Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Side 30
30 Annáll 30. desember 2011 Áramótablað Janúar Gabrielle Giffords skotin 8. janúar n Bandaríska þing- konan Gabrielle Giffords var skotin í höfuðið á úti- fundi í Arizona. Þótt ótrúlegt sé lifði Giffords árás- ina af og hefur hún verið á hægum en góðum batavegi undanfarna mánuði. Sex létu lífið í skotárásinni og þrettán særðust. Árásarmaðurinn, Jared Lee Loug- hner, var vistaður á geðsjúkrahúsi í kjölfarið og bíður dóms. Flóð í Brasilíu og Ástralíu 12.–13. janúar n Mikil flóð urðu í Ástralíu og Brasilíu í byrjun árs. Þúsundir íbúa Brisbane, þriðju stærstu borg- ar Ástralíu, flúðu heimili sín og fjölmargir létu lífið. Á sama tíma urðu mikil flóð í Brasilíu og létust hundruð þar. Ben Ali flýr land 14. janúar n Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis, flýr til Sádi-Arabíu eftir bylt- ingu gegn honum. Flóttinn markaði í raun upphafið að arabíska vor- inu, mótmælabylgju sem gekk yfir Norður-Afríku og Mið-Austurlönd, á árinu. Ben Ali hafði verið forseti Túnis í 23 ár en aðdragandi upp- reisnarinnar gegn honum hafði verið langur. Íbúar höfðu fengið sig fullsadda af langvarandi atvinnu- leysi í landinu, mikilli spillingu og stjórnarháttum Ben Ali. Forsætis- ráðherrann, Mohammed Ghanno- uchi, tók við völdum en hrökklaðist frá völdum rúmum mánuði síðar. Sprengjuárás á flugvelli 24. janúar n Hryðjuverkaárás var gerð á Do- modedovo-flugvelli í Moskvu, stærsta millilandaflugvelli Rúss- lands, með þeim afleiðingum að 35 manns hið minnsta létust. Grunur beindist strax að hryðjuverkahópum frá Kákasus-héruðum Rússlands. Febrúar Hosni Mubarak hrökklast frá völdum 11. febrúar n Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði af sér embætti og af- henti hernum völdin í landinu eftir öldu mótmæla gegn honum. Aðeins einum degi áður sagðist Mubarak ekki ætla að segja af sér. Mótmæl- in hófust fyrir alvöru átján dögum áður, eða um það leyti sem Ben Ali flúði frá Túnis. Þar með lauk þrjátíu ára valdatíð Mubaraks í Egypta- landi. Mótmælin breiðast út 15.–20. febrúar n Mótmælin í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum breiddust út. Mótmælendur fóru út á götur í borg- inni Benghazi í Líbíu og beindust mótmælin gegn einræðisherranum Muammar Gaddafi. 16. febrúar barði lögreglan í Bahrein niður mótmæli íbúa. Nokkrum dögum síðar, 20. febrúar, voru um 200 mótmælendur myrtir í Beng- hazi. Þrýstingur á Gaddafi jókst mjög en þegar þarna var komið sögu harðneitaði hann að stíga til hliðar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nokkrum dögum síðar að beita Líbíu viðskiptaþvingunum. Jarðskjálfti í Christchurch 21. febrúar n Jarðskjálfti upp á 6,2 reið yfir Christch- urch, eina stærstu borg Nýja-Sjálands með þeim afleið- ingum að minnst 181 lét lífið. Söngkonan Hera Hjart- ardóttir, sem var í borginni þegar skjálftinn reið yfir, sagði að mörg hús hefðu hrunið og ástandið væri skelfilegt. Mars Flóðbylgja ríður yfir Japan 11. mars n Jarðskjálfti upp á 8,9 reið yfir Jap- an í byrjun mars en skjálftinn var sá öflugasti í hundrað ár. Flóðbylgja reið yfir í kjölfar skjálftans og skildi eftir sig mikla slóð eyðileggingar. Kjarnorkuverið í Fukushima eyði- lagðist með þeim afleiðingum að geislavirk efni sluppu út í andrúms- loftið. Samkvæmt opinberum tölum fórust 15.842 af völdum skjálftans og flóðbylgjunnar sem reið yfir í kjölfarið. Myndir og myndbönd af afleiðingum flóðbylgjunnar sýndu gríðarlega eyðileggingu sem verður aldrei metin til fjár. Áframhaldandi átök í Líbíu 17.– 31. mars n Sameinuðu þjóðirnar samþykktu flugbann yfir Líbíu og var því fagnað af uppreisnarmönnum. 19. mars hófu Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar loftárásir á Líbíu til að draga tenn- urnar úr öryggissveitum Gaddafis. Á sama tíma sagði Gaddafi að framund- an væri blóðug barátta. Á sama tíma héldu uppreisnarmenn áfram að sölsa undir sig mikilvægar borgir og færðust nær vígi Gaddafis, höfuðborginni Trí- pólí. Utanríkisráðherra Líbíu, Moussa Koussa, kom til Lundúna 30. mars og tilkynnti að hann hefði sagt af sér. Þrýstingurinn á Gaddafi jókst. Apríl Portúgal óskar eftir neyðarláni 6. apríl n Jose Socrates, forsætisráðherra Portúgals, tilkynnti að hann hefði óskað eftir neyð- arláni frá Evrópu- sambandinu vegna skuldavanda landsins. Portúgal varð þar með þriðja aðild- arríki ESB til að óska eftir neyðarláni en árið 2010 höfðu bæði Írland og Grikkland óskað eftir aðstoð. 2011: ÁR ILLMENNA n Þetta var vont ár fyrir harðstjóra, hryðjuverkamenn og önnur illmenni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.