðir voru fyrir að ráðast á Alþingi og landráð voru sýknaðir af þeim ákærum. 16. febrúar – Icesave samþykkt, hafnað, endurtekið og kært Icesave hvarf ekki á árinu en Alþingi samþykkti í febrúar fjórðu útgáfu samnings um málið. Forseti Íslands hafnaði samningnum og færði að eigin sögn þjóðinni löggjafarvaldið. Þjóðin sagði nei og sendi með því skýr skilaboð um að málinu væri lokið. Eftirlitsstofnun EFTA las lík- lega ekki milli línanna og Íslending- um var stefnt um miðjan desember fyrir brot á EES-samningnum. 8. mars – Landsdómur kemur saman Fyrsta verk landsdóms í lýðveldis- sögunni var að meta hvort veita ætti saksóknara Alþingis aðgengi að tölvupóstum Geirs H. Haarde frá forsætisráðherratíð hans. Lands- dómur taldi ekkert því til fyrirstöðu og málið var þingfest í júní. Geir hef- ur ítrekað sagt málið hluta af póli- tísku samsæri gegn sér. Sérstaklega hefur hann nafngreint Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, Ög- mund Jónasson innanríkisráðherra og Atla Gíslason, þingmann VG. 13. apríl – Ríkisstjórnin verst vantrausti Á Alþingi var ársafmæli rannsóknar- skýrslunnar fagnað með vantrausts- tillögu á ríkisstjórnina. Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks stærsta stjórnarandstöðuflokksins, lagði tillöguna fram. Ríkisstjórn- in varðist falli en kom sködduð út úr atkvæðagreiðslunni þar sem Ás- mundur Einar Daðason, þá þing- maður VG, hafði stutt tillöguna. Hann sást hoppandi kátur á Póst- barnum eftir atkvæðagreiðsluna og kallaði „Yeesss!“ yfir barinn. Greini- lega verulega létt. 15. apríl – Austurevrópsk fjöl- miðlalög Blaðamannafélagið sagði ný fjöl- miðlalög austurevrópsk og lýsti verulegum áhyggjum yfir því að lög- in myndu skerða frelsi fjölmiðla. Það stoppaði ekki Alþingi sem samþykkti lögin og 2.000 skoruðu á forsetann að synja lögunum. Nokkru síðar var blaðamaður DV dæmdur til að greiða sekt fyrir að vitna í gamlar fréttir. Dæmt var eftir eldri lögum en nýju lögin tóku gildi nokkrum dögum áður. Líklegt er talið að blaðamaðurinn hefði sloppið ef dæmt hefði verið eftir nýju lögunum sem eins og áður segir höfðu valdið Blaðamannafélaginu nokkrum áhyggjum. 17. apríl – Innleiðing pólitísks vændis Siv Friðleifsdóttir var teiknuð sem vændiskona í myndasögu Morgun- blaðsins, standandi á horni and- spænis Alþingishúsinu þar sem ráðherrabíll af Trabant-gerð merktur alþýðulýðveldinu Íslandi stoppar hjá henni. Spurði hún bílstjórann hvort þau væru að leita að smá „stuðn- ingi“ og svaraði bílstjórinn því ját- andi og sagðist vanta stuðning við „innleiðingu pólitísks vændis“. „Ég þarf ekki að svara svona gagnrýni,“ sagði Helgi Sigurðsson teiknari fyrst þegar gengið var á hann en baðst svo afsökunar. 30. maí – Friðelskandi auð- menn Tíu bandarískir og kanadískir auð- menn vildu ríkisborgararétt gegn því að fjárfesta hér á landi. Formenn stjórnarflokkanna sögðust ekki spenntir fyrir sérmeðferð fyrir auð- kýfinga. Skýringar auðmannanna á eftirsókn eftir íslenskum ríkisborg- ararétti voru ansi skrautlegar eða allt frá því að vera mikil ást á landi og þjóð til veru Íslands í Schengen- samstarfinu í bland við kjarnorku- leysi, endurnýjanlega orku, náttúru landsins, vatnið og herleysi. Það var víst ekki nóg og þeim var hafnað um ríkisborgararétt í skyndi. 28. ágúst - Kínversk ljóða- nýlenda á Grímsstöðum Kínverski ævintýramaðurinn Huang Nubo gerði kauptilboð í 300 ferkíló- metra jörð á Grímsstöðum á Fjöll- um. Veita þurfti Nubo undanþágu frá lögum um erlenda fjárfestingu ættu kaupin að ganga eftir en sú ákvörðun var í höndum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem hafði lýst sig andvígan kaupunum. Umræðan um málið var með fjöl- breyttara móti. Við tók eins konar fegurðarsamkeppni í frjálslyndi ann- ars vegar og keppni í einangrun hins vegar. Mikið var bent á að umrætt land væri 0,3 prósent Íslands en slíkt hlutfall af Kína er Íslendingum ekki falt. Nubo var að lokum synjað um undanþágu til kaupanna. Áður en blekið hafði þornað á synjuninni en þó ekki áður en „Nubo létt“ brand- arar hættu að vera fyndnir hafði tek- ist að opna hjáleið í málinu. Líkt og önnur mál í íslenskum stjórnmálum á árinu varð því endanlegt ekkert sérstaklega endanlegt. 29. ágúst – Rasískur öfga- flokkur á þing Ísland fyrst, nýr stjórnmálaflokkur öfgaþjóðernissinna, var stofnaður í lok ágúst. Sigríður Bryndís Baldurs- dóttir, yfirlýstur nýnasisti, er formað- ur flokksins. Í samtali við DV sagði hún algjöra sprengingu í fylgi hægri- öfgastefnu. „Annaðhvort ertu þjóð- ernissinni eða ekki,“ sagði Sigríður aðspurð hvort flokkurinn hallaði sér til vinstri eða hægri. 17. nóvember – Bjarni klökkur á landsfundi Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins sást flokkur sem safnað hefur vopnum sínum eftir erfið ár. Lýsa má landsfundi nánast eins og end- urkomu aldarinnar. Fyrrverandi ráðherrar, formenn og núverandi ritstjórar flykktust upp í pontu, klöppuðu fálkanum og héldu hverja þrumuræðuna á eftir annarri. Ræða Davíðs Oddssonar, fyrrverandi for- manns flokksins, ritstjóra Morgun- blaðsins og lífeyrisþega, vakti gríðar- lega lukku. Málfundafélagið Óðinn taldi Davíð raunar ræðumann fund- arins og sigraði hann þar klökkan Bjarna Benediktsson sem sagði frá ósanngjarnri landsdómsákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. 29. nóvember – Ísland viður- kennir sjálfstæði Palestínu Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Pal- estínu. Dagurinn var sérstaklega ánægjulegur fyrir Amal Tamimi, varaþingmann Samfylkingarinnar, en hún er fædd í Palestínu. „Í dag er sögulegur dagur fyrir Íslendinga og Palestínufólk. Ég get ekki verið meira stolt af því að fá að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu,“ sagði hún við tilefnið. Á heimsvísu vakti málið minni athygli en margir áttu von á. Njósnir, ógilding og Jón Bjarnason n Ótrúlega viðburðaríkt stjórnmálaár n Stjórnlagaþingskosning ógilt n Ríkisstjórnin varðist vantrausti Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Útsala 30 - 70% Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.